Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 22
hverju þúsundi íbúa. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að skráning veikra var mjög ófull- komin, t. d. eru skráðir sjúklingar í Reykjavík um þrjú þúsund, en héraðslæknir taldi að um tíu þús- und hefðu veikst. íbúar Reykjavík- ur voru þá 15328. í skýrslum töldu tveir aðrir læknar að 80—90% íbúa í sínum héruðum hefðu veikst. Þeir sem sýkst höfðu vorið 1918 sluppu flestir í annarri bylgjunni. í marsmánuði 1919 kom þriðja bylgjan. Var hún fyrst framan af talin vera önnur kvefsótt (bronchi- tis og bronchopneumonia) og skráð þannig í farsóttaskýrslum. Breidd- ist veikin um mest allt landið á tveimur mánuðum. Veikin lagðist framan af nær eingöngu á börn, en eftir því sem á leið sýktust fleiri fullorðnir, sérstaklega í þeim hér- uðum sem sluppu við hina upp- runalegu spánsku veiki. Skráðir voru 4182 sjúklingar, sem er sjálf- sagt of lág tala, og 91 dó. Upphaf þessa faraldurs er fremur óvenju- legt miðað við inflúensu, og einnig ólíkt því sem gerðist erlendis í þriðju bylgjunni. Vissulega bendir þó hin hraða útbreiðsla sjúkdóms- ins til inflúensu. Frá því að svínainflúensuveira uppgötvaðist hefur hún að mestu haldið sig í svínum. Það vakti því verulega athygli þegar svínainflú- ensufaraldur kom upp hjá her- mönnum í Fort Dix herstöðinni í New Jersey í Bandaríkjunum í janúar og febrúar 1976. í Fort Dix veiktust ellefu manns og einn lést. Það kom í ljós við mótefnamæl- ingar að um 500 manns höfðu sýkst. Ekki tókst að sýna fram á beint samband milli þeirra sem sýkst höfðu og svína. Var því ljóst að nú hafði smit gengið frá manni til manns. Við þessar fréttir urðu menn uggandi og var talin hætta á stórum faraldri, sem gæti orðið lík- ur spánsku veikinni. Að sjálfsögðu er alltaf hætta á meiri háttar inflú- ensufaraldri þegar nýtt afbrigði af inflúensuveiru kemur upp. Hér á landi var ákveðið, að frumkvæði landlæknisembættisins, að gera könnun á magni inflú- ensumótefna í blóði íslendinga. Hafði Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælst til þess að slíkar mótefna- mælingar færu fram sem víðast ár- ið 1976. Alls var safnað 1405 blóð- sýnum frá 12 stöðum á landinu. Um niðurstöðurnar má segja í stuttu máli að þó að tæp sextíu ár væru liðin síðan spánska veikin var hér á ferðinni, mátti glöggt sjá enn á mótefnum fólks hvar sú veiki hafði komið og hverja hún hafði sýkt. Einnig var greinilegt að skyldar veirur höfðu náð að sýkja fólk næstu tíu ár á eftir stórfaraldr- inum 1918. Það kom á óvart hversu mikil mótefni fundust enn gegn svínainflúensuveiru í blóði þess fólks sem fætt var fyrir faraldurinn 1918 og hafði verið búsett þar á landinu sem spánska veikin geis- aði. Aldursdreifing mótefna gegn svínainflúensuveiru var allt önnur en aldursdreifing mótefna gegn nýjustu A- og B-stofnum inflú- ensuveiru. Auk hins beina fræðilega gildis sem slík athugun hefur, geta nið- urstöður hennar komið að gagni við ákvörðun um forgangshópa við bólusetningu, ef til kemur og ef bóluefni er af skornum skammti. HEILUN Lýsi hefur löngum verið einn helsti heilsugjafi Islendinga A-vítamín þess skerpir sjónina. D-vítamínid styrkir beinvefi. Fjölómettadar íitusýrur lýsisins eru æskileg næring bæði ungum og öldnum. Nú eru einnig á bodstólum lýsisperlur, bragðlausar og fullar af íersku, fljótandi lýsi. 22 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1901

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.