Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 9
 * J lSíí m RÍ II: J t iII'HpJ -íaifcð Of langur vinnu tími? Grein eftir Ólaf Ólafsson Það hefur lengi verið ríkjandi skoðun að lengd vinnutíma hefði áhrif a líðan og heilsu fólks. Með það í huga var safnað upplýsingum um vinnutíma o. fl. í hóprann- sóknum Hjartaverndar. Nýlega hafa niðurstöður um þessi atriði verið birtar,') og kemur þar margt athyglisvert fram. f rannsókn Hjartaverndar 1967-68 kom í ljós að 59% af 34 ára til 61 árs körlum á höfuðborg- arsvæðinu unnu 55 klst. eða lengur á viku. Sambærilegar tölur fyrir Danmörku eru 14% (1961 — 62) og í Svíþjóð unnu aðeins 11% svona lengi (I974).3> Meðalfjöldi vinnu- stunda á viku var 53 hér á landi áriri 1967—68. Sex til níu árum síðar (1974—76) kom sami hópur í rannsókn aftur og þá hafði áður- nefnt hlutfall minnkað í 50% og vinnutíminn styst, var þá 50.4 stundir.2) Þessi breyting stafar að sumu leyti af þvi að þá var rann- sóknarhópurinn orðinn eldri, en menn virðast minnka við sig vinnu með aldrinum, eins og sjálfsagt er. I seinni rannsókninni reyndust sjó- menn vinna 54 stundir, iðnaðar- menn 52, skrifstofufólk 49 og kennarar 48 stundir, svo að nokkur dæmi séu tekin. Meðaltalið, 50.4 stundir á viku, er þó tíu til fimmtán klukkustundum hœrra en í nálœg- um löndum. Hér á landi er talið sjálfsagt að fólk húi vel og jafnvel hetur en í ná- grannalöndunum. Hins vegar er vinnutíminn 40—50 klst. lengri á ntánuði heldur en í þessum löndunt. Nú er verið að rannsaka áltrif langs vinnutíma á heilsufar, en svo virðist sem meira heri á fjarvistum vegna langvinnra sjúkdóma hjá erfiðis- vinnufólki en öðrunu Til þess að einfalda og auðvelda samanburð á milli starfsstétta var atvinnugreinum skipt í þrjá flokka í Hjartaverndarrannsókninni: A, þeir sem vinna störf sem krefjast frekar huglægrar vinnu en líkarn- legrar áreynslu; B, þeir sem vinna við ýmiss konar þjónustu-, af- greiðslu- og eftirlitsstörf og stunda líkamlega létta iðn; C, þeir menn, faglærðir og ófaglærðir (þ. á m. HLUTFALLSLEGUR FJÖLDI ÞEIRRA SEM VINNA 55 KLST. EÐA LENGUR Á VIKU Svíþjóð" Danmörk** Island*** Island**** 1974 1961—62 1967 — 68 1974—76 11% 14% 59% 50% * Karlar, allir aldursflokkar. ** Karlar, 20—75 ára, borgir og bæir. *** Rannsókn Hjartaverndar, höfuöborgarsvæöiö. karlar 34 ára—61 árs. **** Sami hópur, þá oröinn 40—69 ára. Fréltabréf um HEILBRIGÐISMAl 3/1981 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.