Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 29
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLWDS 30ÁRA Annáll 1951 • Miðvikudaginn 27. júní var haldinn fundur í húsi Rannsókna- stofu Háskólans þar sem mættir voru sjö fulltrúar frá Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur, Krabba- vörn í Vestmannaeyjum og Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar. Var þar samþykkt að stofna Krabbameinsfélag íslands. 1952 • Krabbameinsfélögin söfnuðu fé til kaupa á geislalækningatækjum fyrir Landspítalann. • Krabbameinsfélag Islands tók við útgáfu Fréttabréfs um heil- brigðismál sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafði gefið út síðan í desember 1949. • Útbúin minningarspjöld. Samið við pósthús og lyfjabúðir um af- greiðslu þeirra. • Félagið gerðist aðili að Alþjóða krabbameinssambandinu (UICC). 1953 • Merkjasala á „Krabbameins- baráttudaginn“, 12. apríl. • Leit að krabbameini í melting- arfærum hjá 927 opinberum starfs- mönnum. Ýmsir meltingarsjúk- dómar fundust en ekki krabba- mein. 1954 • Hafin skrásetning krabbameina, samkvæmt dánarvottorðum, upp- lýsingum frá rannsóknastofum og sjúkrahúsum. • Safnað upplýsingum um reyk- ingar meðal 624 karla og kvenna. Reyndust þær mun fátíðari en í nálægum löndum, en virtust vera að aukast. • Opnuð skrifstofa í húsnæði Blóðbankans. • Stjórnvöld samþykktu að gjafir til félagsins skyldu vera skattfrjáls- ar gefendunum. 1955 • Keyptar átta tegundir banda- rískra fræðslubæklinga og þeim dreift til allra lækna í landinu. Á afmwlisárínu ber hœst úthlutun lóÖar fyrír nýtt hús Krabbameins- félagsins. Lóðin er vestan við Hvassaleiti í Reykjavík (fremst ú myndinni), í útjaðri nýja miðbœjar- ins. Vœntanlega verður hægt að segja núnar frú undirbúningi fram- kvæmdanna í næsta blaði. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.