Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 28
Heilsugieslustöðin í Borgarnesi er í rúmgóðu húsnœði sem er sambyggt við dvalarheimili aldraðra. Húsið teiknaði Rugnar Emilsson arkitekt, en það var tekið í notkun 1975. einni stöðu læknis og jafnvel ann- arra starfsmanna. Heilsugæslu- stöðin er á tveim stöðum í sjúkra- húsinu, eldri hlutanum og í hinni nýju álmu. í eldri hlutanum hefur hún tvær litlar stofur með gangi á milli. Þar er allt ungbarnaeftirlit, þar er móttaka hjúkrunarfræðinga, heimilishjúkrun skipulögð, og þar starfa sérfræðingar í lækningum, er þeir koma frá Reykjavík öðru hverju. Biðstofa fyrir þessa starf- semi er annað af tveim anddyrum sjúkrahússins. Heilsugæslulækn- arnir tveir hafa hins vegar mót- tökustofur sínar í nýju álmunni, svo að starfsemi stöðvarinnar er dreifð um húsið. Rannsóknir, röntgen- þjónustu, síma- og aðra afgreiðslu sækir stöðin til sjúkrahússins. Þar fer og fram öll mæðraskoðun og slysaþjónusta. Það er mjög erfitt að segja til um hversu mikið af hús- næði sjúkrahússins má reikna heilsugæslunni, en þau herbergi er heyra henni til og upp hafa verið talin eru um 70 fermetrar. Við stöðina starfa tveir læknar, hjúkr- unarfræðingar i rúmlega tveimur stöðum, ritari og aðstoðarstúlka í fjórðungs stöðu. Nú munu Skaga- menn og aðrir stjórnendur stöðv- arinnar eitthvað vera farnir að hugsa til hreyfings með smíði heilsugæslustöðvar, er líklega yrði sambyggð sjúkrahúsinu. Ætti þá að rætast úr þrengslum þessara sam- býlinga beggja. Borgarnesumdœmi: Borgarnes (H2). Starfssvæði: Borgarneshreppur, Borgarhreppur, Álftaneshreppur, Hraunhreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahrepp- ur, Andakílshreppur, Skorradals- hreppur, Lundarreykjadalshrepp- ur, Reykholtsdalshreppur, Hálsa- hreppur, Hvítársíðuhreppur, Þver- árhlíðarhreppur, Norðurárdals- hreppur og Stafholtstungnahrepp- ur. Ibúatala starfssvæðisins er 3642, þar af eru 1619 í Borgarnesi. Heilsugæslustöð í Borgarnesi hóf starfsemi sína í nýjum húsakynnum í október 1975, en stöðin var form- lega vígð 10. janúar 1976. Þá höfðu læknar flutt starfsemi sína úr gamla læknisbústaðnum, og þá voru fyrstu hjúkrunarfræðingarnir ráðnir til heilsugæslustarfa. Hús- næðið er mjög veí rúmt, tvær hæðir og kjallari. Hvor hæð um sig er rúmlega 400 fermetrar, kjallarinn um 180 fermetrar eða húsnæðið allt rúmlega 980 fermetrar. Á fyrstu hæð stöðvarinnar er afgreiðsla ásamt símaþjónustu og rúmgóðri biðstofu. Þá eru þar þrjár mót- tökustofur lækna ásamt þrem skoðunarstofum, móttökustofur hjúkrunarfræðinga og skoðun, að- gerða- eða slysastofa, röntgenstofa með framköllunaraðstöðu, rann- sóknastofur tvær og kaffistofa starfsfólks. Á efri hæðinni er að- staða fyrir ungbarnaeftirlit, hóp- skoðanir, og þar er húsnæði fyrir tvo tannlækna og tannsmið. Bið- stofa er þar einnig, skrifstofa fram- kvæmdastjóra og fundarher- bergi/kennslustofa. Sæmileg að- staða er fyrir sjúkraþjálfun í stöð- inni, en enginn sjúkraþjálfari í starfi. Starfsmenn stöðvarinnar eru þrír læknar, framkvæmdastjóri, hjúkrunarfræðingar í tveim stöð- um, ljósmóðir í hálfri stöðu, ritari, stúlka við símavörslu og aðra af- greiðslu, og húsvörður, sem auk þess ekur sjúkrabilunum og sér um þá. Heilsugæslustöðin rekur tvo sjúkrabíla, en þeir eru í eign Rauða krossins. Að Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi standa fimmtán sveit- arfélög, þar af eru tveir hreppar úr Hnappadalssýslu. Á svæði stöðvar- innar eru níu skólar. Þeir eru í Borgarnesi, Laugagerði, Bifröst, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Reykholti. Þá er gistiþjónusta mikil í héraðinu og fjöldi sumarbústaða. Hótelrekstur er í Bifröst, Borgarnesi, Hreða- vatni, Varmalandi og Húsafelli. Sumarbústaðasvæði eru óvenju mörg og stór, má þar nefna Mun- aðarnes, Svignaskarð, Hreðavatn og Skorradal. Aðkomufólk er því margt, bæði sumar og vetur, enda fegurð Borgarfjarðar rómuð. En þessi viðbótarfólksfjöldi kallar á mikla og tímafreka heilsugæslu á stöðinni sjálfri og frá henni. Kleppjárnsreykir (H). Heilsu- gæslustöðin á Kleppjárnsreykjum þjónar uppsveitum Borgarfjarðar Á Kleppjárnsreykjum hefur læknir úr Borgarnesi móttöku tvisvar í viku. Húsnœðið er gamalt og lítið. 28 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.