Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 26
Leitin að leghálskrabbameini byggist á skoðun frumusýna. Frá því fyrstu leitarstöðinni var komið á fót hefur Krabbameinsfélagið rekið frumurannsóknastofu í tengslum við leitarstöðvarnar, en að sjálfsögðu varð mikil aukning er Leitarstöð-B hóf starf sitt, því að leitin byggðist að verulegu leyti á frumurannsóknum. Áður styrkti Krabbameinsfélag Islands rann- sóknarfólk til að sækja menntun sína og starfsþjálfun til annarra landa fyrst en á því hefur orðið sú breyting að kennslan fer fram hér. Á síðustu árum hefur rannsókna- stofan í auknum mæli tekið við frumusýnum úröðrum líffærum en leghálsi, og er nú svo komið að þetta er eina frumurannsóknastof- an sem starfrækt er hér á landi. Er mikilvægt að rekstur hennar verði tryggður áfram og könnuð frekari not þessarar rannsóknaraðferðar við leit að krabbameini. Krahbameinsskráin vinnur, eins og nafnið bendir til, að skráningu krabbameina og hefur haldið ná- kvæmar skrár yfir fjölda meina síðasta aldarfjórðunginn. Úr- vinnsla þessara upplýsinga og ann- að rannsóknastarf hefur þó sífellt verið að aukast og eru þegar farnar að birtast athyglisverðar niður- stöður slíkra rannsókna í þekktum erlendum fræðiritum. Eins og kunnugt er býður landið okkar upp á ýmsa möguleika á þessu sviði sem erlendar vísindastofnanir kunna vel að meta. Hér hefur verið minnst á þrjá stærstu þættina í starfi Krabba- meinsfélags Islands, þ. e. leitar- starf, frumurannsóknir og krabba- meinsskráningu. En við gerum meira. Varðandi krabbameinslækningar má geta þess að félagið vann á sín- um tíma að því að keypt voru til landsins almenn geislalækninga- tæki, en síðar kobolt tæki, sem reynst hafa hornsteinn í geisla- meðferð við krabbameini hérlend- is. Við munum stuðla eftir mætti að frekari uppbyggingu krabbameins- lækninga á Landspítalanum. Ekki má gleyma þeim þætti sem margir telja að muni, þegar tímar líða, öðlast meiri sess heldur en nú, en það er heilbrigðisfræðslan. Krabbameinsfélag Islands hefur á eigin spýtur tekið að sér slíkt hlut- verk í formi vandaðs tímarits fyrir almenning „Fréttabréfs um heil- brigðismál", sem nýtur síaukinna vinsælda. Þar er fjallað um krabbamein en einnig önnur svið heilbrigðismála. Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur hefur hins vegar á hendi útgáfu fræðslurita um krabbamein og sér auk þess um fræðslu í skólum landsins um krabbamein. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu um skaðsemi reykinga. Það starf hefur borið ár- angur sem eftir hefur verið tekið. Reykjavíkurfélagið hefur einnig með höndum rekstur Happdrættis Krabbameinsfélagsins sem sífellt hefur verið að eflast þá rúma tvo áratugi sem því hefur verið haldið úti. Á þeim vettvangi er farið að nota nýtt slagorð samtakanna sem hljóðar svo: „Stuðningur ykkar er okkar vopn“. Þessi meitlaða setn- ing minnir á það að ef við fáum stuðning þjóðar og þings munum við geta beitt þeim vopnum sem tiltæk eru í baráttunni við krabba- meinið. Á hvern hátt við getum barist mun koma betur í ljós á næstunni. Dr. Gwmlaugur Snœdal er yfirlæknir á Kvennadeild Landspitalans. Hann var formaður Krabbameinsféiags Reykja- víkur frá 1966 til 1979 er Itann var kosinn formaður Krabbameinsfélags íslands. 24. desember ,^&°^E,NSVElAOSWS 1951 - 27. JÚNÍ -1981 26 Frétlabréf um HEILBRIGÐISMAL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.