Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 10
ekki falið öðrum aðilum með öðr- um lögum eða alþjóðasamþykkt- um. Ekki hafa verið í gildi nein heildarlög um svokallaða ytri mengun, en um innri mengun gilda nú lög frá 1980 um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 2. Ekkert sveitarfélag skal vera án viðhlítandi heilbrigðiseftirlits og þjónustu heilbrigðisfulltrúa. Heil- brigðisnefndir verða 47 í stað 224 eins og nú er. Ákvæði um nefnd- irnar, verksvið þeirra og ýmis framkvæmdaatriði eru mun ítar- legri en í eldri lögunum. 3. Sérstökum svæðisnefndum verður komið á fót, en þær skulu skipaðar formönnum heilbrigðis- nefnda á svæðinu. 4. Samkvæmt lögunum er nýrri stofnun, Hollustuvernd ríkisins, ætlað að hafa yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti, matvælaeftirliti, mengun og rannsóknum þessu tengdu, sjá um framkvæmdina og vinna að samræmingu. Stofnunin á að starfa í þremur deildum, ein skal annast heilbrigðiseftirlit, önnur rannsóknir og sú þriðja mengunar- varnir. Með þessu eru sameinaðar undir einni stofnun Heilbrigðis- eftirlit ríkisins, Matvælarannsóknir ríkisins og Geislavarnir ríkisins. Enn fremur skal stofnunin sjá um framkvæmd laga um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum. Eiturefnanefnd, Áfengisvarnaráð og Manneldisráð eiga að starfa innan stofnunarinnar og í mjög nánu samstarfi við hana. 5. I Iögunum eru miklu ítarlegri ákvæði en áður um valdsvið og þvingunarúrræði heilbrigðisnefnda og hvernig þeim skuli beitt. 6. Gert er ráð fyrir því að sveitar- félög geti sett samþykktir um ein- staka málaflokka, ef ástæða er til. EITUREFNI. Lög um breyting á lögum nr. 85/1968 um eiturefni og hœttuleg efni, nr. 19/1981. Breytter 14. grein laganna sem fjallar um skráningu eiturefna og hættulegra efna til sérstakra nota. Felld eru undir lögin svonefnd aflífunarefni. Nýmæli er einnig að skráningar- skylda er látin taka til hluta lífvera og örvera, séu þær notaðar sem plöntulyf, örgresisefni, stýriefni eða útrýmingarefni. Einnig getur ráðherra, að fengnum tillögum eiturefnanefndar, látið ákvæðin ná til skráningar eiturefna og hættu- legra efna sem ætluð eru til annarra nota, svo sem fúavarnarefna, fegr- unar- og snyrtiefna og lífrænna leysiefna. Til þessa var gripið vegna þess að veruleg aukning hefur orðið á notkun ýmissa efna og efnasambanda en það kallar á stóraukið eftirlit. Hafa þegar hlotist ÍREYKJAVI K )= Hafnarstræti 5 - Sími 29300 sólbtömaolía Inniheldur a.m.k. 67% fjölómettaðar fitusýrur Sólblómaolía er sérlega góö til steikingar, baksturs, í mayonnaise, alls konar salöt og dressinga. Sólblómaolía fæst í næstu matvöruverslun. (Esmjörlíki hf. 10 Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL. 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.