Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 14
Myndir: Gun lyfjaformið, sem framleitt er úr ákveðnu lyfjaefni, þurfi endilega að vera besta lyfjaformið. Miklar rannsóknir og sífelldar nýjungar í ýmsum þáttum lyfjaframleiðslu verða til þess að fram koma ný hjálparefni og nýjar framleiðslu- aðferðir, sem nota má við seinni umbætur á lyfjaformum úr þekkt- um lyfjaefnum. Rannsóknir Framleiðsla fullgerðra lyfja úr lyfjaefnum byggist á rannsóknum og þróunarvinnu við stöðlun fram- leiðslu. Við framleiðsluna verður síðan að vera virkt eftirlit á öllum framleiðslustigum og á sjálfu lyfja- forminu. Ef brestur verður á þessu er engin trygging fyrir því að hlut- aðeigandi innlend lyf séu jafngild samsvarandi erlendum sérlyfjum í verkun. Veigamikill liður í rannsóknum á lyfjum er mat á aðgengi þeirra í mönnum í samanburði við þekkt lyf með sama lyfjaefni. I þessum rannsóknum er leitast við að meta hvort lyfin komist í sambærilegu magni inn í blóð þeirra, sem lyfj- anna neyta. Hér er augljóst að samvinna verður að vera milli hins opinbera og lyfjaframleiðenda og þörf er á því að í lög komi ákveðnar reglur um lyfjatilraunir á mönnum. I Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Islands er deild sem annast ákvarðanir á blóðsýnum er berast frá sjúkrastofnunum og læknum. Þessi deild hefur tekið að sér að annast frásogsrannsóknir á mönnum með innlend lyf í saman- burði við erlend lyf. Á sjúkrahúsum hefur einnig verið unnið að slíkum rannsóknum og þarf að bæta að- stöðu þeirra til þess að fást við klíniskar rannsóknir á lyfjum. Mikilvægt er að efla Rannsókn- arstofu í lyfjafræði svo og rann- sóknarstofu í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands, þannig að þær geti tekið að sér grundvallarrann- sóknir sem nýtist íslenskum lyfja- iðnaði. Skyldur ríkisins Ríkið hefur miklum skyldum að gegna í viðleitni til þess að efla innlendan lyfjaiðnað og verður nú getið þeirra helstu. • Innlendur Iyfjaiðnaður veitir landinu öryggi með lyfjabirgðum. • Innlendur lyfjaiðnaður veitir er- lendum lyfjaframleiðendum sam- keppni og stuðlar að því að halda lyfjaverði innan sanngjarnra verð- lagsmarka. • Innlendur lyfjaiðnaður sparar þjóðinni verulegan gjaldeyri. • Innlendur lyfjaiðnaður eykur innlenda þekkingu á sviði lyfja- rannsókna og lyfjaframleiðslu og skapar íslenskum rannsóknar- stofnunum frekari möguleika á hagnýtum rannsóknarverkefnum. • Innlendur lyfjaiðnaður getur tekið við auknum mannafla bæði með og án sérþekkingar. • Innlendur lyfjaiðnaður er hag- kvæmari en ýmis annar iðnaður, þar sem ekki er um að ræða mikla hráefnisflutninga til landsins og framleidd er háþróuð og dýr vara. • Innlendur lyfjaiðnaður getur í framtíðinni orðið vísir að útflutn- ingi lyfja. • Innlendur lyfjaiðnaður gefur innlendum umbúðaframleiðend- um aukna sölu. • íslensk stjórnvöld tapa engum tolltekjum þó að þau styðji inn- lendan lyfjaiðnað. Á íslenskum lyfjamarkaði er fjöldi erlendra lyfja, sem á tiltölu- lega stuttum tíma er hægt að staðla og hefja framleiðslu á hér á landi með tækjakosti sem að mestu leyti er til staðar nú þegar. Hér er um nægilega stóran markað að ræða til þess að hægt sé að leggja í nauð- synlegan kostnað og verðlag þess- ara erlendu lyfja er þannig að inn- lendur lyfjaiðnaður hefur góða samkeppnismöguleika. Samræmt átak Hvernig til tekst með þessi verk- efni er að verulegu leyti háð þvi hvort á skynsamlegan hátt tekst að samræma átak innlendra lyfja- framleiðenda til eflingar innlend- um lyfjaiðnaði. Þörf er frekari stefnuniörkunar ríkisvalds um hvern hlut það ætlar sér á þessu sviði og hver afskipti það hyggst hafa af lyfjaiðnaði með lánum eða fjárframlögum. Verði vel að málum staðið á lyfjaiðnaður að geta orðið mikil- væg atvinnugrein á íslandi og með hóflegri bjartsýni má vænta þess að hér verði síðar hægt að framleiða lyf til útflutnings. Guðmundur Steinsson lyfjafrœðingur hefur starfað við lyfjaframleiðslu hjá Pharmaco hf síðan 1964 og er nú deild- arstjóri lyfjaþróunardeildar. 14 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.