Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 10
LENGD HEILDARVINNUTÍMA EFTIR STARFSGREINUM Rannsókn Hjartaverndar á 34 ára—61 árs körlum á höfuðborgarsvæðinu 1967 — 68 Vikulegur vinnutími A Huglæg vinna B Þjónustu- störf c Erfiðis- vinna 25 klst. 3.7% 1.2% 1.2% 45 klst. 45.0% 50.2% 24.2% 55 klst. 41.5% 40.0% 60.4% 65 klst. 8.1% 7.0% 12.8% Óvisst 1.7% 1.6% 1.4% 55 klst. eða lengur 49.6% 47.0% 73.2% margir smáatvinnurekendur), sem vinna tiltölulega erfið líkamleg störf, Um 73% erfiðisvinnumanna (C) unnu í 55 klst. eða lengur á viku (aðalvinnu, eftirvinnu og auka- vinnu), en 47—50% í hinum hóp- unum (A og B)'> Svo virðist sem menn þurfi að bceta sér upp minni menntun með lengri og erfiðari vinnu. Þeir sem vinna lengst (C) þreyt- ast fyrr en hinir, fá oftar höfuðverk og meira cr um langtíma fjarvistir. Mun fœrri úr þessum hóp stunda íþróttir heldur en úr hinum (A 44%, B 26%, C I4%) og þeir reykja meira. Hins vegar taka færri úr erfiðis- vinnuhópnum lyf reglulega (A I8%, B 17%, C I2%), þeir leita minna til læknis og liggja sjaldnar á sjúkrahúsum. Eðli málsins sam- kvæmt vinnur C hópurinn minna af andlega erfiðum störfum og streita er því ekki eins algeng hjá þeim. Hafa ber í huga að mennlun virðist ráða nokkru um heilsufar. Þeir sem eru í C hóp hafa styttri skólagöngu en hinir, en víða er- lendis reynast menntamenn neyta minna áfengis og reykja minna en þeir sem hafa lítið verið í skóla. Samkvæmt erlendum rannsókn- um má ætla að þeir sem vinna erfið störf (C-flokkur hér) lifi ekki eins lengi og þeir sem vinna léttari störf (A- og B-flokkar hér). Munurinn á dánartíðninni á starfsaldri er t. d. mikill í Englandi eftir starfsflokk- um en minni í Noregi, en þó greinilegur. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar benda til að aukastarf minnkað úr 31% (I967-68) í 19% (1974-76), en á sarna tima eru hliðstæðar tölur frá starfsævi C hópsins gæti orðið styttri því að miklar fjarvistir gefa vísbendingu um „króníska" sjúk- dóma. Þarna getur erfiðisvinnan haft meiri áhrif en lengd vinnu- timans og einnig getur lífsstíllinn haft sitt að segja. Það er heldur ekki ljóst hvernig menn veljast í hópana í byrjun, en þessu verður reynt að gera skil síðar og jafnframt því að töluverður munur er milli stétta á aðbúnaði (húsnæði, bílaeign o. fl.). Þá má geta þess að mjög langur vinnutími hlýturað bitna allharka- lega á fjölskyldulífinu. Tími til samveru á heimili og í frístundum minnkar og þar við bætist að konur eru farnar að vinna meira utan heimilis heldur en gengur og gerist í náiægum löndum. Þar að auki er útivinna mæðra mikil. Nú munu um 70% kvenna á þrítugsaldri á höfuðborgarsvæðinu starfa í hluta- eða heildarstarfi utan heimilis,4* en það er hærra hlutfall en gerist í ná- grannalöndunum. Að vísu þekkjum við ekki vandamál sem er algengt þar, en það er hvernig eyða eigi löngum frítíma. Kostir þess virðast vera nokkrir. I aldursflokknum 40—61 árs hefur fjöldi þeirra sem vinna Svíþjóð óbreyttar (um 7%). Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á nokkrunr stað- reyndum um vinnutíma Islendinga og hugsanleg áhrif á lífskjör, heilsufar og fjölskyldulíf. Margar leiðir gætu verið til að stytta óhóf- lega langan vinnutíma sumra starfshópa, svo sem meiri launa- jöfnun. Mikill dýrmætur tími fer í það að koma sér upp húsnæði og þess vegna væri til bóta ef fólki yrði gert auðveldara að eignast þak yfir höfuðið. Heimildir: 1. Ólafur Ólafsson og Haukur Ólafsson: Hóp- rannsókn Hjartaverndar 1967— 68. Félagslæknis- fræðileg rannsókn meðal karla á aldrinum 34—61 árs á Reykjavíkursvæðinu. Bók I—II (A XIV, A XVI). Hjartavernd 1980. 2. Hjartaverndarskýrsla um vinnutíma og áhrif streitu meðal 40— 69 ára karla 1974— 76. í vinnslu. 3. Levnadsforhállanden. Rapport 6. Statistisk Centralbyroen. Stockholm 1977. 4. Rannsókn Jafnréttisráðs, birt á norrænu félags- málaþingi 1981. 5. Ólafur ólafsson: Upplýsingar úr Hjartavernd- arskýrslu XXI. birtar á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands, 7. mars 1981. Ólafur Ólafsson er sérfrœðingur i lyf- tœkningum, hjartasjukdómum og emb- œttislœkningum. Hann var yfirlœknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar frá 1967 til 1972, en þá tók hann við embœtti landlœknis. Ólafur er lektor i félags- lcekningum við lœknadeild Háskóla Is- lands. VINNUTÍMI NOKKURRA STARFSHÓPA skv. rannsókn Hjartaverndar 1974 — 76 á 40 ára tíl 69 ára körlum á höfuðborgarsvæðinu Meðalfjöldi vinnustunda á viku Hundraöshlutfall þelrra sem unnu 55 klst. eða lengur Hlutfallslegur fjöldl sem vann í aukastarfi Streita* Sjómenn . 54.0 klst. 87.3% 5% 14% Vörubílstjórar . 51.6 klst. 61.6% 14% 23% Iðnaðarmenn (léttur iðn.) .. . 51.5 klst. 59.3% 20% 33% Stóratvinnurekendur . 51.4 klst. 62.2% 21% 47% Leigubílstjórar . 51.3 klst. 62.4% 10% 29% Smáatvinnurekendur . 50.9 klst. 64.9% 21% 32% Kaupsýslumenn . 50.8 klst. 55.5% 22% 39% Erfiðisvinnumenn . 50.6 klst. 59.9% 9% 22% Iðnaðarmenn (þungur iðn.) . 50.6 klst. 54.3% 14% 18% Iðnverkamenn (ófagl.) . 49.3 klst. 41.3% 14% 29% Skrifstofu- og verslunarm. . . 49.3 klst. 36.6% 21% 29% Háskólamenn . 48.6 klst. 37.1% 24% 41% Kennarar í grunnskólum ... . 48.0 klst. 36.2% 52% 47% Bókarar og gjaldkerar . 47.5 klst. 25.2% 21% 29% * Andlega erfiö vinna, einkenni um magasár eöa magabólgur, taka taugaróandi lyf og svefnlyf /’ 10 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.