Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 31
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLAADS 30ÁRA LEGHÁLSKRABBAMEIN Árleg tíðni á íslandi miðað við 100.000 25.1 1964 • Hafin leit að krabbameini í leg- hálsi (leitarstöð B). Stöðin var formlega opnuð 29. júní í húsi félagsins við Suðurgötu. Eldri leit- arstarfsemi (leitarstöð A) var í október flutt úr Heilsuverndar- stöðinni. • Veittur framhaldsstyrkur til krabbameinsrannsókna. Verða rannsakaðar fæðuvenjur í Skaga- fjarðarsýslu (þar sem magakrabba- mein er algengt) og Rangárvalla- sýslu (þar sem það er sjaldgæft). Einnig verður reyktur matur efna- greindur. Samkvæmt athugun á dánarvottorðum 1941—60 reynd- ust dauðsföll af völdum maga- krabbameins hlutfallslega mun færri hjá sjómönnum en bændum. • Lög félagsins endurskoðuð. Meirihluti fundarmanna á aðal- fundi var andvígur því að breyta nafni félagsins í Krabbavernd eða Krabbavarnarfélag. 1965 • Erlendur styrkur veittur til áframhaldandi rannsókna á maga- krabbameini. 1966 • í samvinnu við kvenfélög víða um land voru haldnir 27 fræðslu- fundir um krabbamein. Um 300 manns sóttu fjölmennasta fundinn. 1967 • Leitarstöð A hafði starfað í tíu ár. Þar var tekið á móti fólki sem taldist heilbrigt en óskaði að láta rannsaka sig með sérstöku tilliti til krabbameins. Krabbamein fundust hjá 13 af þeim 4520 einstaklingum á aldrinum 15—86 ára sem komu til skoðunar 1957—66. Hins vegar fengu aðeins 8% þátttakenda enga sjúkdómsgreiningu. • Leitarstöð C tók til starfa. í henni voru skoðuð meltingarfæri valinna hópa úr A-stöðinni. Annars vegar var gerð speglun á ristli og endaþarmi (proctosigmoidoscopi), en hins vegar magamyndataka hjá þeim sem voru með sýrulausan maga. 1968 • Við rannsóknir á krabbameins- valdandi efnum í íslenskum mat- vælum kom í ljós að ef svið voru sviðin við kolaloga eða olíu fannst mikið af „3/4 benspyren" í þeim en var vart mælanlegt ef notaður var gaslogi. Kjöt sem var harðreykt að sveitasið virtist mjög ríkt af þessu hættulega efni, en nær ekkert fannst í því kjöti sem reykt var í nútíma reykhúsi. 1969 • Oddfellowar, Krabbameinsfé- lagið o. fl. gáfu Landspítalanum Kóbalt-geislalækningatæki að verðmæti um 6 milljónir króna. • Leit að leghálskrabbameini náði til alls landsins. 1970 • Á alþjóðlega heilbrigðisdaginn, 7. apríl, var frætt um krabbamein, í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. • Húsið Suðurgata 24 keypt. 1971 • Bann við tóbaksauglýsingum varð að lögum, en Krabbameins- félagið hafði barist fyrir því í mörg ár. 1972 • 1 árslok var hætt rekstri leitar- stöðvar A. 1973 • Leit hófst að brjóstakrabba- meini meðal þeirra kvenna sem komu í leghálsskoðun í leitarstöð B. 1974 • Hafin samvinna milli Krabba- meinsskrárinnar, Alþjóða krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar í Lyon í Frakklandi, Erfðafræði- nefndar og Rannsóknastofu Há- skólans um fjölskyldurannsóknir á brjóstakrabbameini. • Bjarna Bjarnasyni, fyrrverandi formanni Krabbameinsfélags ís- lands, veittur heiðurspeningur Norræna krabbameinssambands- ins. 1975 • Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- 1951 - 27. JÉAÍ -1981 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.