Heilbrigðismál - 01.09.1983, Side 21

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Side 21
Slys á gangandi vegfarendum og fólki á vélhjólum eru hlutfallslega flest kl. 12—16, en slys á fólki í bílum og á reiShjólum ná hámarki á tíma- bilinu kl. 16-21). 13,2% legudaga vegna bráðainn- lagna á Skurðlækningadeild, Slysa- deild og á Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans vegna umferðar- slysa. Fáir öryrkjar. Kannað var hvern- ig þeim sjúklingum sem lögðust inn reiddi af fimm árum eftir slysið. Upplýsingar fengust um 205 (96%), en af þeim höfðu 3 látist af öðrum orsökum en umferðarslysum. Ein- ungis 3 töldu sig hafa 75% eða meira Föstudagar viröast vera viösjárverð- ustu dagarnir í umferSinni. Línurit- ið sýnir hundraðshlutfall umferðar- slysa eftir vikudögum. skerta starfsgetu, sem afleiðingu slyssins, 3 töldu sig hafa 50-75% skerðingu og 13 höfðu 15-50% skerðingu. Samkvæmt skrám Trygg- ingastofnunar ríkisins höfðu þó að- eins 3 verið rnetnir til örorku sem úrskurðuð var 15% eða meira, en 34 taldir hafa varanlega örorku undir 15% og fengið slysabætur í formi dagpeninga. Verkir einkcnnandi. Af þeim sem lögðust inn höfðu 10% mikla verki við vinnu fimm árum eftir slysið, 39% væga verki en 51% sögðust vera verkjalausir við vinnu. í hvíld sögðust 3% hafa mikla verki en 31% höfðu væga hvíldarverki. Fjórði hver taldi sig hafa varanleg lýti eftir meiðslin. Vinnutap. Vinnutap þeirra 223 sjúklinga sem lögðust inn eða létust var metið 6350 vikur fyrstu fimm árin eftir að þeir lentu í umferðar- slysinu. Þetta jafngildir starfi 24 manna í fimm ár. Þá er ótalið vinnu- tap allra þeirra sem ekki þurftu að leggjast inn á sjúkrahús. Veruleg vanskráning. Saman- burður á opinberri skráningu Um- ferðarráðs (sem byggir á lögreglu- skýrslum) við þessa rannsókn, sem byggð er á gögnum Slysadeildar Borgarspítalans, leiðir í ljós verulegt misræmi. Alls létust eða slösuðust 1682 íbúar höfuðborgarsvæðisins í umferðarslysum árið 1975. Þar af voru 27% á skrám beggja þessara aðila, 2% eingöngu á skrá Um- ferðarráðs og 71% eingöngu á skrá Slysadeildarinnar. A sama tíma og Umferðarráð telur 490 manns hafa slasast í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu voru 649 fluttir með vitund lögreglunnar í Reykjavík á Slysa- deildina eftir umferðarslys. Sam- kvæmt skrá Slysadeildar kom um það bil helmingur þeirra sem þang- að leituðu vegna meiðsla úr um- ferðaslysum (eða á níunda hundrað manns af höfuðborgarsvæðinu) ann- að hvort með sjúkrabíl eða lögreglu. Alvarlegu slysin einnig vantalin. Vanskráning Umferðarráðs er ekki aðeins bundin við þau slys sem talin eru minni háttar. Þannig skráði ráðið ekki nema rúmlega sjötíu af hundraði þeirra sem slösuðust svo mikið að leggja varð þá inn á sjúkra- hús, þar af voru sjö af hundraði ranglega skráðir með lítil meiðsl. Mismunur á skráningu Umferðar- ráðs og Slysadeildarinnar á þessum alvarlegu slysum var mestur ef hinir slösuðu voru á reiðhjólum (70%), síðan komu slys á vörðum vegfar- endum (26%), þá vélhjólaslys (22%) og loks slys á gangandi fólki (16%). Er fjöidi siasaðra á þriðja þús- und? Með hliðsjón af þessum sam- anburði eru leidd að því rök í skýrsl- unni um þá rannsókn sem hér er sagt frá, að í stað þess að 707 manns hafi látist eða slasast í umferðinni á Einn af hverjum fimm sem slösuðust gangandi eða á vélhjólum þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, en tíundi hver þeirra sem slösuðust í bílum eða á reiðhjólum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 21

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.