Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 28
Mynd: Jóhannes Long ¥ KRABBAMEIXSFÉLAG ÍSLAXDS 30ARA Þátttakendur í pallhorðsumrœðum, ásamt stjórnanda. Talið frá vinstri: Davíð Oddsson horgarfulltrúi og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavík- ur; Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna; Adda tíára Sigfús- dóttir horgarfulltrúi; Stefán Jónsson alþingismaður og formaður Trygg- ingaráðs; Sigmar B. Hauksson stjómandi umræðnanna; Sigurður Björnsson lœknir, ritari stjórnar Krahhameinsfélags íslands; Hjörtur Hjartarson forstjóri, gjaldkeri stjórnar Krahhameinsfélags íslands; Guðmundur Jóhannesson yfirlæknir leitarstöð var Krahhameinsfélagsins; Gunnlaugur B. Geirsson yfirlæknir frumurannsóknastofu Krahhameins- félagsins. krabbameins og þeirra sem fengið hefðu sjúkdóminn. Hann ræddi einnig um hin víðtæku verkefni Krabbameinsfélagsins og kvað það skyldu heilbrigðisyfirvalda að styðja starf félagsins eftir mætti. Að hátíðarfundinum loknum voru pallborðsumræður um verk- efni Krabbameinsfélagsins í nútíð og framtíð. Þátttakendur voru átta, bæði frá félaginu og opinberum aðilum (sjá myndatexta). Á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, sem haldinn var að morgni 15. maí (á undan hátíðarfundinum) kom fram að starfsemin síðasta ár var með svipuðu sniði og áður. Sú breyting varð á stjórn félagsins að Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri var kosinn í stað dr. Friðriks Einarssonar yfirlæknis sem gaf ekki kost á sér, en hann hafði verið í stjórn síðan 1954. Aðalfundurinn samþykkti þá ályktun sem hér fer á eftir. -jr. ÁLYKTUN Aðalfundur Krabbameinsfélags ís- lands 1981 minnir á að mikið skortir á að viðunandi aðstaða sé til krabba- meinslækninga í landinu. Nýlega var tekin í notkun göngudeild fyrir lyfja- meðferð og eftirlit í húsnæði kvenna- deildar Landspítalans og hefur aðstaða til þeirrar starfsemi batnað verulega. Þá ber að fagna því að ákveðin hafa verið kaup á tölvustýrðum sneiðmyndatækj- um, en slík tæki hafa valdið straum- hvörfum í greiningu krabbameins og mati á árangri meðferðar. Aðalfundurinn leggur áherslu á að án tafar verði hafist handa um eftirtalin verkefni: 1. Stofnuð verði sérstök deild í krabbameinslækningum er hafi yfir að ráða a. m. k. 20 sjúkrarúmum fyrir sjúklinga í sérhæfðri krabba- meinsmeðferð. 2. Gengið verði frá kaupum á „simulator" sem er ómissandi tæki við undirbúning geislameðferðar og tryggir nákvæmni og öryggi slíkrar meðferðar. 3. Ekki verði lengur dregið að endur- nýja geislatæki í landinu. 1 því skyni er nauðsynlegt að fá hingað línu- hraðara, en með þeirri tækni verður meðferð margra krabbameina beinskeittari og jafnframt hættu- minni. Má með því komast hjá að senda fjölmarga sjúklinga utan til geislunar á ári hverju. Aðalfundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ráðamanna að þegar verði hafist handa við fyrir- hugaðar byggingaframkvæmdir á Landspítalalóð til að unnt verði að setja niður ofangreind tæki og taka þau í notkun. Loks minnir aðalfundurinn á að Is- land er vel fallið til grunnrannsókna á eðli og uppruna krabbameina og nauðsynlegt er að efla slíkar rannsóknir jafnframt því sem aðstaða til meðferðar er bætt. Heitir stjórnin því að stuðla að því að svo megi verða, enda er það í samræmi við stefnuskrá félagsins. □ Afmæliskveðja frá íslenska b in din dis félagin u Þið, sem læknið mannlífs mein, mörgum svölun finnið. Sú er óskin æðst og ein, að þið sigur vínnið. Tímamótum merkum á margt er gott til ráða. Aðra tigna tugi þrjá teflið horsk til dáða. Blessun guðs og gæfa fylgi öllum störfum ykkar. Jón Hj. Jónsson. 1951 - 27. JIJXÍ -1981 28 Fróttabróf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.