Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 4
Nauðsynlegt að auka leit að brjóstakrabbameini Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins í konum sem mest hefur aukist síðustu ár, og hefur reyndar verið algengust a. m. k. síðan krabba- meinsskráning hófst. Árlega greinast nú 70—80 konur með þennan sjúkdóm. Þetta krabbamein er nú þrisvar sinnum algengara en lungna- og maga- krabbamein, sem eru í öðru og þriðja sœti hjá kon- um, og sex sinnum algengara en leghálskrabba- mein. Hér á landi deyr tíunda hver kona sem fengið hefur brjóstakrabbamein innan árs en sextíu af hundraði lifa i fimm ár. Lífslíkur hafa þó aukist verulega síðustu árin en betur má ef duga skal. Það er mikil þörf á að neyta allra tUtœkra ráða til þess að flýta greiningu þessa sjúkdóms. Síðan 1973 hafa allar konur sem komið hafa í leitarstöð Krabbameinsfélagsins jafnframt fengið brjóstaskoðun og vissir áhœttuhópar hafa einnig verið sendir i brjóstamyndatöku (mammografitt). Árlega eru skoðaðar í hópskoðunum á öllu landinu um 12 þúsund konur, sem er fjórðungur allra kvenna í aldursflokkunum 25 — 70 ára, og á síðustu árum hefur þriðjungur til fjórðungur allra brjósta- krabbameina verið greindur við Itópskoðanir. A síðasta ári, 1980, voru þannig greind 25 brjósta- krabbamein við hópskoðun af 76 sem greindust það ár á öllu landinu. Nauðsynlegt er að neyta allra ráða sem vitað er að leiða til fyrri greiningar á brjóslakrabbameini. Reglubundin sjálfsskoðun stuðlar oft að því að konur koma fyrr til skoðunar. Þess vegna er ástœða til að auka áróður fyrir sjálfsskoðun brjóstanna og taka upp skipulega kennslu í þeirri aðferð. Beita ber brjóstaástungum til frumurannsókna í enn rík- ara mœli en nú er gert. Krabbameinsfélagið þyrfli að koma upp aðstöðu til að reyna þœr rannsókn- araðferöir sem þykja vœnlegar til greiningar á brjóstakrabbameini. Skipulegar brjóstamyndatökur (mammografia) á eins til tveggja ára fresti á öllum konum yfir fertugt hafa í Svíþjóð og víðar flýtt greiningu á brjóstakrabbameini og sömuleiðis hefur orðið veruleg minnkun á meðalstœrð œxlanna. Flest bendir því til að þessi rannsókn sé virk til að auka batahorfur sjúklinganna. Breytingar á tíðni átta algengustu krahhameina meðal íslenskra kvenna, iniðað við 100.000 (aldursstaðlað). Árið 1980 voru greind 317 krabbamein í konum, þar af 77 brjóstakrabhaniein og 26 í lungum, en ekki nema 7 í legliálsi. Byggt á upplýsingum frá Krahbameinsskránni. Ég tel að taka eigi upp brjóstaskoðanir með mammografiu á öllum konum 35 ára og eldri, annað hvert ár. Yrði byrjað á Reykjavikursvœðinu og konur á landsbyggðinni rannsakaðar á sama hátt, samtimis og leghálsleitin vœri framkvœmd. Það er ánœgjulegt til þess að vita að heilbrigðis- yfirvöld hafa sýnt þessu máli áhuga. Fljótlega verður skipuð nefnd til að gera tillögur um skipit- lega leit að brjóstakrabbameini, með röntgen- myndatökum. Með það í Iniga Itve margar konur deyja úr brjóstakrabbameini er Ijóst að allt verður að gera sem unnt er til að flýta greiningu meinsins og auka þannig lífslíkurnar. 4 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.