Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 5
Tetkning Jónas Ragní Arangursrík barátta vid af leiéingar rauðra hunda Frá miðju ári 1978 lil jafnlengdar 1979 gekk hér á landi faraldur rauðra hunda. Afleiðingar sambœrilegra faraldra á síðustu áratugum hafa veriðpœr að fœðst hafa mörg börn, jafnvel tugir, með sköddun á heyrn, sjón o. fl. En nú bregður svo við að ekki er vitað um nema tvö börn sem beðið hafa tjón af þessum ástœðum vegna síðasta faraldurs. En hvað veldur? Óncemisaðgerðir, fóstureyðingar eða hvað? Reynl verður að varpa ljósi á nokkur atriði þessa máls hér á eftir. SJÚKDÓMURINN. Upphaf- lega voru rauðir hundar (rubella, german measles) taldir eins konar millistig skarlatsóttar og mislinga. Um miðja átjándu öld er þeim fyrst lýst sem sérstökum sjúkdómi. Á fyrsta hluta tuttugustu aldar var sagt frá ýmsum hliðarverkunum svo sem liðverkjum og heilabólgu. Árið 1938 var sýnt fram á að orsök rauðra hunda er veira. Afstaðan til rauðra hunda gjörbreyttist svo árið 1941 þegar uppgötvuð voru áhrif á fóstur: blinda, heyrnarleysi, hjartagallar og andlegur vanþroski. Ekki tókst þó að einangra veiruna fyrr en árið 1962. Eftir það voru fundnar aðferðir til að athuga ónæmisástand fólks. Algengast þessara prófa (HI) er síðan 1967. Bóluefni var fyrst leyft árið 1969, og er það lifandi, veikluð veira. FARALDRAR. Greining á rauðum hundum var óörugg fram- Veiran sem veldur rauiium hundum er linattlaf’a, um 50— 74 nanómetrar (milljörðustu hlutar úr metra) í þver- mál, með hjúp sem í er lípíð og RNA. an af. Sjúkdómsins er fyrst getið hérlendis 1883 — 84, en talið víst að faraldur sem gekk hér á landi 1906—1907 hafi verið rauðir hundar. Síðan hafa faraldrar geng- ið á fimm til tíu ára fresti. Hver faraldur tekur yfirleitt um eitt ár. Þeir hefjast flestir hægt um vor eða sumar, færast í aukana með haust- inu, ná hámarki nálægt áramótum og fjara út næsta vor. Þó koma stundum faraldrar sem standa lengur. Rauðuhundafaraldrar virðast ekki hafa sniðgengið nein stór svæði með öllu. Þau fáu tilfelli sem skráð eru milli faraldra eru sennilega oftast ranggreind og lík- legt er að sjúkdómurinn sé ekki landlægur hér. Vegna faraldursins 1963—64 fæddust 37 börn van- sköpuð, og vitað er um 8 börn sem biðu tjón af völdum næsta farald- urs, sem gekk 1972—74. ÓNÆMI. Árið 1972 könnuðu Iæknanemar ónæmisástand hjá 1464 konum víða um land. Um 80% kvenna á barneignaaldri reynd- ust vera ónæmar. Aðeins önnur Fréttabrét um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.