Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 9
ræktana á klamydíum í frumugróðri og þekking á faraldsfræði þeirra jókst. Einnig hafa á seinni árum komið fram aðferðir til mælinga á mótefnum í blóði sjúklinga og hafa þær verið notaðar til sjúkdóms- greininga og faraldsfræðilegra athug- ana. Ræktanir á „Chlamydia tracho- matis“ hófust á íslandi á Sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans við Bar- ónsstíg í lok ársins 1981. Erátt fyrir að framfarir hafi orðið eru þær að- ferðir sem nú eru notaðar til sjúk- dómsgreininga ófullnægjandi. Þær eru svo dýrar og erfiðar í fram- kvæmd að þær standa óvíða til boða fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Hér á landi hefur einungis verið unnt að gera slíkar rannsóknir fyrir sjúklinga sem leitað hafa til Húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, sjúklinga sem vistaðir hafa verið á Kvennadeild Landspítalans og aðra þegar sérstak- lega hefur staðið á. Aðferðirnar eru einnig svo tímafrekar að niðurstaða úr rannsókn fæst oft ekki fyrr en eftir viku til hálfan mánuð. Einnig eru sýni mjög viðkvæm svo að erfitt er að taka sýni frá sjúklingum sem ekki eru nálægt rannsóknastofunni. Þetta veldur því að með núverandi aðferðum er erfitt að rannsaka aðra Islendinga en þá sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Á allra síðustu árum hafa komið fram nýjar mótefna- fræðilegar rannsóknaraðferðir sem eru mun fljótvirkari en hinar eldri og geta gefið niðurstöður samdægurs. Sýkladeild Rannsóknastofu Há- skólans tekur nú þátt í tilraunum með tvær slíkar aðferðir. Enn er þó ekki fullljóst hvort þessar nýju að- ferðir eru eins áreiðanlegar og eldri aðferðir, eða að hve miklu leyti þær geta komið í stað þeirra. Faraldsfræði Samræðissjúkdómar af völdum „Chlamydia trachomatis" eru ekki ennþá tilkynningaskyldir nema í fáum löndum, svo sem á íslandi og í Bretlandi. Það, og sú staðreynd að aðgangur að ræktunum er alls staðar takmarkaður, veldur því að ná- kvæmar tölur um heildartíðni eru ekki til. Þó er Ijóst, af samanburði við lekanda, að klaniydíur eru lang algcngasta orsök kynsjúkdóma í flestum vestrænum löndum. Frum- athugun, sem gerð var á Húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur árið 1981, benti til að svo gæti einnig verið hér á landi (3). Árið 1982 var leitað að klamydí- um og lekanda hjá 1151 sjúklingi sem kom á Húð- og kynsjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur (4). Klamydía fannst hjá 347 sjúklingum og var hún tæplega 50% algengari en lekandi. Þetta ár, 1982, voru 2417 sýni rannsökuð á Sýkla- deild Rannsóknastofu Háskólans og reyndust 500 vera jákvæð. Árið eft- ir, 1983, fjölgaði sýnum í 3980 og hafði jákvæöum sýnum fjölgað í 709. Aftur á móti hafði greiningum á lek- andasýkingum fækkað. Af þessu sést að klamydíusýkingar eru umtalsvert vandamál á íslandi og sennilega svipað og í nágrannalöndum okkar þó að erfitt sé að vita það með vissu. Ekki er ljóst hvort sýkingum hefur fækkað eða fjölgað á undanförnum árum. Ef litið er á skýrslur Húð- og kynsjúkdómadeildarinnar árin áður en kiamydíuræktanir hófust, má sjá að einstaklingum, sem leituðu til deildarinnar vegna einkenna um þvagrásarbólgu en ekkert ræktaðist frá, fór fjölgandi. Óvíst er að um klamydíusýkingar hafi verið að ræða. Það er Ijóst að einhver hluti þvagrásarbólgu kemur til af óþekkt- um orsökum (e.t.v. ureplasma ure- olyticum) og augljóslega gæti allt eins verið um aukningu á þeim sjúk- dómum að ræða. Einnig getur verið breytilegt hverjir leita til deildar- innar. Rétt er að undirstrika það að þó að klamydía hafi ræktast úr allt að þriðjungi sýna sem send hafa verð til ræktunar er ekki vitað hver raun- veruleg útbreiðsla sjúkdómsins er, eða hve mikill hluti einkennalauss fólks ber með sér bakteríuna. Nú standa yfir á Kvennadeild Landspít- alans rannsóknir á tíðni sýkilsins meðal ófrískra kvenna, og gætu þær rannsóknir gefið vísbendingu um hversu algeng bakterían er meðal einkennalausra. Flestar klamydíusýkingar, sem greinast, finnast í ákveðnum aldurs- hópum (sjá línurit) en ekki er víst að útbreiðsla einkennalausra sýkinga sé hin sama. Skráning kynsjúkdóma Á íslandi eru í gildi lög um kyn- sjúkdóma, sem sett voru árið 1976. Þeim sem lögin sömdu var ljóst að klamydíur gætu valdið verulegum hluta kynsjúkdóma. Þeir sáu þó ekki frann á að aðferðir til greiningar á sjúkdómnum væru á næstu grösum og því voru sett inn í lögin ákvæði um að þvagrásarbólgur, aðrar en þær sem lekandi veldur (nongono- coccal uretritis), skyldu einnig telj- ast kynsjúkdómar. Þar með leggja lögin bæði sjúklingum með klamy- díusýkingar og læknum, sem stunda þá, þær skyldur á herðar að reynt sé að finna alla þá sem hugsanlega eru smitaðir og koma þeim undir læknis- hendur. Einnig eru klamydíusýking- ar þar með tilkynningaskyldar. Að vísu má deila um það hvort kona sem hefur eggjaleiðarabólgu eða leg- hálsbólgu af völdum klamydía falli undir lögin. Æskilegt er að lögunum verði breytt þannig að klamydíur væru nefndar með nafni og allar sýk- ingar af þeirra völdum féllu þannig örugglega undir lögin sem kynsjúk- dómur. Annars er orðið kynsjúkdómur að ýmsu leyti óheppilegt. Því fylgja miklir hleypidómar og í huga al- mennings er verulegur munur á því að sýkjast af lekanda eða fá háls- HEILBRIGÐISMAL 2/1984 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.