Heilbrigðismál - 01.09.1983, Side 25
greindur hjá 79 körlum og 45 kon-
um, eða alls í 124 Islendingum. Læt-
ur nærri að það sé uni 1% af ölluni
krabbameinum. Hodgkins sjúkdóm-
ur getur fundist í fólki á öllum aldri,
en meðalaldur við greiningu hans er
um 46 ár.
Krabbameinsskráin segir okkur
jafnframt til um það á hvern hátt
lifun (survival) sjúklinga með Hodg-
kins sjúkdóm hefur breyst þann
tíma sem skráin nær yfir. Af þeim
sem greindir voru með þennan sjúk-
dóm á árunum 1961—65 lifði fjórdi
hver í a. m. k. fimm ár en nú lifir
annar hver Hodgkins- sjúklingur svo
lengi. A meðfylgjandi línuriti má sjá
hvernig þessi breyting hefur orðið,
bæði hjá konum og körlum. Pað er
því ljóst að horfur þeirra sem fá
Hodgkins sjúkdóm nú eru betri en
þeirra sem fengu þennan sjúkdóm
fyrir nokkrum árum og áratugum.
Það gildir síðan hið sama um
Hodgkins sjúkdóm, eins og um flest
önnur krabbamein, að til þess að ná
árangri sem bestur getur talist á
hverjum tíma verður að koma til
samhent átak margra stétta Iteil-
brigðisþjónustunnar, þar sem sér-
þekking og hæfni hvers og eins færir
okkur skrefi nær takmarkinu.
Dr. G. Snorrí Ingimarsson er
krabbameinslæknir á Landspítalanum
og Jónas Ragnarsson er annar af rít-
stjórum Heilbrigðismála.
Barnmergð:
Tuttugu barna mæður
og þrjátíu barna faðir
Nú er það orðið mun sjaldgæfara
en áður að konur eigi mörg börn.
Árin 1961-65 voru 50% fæðandi
kvenna að eiga sitt fyrsta eða annað
barn en 1976-80 var þannig ástatt
fyrir 69% kvenna. Á sama tíma hef-
ur hlutfall þeirra kvenna sem voru
að eiga sitt sjötta barn eða síðara
lækkað úr 9,4% í 1,7%.
Á sjötta áratug þessarar aldar
voru fæðingar þar sem konan var að
eiga sitt tíunda barn eða síðara mun
algengari en nú er orðið. Þá bar slíkt
við í einni fæðingu af hundrað, en á
áttunda áratugnum var hlutfallið ein
fæðing af áttahundruð.
Síðasta áratuginn (1972-1981)
fæddust 50 börn sem voru 10.-15.
barn móður sinnar, samkvæmt
gögnum Fæðingaskrárinnar. Fjöldi
slíkra fæðinga var 48 og mæðurnar
voru 42. Við manntalið 1960 var á
lífi 51 kona sem átt hafði 15 börn
eða fleiri.
Ekkert skal fullyrt um það hver
fætt hefur flest börn hér á landi.
Staðfest er (I) að Rannveig
Ágústína Oddsdóttir (f. 1875) á ísa-
firði átti 20 börn með Rósntundi
Jónssyni eiginmanni sínum. Einnig
er staðfest (2) að hjónin Mundína
Freydís Þorláksdóttir (f. 1899) og
Sigurbjörn Finnur Björnsson í
Ólafsfirði áttu 20 börn, þar af náðu
'6 börn fullorðinsaldri. Hvorug
þessara kvenna átti tvíbura.
Oddný Benediktsdóttir (f. 1866)
og Friðrik Benonýsson, Gröf í Vest-
manneyjum, ntunu einnig hafa átt
20 börn.
Hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og
Eiríkur Einarsson, sem bjuggu í
Réttarholti í Reykjavík á fyrri hluta
þessarar aldar, eignuðust 15 börn —
allt stúlkur. Sú elsta var 22 ára þegar
sú yngsta fæddist (3).
Barnmargir feður hafa líka verið
til. Jón Jónsson (f. 1799), sem bjó í
Helgafellssveit, er sagður hafa átt 14
börn með fyrri konu sinni en 16 með
þeirri síðari (4).
Hitt er svo annað mál að sagnir
eru um barnfleiri konur og karla fyrr
á öldum, allt að 24 barna móður og
fimmtíu barna föður (5). Þetta verð-
ur þó seint sannað.
Lýkur hér þessari stuttu sam-
antekt um „margbyrjur" (grand-
multipara) o. fl., en ábendingar um
aðrar slíkar eru vel þegnar.
Hcimildir: 1) Prcstsþjónustubækur Skutulsfjard-
ar, Eyrar og ísafjardar 1877-1925. 2) Prcstsþjón-
ustubækur Kvíabckkjar 1865—1945. 3) Öldin okkar
1961 (Tíminn 12.2. 1961). 4) Valtýr Stcfánssón:
Mcnn og minningar, 1959, bls 108. 5) Stcinar J.
Lúövíksson: íslandsmctabók Arnar og örlygs,
1983, bls. 14-15.
Grein eflir dr. Gunnlaug Snœdal
yfirlœkni, Gunnur Biering yfirlœkni,
Helga Sigvaldason verkfræding og
Jónas Ragnarsson ritsljóra. Aö sumu
leyti byggt á grein sömu höfunda í
Lœknablaðinu, 7. tbl. 1983.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 25