Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 9
LÖG IJM HOLLIISTIIHÆTTI OG HEILBRIG ÐISEFTIRLIT meðal nýsamþykktra laga frá Alþingi Grein eftir Ingimar Sigurðsson Á vegum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins voru lögð fram alls þrettán lagafrumvörp á síðasta alþingi og hlutu tólf þeirra afgreiðslu. Hér verður reynt að kynna helstu atriði þeirra laga sem tengjast mest eiginlegum heil- brigðismálum, en sleppt er fernum lögum um breyting á lögum um al- mannatryggingar, tvennum lögum um breyting á lögum um eftirlaun til aldraðra svo og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. MEINATÆKNAR. Lög um meinatœkna, nr. 99/1980. Þessi lög kveða á um réttindi og skyldur meinatækna og eru þáttur í þeirri viðleitni heilbrigðisyfirvalda að tryggt sé að eingöngu þeir sem hafa kunnáttu til vissra starfa geti stundað þau. Samkvæmt lögunum hefur sá einn rétt til þess að vera Sett hafa verið iög um starfsréttindi meinatœkna. meinatæknir hér á landi, og kalla sig meinatækni, sem til þess hefur fengið leyfi heilbrigðisráðherra. Slík leyfi má aðeins veita þeim sem lokið hafa prófi frá meinatækna- deild Tækniskóla íslands eða hlið- stæðu viðurkenndu námi erlendis. Einnig er heimilt að veita tak- markað og/eða tímabundið starfs- leyfi öðrum sem eru í starfi þegar lögin öðlast gildi, þótt þeir uppfylli ekki þau skilyrði sem áður voru nefnd. Slík leyfi má þó aðeins veita að fyrir liggi umsögn Meinatækna- félags íslands, en leyfinu fylgir ekki réttur til þess að kallast meina- tæknir. FÆÐINGARORLOF. Lög um fœðingarorlof, breyting á lögum um ahnannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum, nr. 97/1980. Hverri konu sem á lögheimili á ís- landi verða nú tryggðar greiðslur í fæðingarorlofi, allt að því að vera fullar viðmiðunargreiðslur í þrjá mánuði og niður í þriðjung, og fer hlutfallið eftir atvinnuþátttöku. Fullar greiðslur nema nú 6.075 nýkr. á mánuði. Það skal undir- strikað að þær konur sem vinna heima njóta eins mánaðar orlofs. Faðir á rétt á fæðingarorlofi í stað móður, ef hún óskar þess, og má orlof hans nema allt að einum mánuði. Fæðingarorlof lengist um einn mánuð sé urn að ræða fleir- burafæðingu eða alvarlegan sjúk- leika barns, sem krefst nánari um- önnunar foreldris. Ættleiðandi 'foreldri, uppeldis- eða fósturfor- eldri eiga rétt á tveggja mánaða greiðslum (samsvarandi fæðingar- orlofi) vegna töku barns yngra en 5 ■ára. Tekið skal frant að opinberir starfsmenn, bankamenn og aðrir sem samið hafa um fæðingarorlof falla ekki undir þessi lög. HOLLUSTUVERND. Lög um hollustuhœtti og heilbrigðiseftirlit, nr. 50/1981. Þetta er ný heildar- löggjöf sem á að koma í stað laga frá 1969 með sama heiti. Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1982. Hér er um mjög viðamikinn lagabálk að ræða og verður sennilega fjallað nánar um hann í þessu tímariti síðar. Helstu nýmæli laganna eru eftir- farandi: 1. Lögin ná yfir alla starfsemi og framkvæmd sem haft getur í för með sér mengun lofts, láðs eða lagar, að svo miklu leyti sem slíkt er Ekki hafa verið í gildi nein heildarlög um ytri mengun, en nýju lögin um hollustuhœtti og heilbrigðiseftirlit eiga að bæta úr því. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.