Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 9

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 9
orríkasta tegundin og eftir lögun te- vatns má vænta 0,8—2,2 mg flúors í lítra drykkjar (0,1-0,3 mg í bolla). Korntegundir eru nokkuð flúorríkar og styrkur flúors í matarbrauði frá 0,4 mg í kg af hvítu brauði að 1,4 mg í kg af grófu brauði. Vegna mikillar neyslu hefur kornmatur veruleg áhrif á flúortekju margra þjóða. Við útreikninga á meðalflúortekju skólabarna (10-14 ára) reyndist hún skiptast þannig milli fæðutegunda og fæðuflokka að úr brauði komu 114 míkrógrömm (pg), úr mjólkurvörum 81pg, sælgæti og gosi 62pg, tei 54pg, kjöti og kjötafurðum 36[tg, græn- meti og ávöxtum 32[tg, kökum 21[tg, fiski og fiskafurðum 17pg og úr öðr- um matvælum 15|tg. Eins og vær.ta mátti var tedrykkja barnanna mis- munandi mikil. Athygli vekur að matarbrauð er drýgsti flúorgjafi fæðis og hefur flú- orframlag þess sennilega aukist sfð- an könnunin var gerð, vegna aukinn- at' neyslu grófra brauða. islenskt drykkjarvatn er víðast afar flúorrýrt og skiptir litlu máli fyrir heildarflú- ortekjuna. Niðurstaðan verður því sú, að ís- lensk börn fái um 400 míkrógrömm (0,4 mg) flúors úr fæði daglega. Flú- orneysla fullorðinna reyndist vera svipuð, nema hjá tedrykkjufólki. Þessar niðurstöður eru mjög í sam- ræmi við erlendar heimildir um flúortekju fólks er býr við flúor- snautt drykkjarvatn. Dr. Alda Möller er dósent í mat- vælafræði við verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla íslands og deild- arverkfræðingur á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Auk Öldu vann Borghildur Sigur- bergsdóttir matvælafræðingur að rannsóknum þessum. r Ur gömlum blöðum Glefsur úr greinum eftir Niels Dungal, sem var ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál frá 1949 til 1957 Sóttir og siðir. - Siðir og umgengnisvenjur manna hafa mótast og fengið fast form löngu áður en menn vissu að sýklar og sóttkveikjur voru til. Á ýmsan hátt hafa venjur manna mótast af þeirri þekkingu, sem fengist hefur á útbreiðslu næmra sjúkdóma, og hjálpað til að hefta útbreiðslu sóttkveikjanna. - Algengustu kveðjur, hér og víða annars staðar, eru með kossum og handabandi. Með hverjum kossi flytjast þúsundir baktería búferlum og með hverju handartaki skiptir fjöldi baktería um verustað, mikill eða mjög mikill ef hendurnar eru óhreinar eða sveittar, en minni með hreinum höndum. Sumir þjóðflokkar heilsast með því að núa nefjum saman, aðrir með því að láta ennin snertast, og eru slíkar kveðjur tiltölulega meinlausar, því að lítið er um bakteríur að öllum jafnaði á þessum stöðum. En skynsam- astir eru Kínverjar, sem taka í höndina á sjálfum sér, þegar þeir heilsast. Sennilega hafa þeir lært af reynslunni, að ekki er hollt handabandið þegar kóleran gengur, þótt ekki hafi þeir getað vitað það sem menn vita nú, að kólerusýklar eru oft á höndunum, þegar sú farsótt gengur. Marsl951. Tímabær áminning. - Dýrmætasta eign þjóðarinnar er æskan og dýrmætasta eign æskunnar er heilsan. Við megum ekki liggja á liði okkar til þess að vernda hana fyrir því heilsutjóni, sem reykingarnar hafa í för með sér. Við höfum hreinsað okkur af ýmsum þeim sjúkdómum, sem undanfarnar aldir hafa verið plága á landslýðnum. — Það er kominn tími til að snúast gegn reykingunum og líta á þær frá sjónarmiði hins heilbrigða og heilbrigt hugsandi manns: Þær eru heilsuspillandi, sóða út híbýli manna og kosta peninga sem betur mættiverja. Júlí-ágúst 1953. Svarti dauði. — Sennilega hefur engin farsótt valdið eins miklum manndauða á stórum svæðum á jafnskömmum tíma og svarti dauðinn. Þegar hann gekk í Evrópu 1348 er haldið að fjórðungur allra íbúa álfunnar hafi látist úr pestinni, en vitað er að á mörgum stöðum dó helmingur mannfólksins og jafnvel meira. Hingað til lands barst pestin ekki fyrr en 1402 og varð þá geysilega skæð, svo að sumir vilja telja að þá hafi helmingur landsmanna látist. - Svo virðist sem almennt sé álitið að svarti dauðinn sé farsótt, sem tilheyri fortíðinni og að engin hætta sé á að hún geti skotið upp höfðinu á vorum tímum. En þetta er engan veginn rétt. Svárti dauðinn er ávallt til og það er aðeins vegna stöðugrar árvekni heilbrigðisyfirvalda og náttúrufræðinga víðs vegar um heim, að veikin nær ekki að breiðast út sem fyrr. - Svarti dauðinn orsakast af lítilli bakteríu, Pasteruella pestis, sem fannst 1894. - Þessi sýkill getur sýkt og drepið öll nagdýr, ekki aðeins rottur og mýs, heldur einnig sæg af villtum nagdýrum. - Pegar svarti dauðinn barst hingað 1402 hefur hann borist með rottum og flóm þeirra, sem hafa brugðið sér yfir á menn og bitið þá og komið þannig fyrstu tilfellunum af stað. En vafalaust hefur tiltölulega fljótt einhver sýkst þannig, að sýklarnir hafa tekið sér bólfestu í lungunum og valdið lungnapest, sem er hvorttveggja í senn, bráðdrepandi og mjög smit- andi. Janúar-febrúar 1954. HEILBRIGÐISMÁL 3/1985 9

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.