Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 7
Hug fötlun Grein eftir Magnús Magnússon Árið 1981 er ár fatlaðra. Líf þeirra fötluðu skal tekið til um- fjöllunar um allan heim að frum- kvæði Sameinuðu þjóðanna. Þegar þannig er staldrað við í rús tímans er sjálfsagt um það að ræða að eitthvað megi betur fara. Þá er fyrst af öllu að gera sér grein fyrir þeim vanda sem um ræðir. Það þarf að brjóta rnálin til mergjar, skoða hvem þátt fyrir sig, leita eðlis vandans, orsaka og afleiðinga. Eftir það er hægt að vonast til þess að besta fáanlega lausn komi í dags- ljósið. Orðin fötlun og fatlaður eru myndhverf orð, sem runnin eru af þeirri rót að vera í fatla. Sá sem er í fatla hefur ekki alla þá hæfni sem þeir hafa sem ekki eru í fatla. Þessi er viðmiðunin. Að vera fatlaður spannar bilið frá því að vera til flestra hluta hæfur, til að vera nær óhæfur til alls sem aðstæður krefj- ast. Orsakirnar eru ýmsar. Öll þjóðfélög skiptast í stórum dráttum í meirihluta og nokkra misstóra minnihlutahópa. Meiri- hlutinn ræður gerð samfélagsins í höfuðdráttum og þá um leið því hver staða minnihlutans er. Það lætur að líkum að gerð samfé- lagsins miðast fyrst og fremst við þarfir meirihlutans. Sá sem fellur ekki að þessari þjóðlífsmynd er fatlaður á einn eða annan hátt. Sum samfélög láta hér við sitja, og láta tilviljun ráða hvernig fötluðum famast. Önnur breiða yfir vand- ann, með því að koma hinum fötl- uðu fyrir á lítið áberandi stöðum. Enn önnur samfélög reyna að leysa rnálin, með stuðningi til aðlögunar að samfélagi fjöldans, eða aðlögun samfélagsins að hinum fatlaða hópi. Við hér á þessu landi erum í síðasttalda hópnunt. Þessi afstaða til minnihlutahópanna hefur i för Drengir úr Öskjuhlíðarskóla vinna að verkefni í heiisufraði. með sér ótal vandamál sem verður að leysa. Eins og áður er að vikið er fötlun margvísleg, en aðalhugtökin eru tvö í þessu sambandi, hvort með sína undirflokka. í fyrsta lagi er um líkamlega fötlun að ræða. Hún er í flestum tilvikum nijög áþreifanleg og aug- Ijós. Hér eru undirflokkarnir sjón- skerðing, heyrnarskerðing og hreyfihömlun. Orsakir geta verið erfðaeiginleikar, sjúkdómar eða slys, og afleiðingarnar nær því al- gjör lörnun eða minni háttar helti, og allt þar á rnilli. í öðru lagi er um andlega fötlun að ræða. Hún er oft ekki eins aug- ljós við fyrstu sýn, en er engu að síður jafnmikil staðreynd. Hér er þó nauðsynlegt að greina á milii tveggja höfuðorsaka, geðsýki ann- ars vegar og greindarskerðingar hins vegar. Hvoru tveggja veldur fötlun en þó sitt með hvorum hætti. Sú fötlun sem ég geri hér að unt- ræðuefni er greindarskerðing, ég vildi gjarnan nefna það hyggju- Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 7 Mynd: Efc'n EH

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.