Heilbrigðismál - 01.09.1985, Page 13

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Page 13
Borgar sig að hætta að reykja „Ef þú lesandi góður hef- ur reykt í 20—30 ár er þér ekki láandi þótt þú spyrjir. Tekur því að hætta úr þessu? Hef ég ekki þegar brennt allar brýr að baki rnér? Niðurstöður flestra ef ekki allra rannsókna svara þessum spurningum mjög eindregið: Það tekur því að hœtta og því fyrr því betra. Fjölmargar samanburðarat- huganir á þeim sem hætta að reykja og þeim sem halda áfram hafa sýnt hversu miklu betur hinir fyrrnefndu eru settir. Ein- mitt vegna þess hve reyk- ingarnar stuðla mjög að hættulegum fylgifiskum æða- þrengsla, blóðtappa og hjartsláttaróreglu uppskera þeir sem hætta mjög fljótt. A einu til tveimur árum minnkar hin aukna hœtta á sjúkdómum og dauða um helming. Síðan heldur áhættan áfram að minnka hægt og bítandi uns hinn fyrrverandi reykingamaður stendur nær jafnfætis þeim sem aldrei hefur reykt, að tíu til tuttugu árum liðnum.“ Ur grein dr. Guðmundar Þor- geirssonar „Áhrif reykinga á hjarta og œðar“, hirt í Morgun- blaðinu i apríl 1985. Frumvarp til nýrra umferðarlaga: Aukin vernd fyrir börn Gert er ráð fyrir því að stjórnarfrumvarp til nýrra umferðarlaga verði lagt fram á fyrstu vikum Alþing- is í haust. Frumvarpið var kynnt á þingi í vor, en að- eins rætt lítillega. Þetta frumvarp hefur ver- ið í undirbúningi síðustu ár og er samið af nefnd undir forsæti Sigurjóns Sigurðs- sonar lögreglustjóra. Frum- varpið er í 17 köflum og 122 greinum. Lagt er til að ýms- ar breytingar verði gerðar frá núgildandi lögum, m.a. varðandi umferðarslys sem heilbrigðisvandamál. Von í viðbúnaði „Unglingar nútímans eru ekki lakari en unglingar fyrri tíma. Meðal þeirra vex þeirri skoðun fylgi, að heilsan sé of mikils virði til að fórna henni í eitur. Ef viðbúnaðurinn heldur vandamálinu í skefjum, meðan heilbrigð skynsemi breiðist út, er fyrirhöfnin ekki fyrir gýg.“ Úr leiðara DV, 15. júlí 1985. • • Oflug samtök Alls eru 156 AA deildir starfandi hér á landi og hver þeirra heldur a.m.k. einn fund í viku. Þessa fundi sækja allt að 150 manns. Þetta kemur fram í nýiegri frétt frá samtökunum. Þar segir einnig: „AA-samtökin lofa ekki neinuni bata, en benda má á að niikill fjöldi fólks hefur öðlast nýtt við- horf til lífsins eftir að hafa kynnst AA-samtökunum og fengið að njóta þess að komast úr myrkri ofdrykkj- unnar yfir í ljós og birtu eðlilegs mannlífs, án áfengis". Reglur um skyldur öku- manna gagnvart gangandi vegfarendum eru ítarlegri en áður. Vernd barna og fatlaðra er aukin. Ljósatími er ákveðinn allan sólar- hringinn frá 1. október til 1. apríl. Akvæði eru um 14 ára aldursmark við akstur drátt- arvéla við landbúnaðarstörf og um 16 ára aldursmark til útgáfu ökuskírteina til aksturs vélsleða og léttra bif- hjóla (skellinaðra, nú 15 ár). Athygli vekur að ekki er kveðið sérstaklega á um heimild til að beita sektum ef bílbelti eru ekki notuð. Er þess að [vænta að það mál verði tekið til sér- stakrar athugunar við með- Langlífi í ættinni í byrjun ágúst 1985 lést Anna Þorláksdóttir, á 104. aldursári, en aðeins einn Is- lendingur var þá eldri. Anna var ættuð úr Skafta- fellssýslu, en dvaldi síðustu árin á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi. Þess var getið í minning- argrein um Önnu að móðir hennar hefði orðið 97 ára (d. 1943) og systkini hennar sex orðið 87 ára (tvö), 88 ára, 90 ára, 91 árs og 96 ára. -jr- ferð frumvarpsins í þinginu. Skemmst er að minnast könnunar Umferðarráðs, sem sýnir að bílbelti eru mjög lítið notuð hér á landi, enda vantar sektarheimild. Reynslan af þannig heintild í Þýskalandi, Englandi, Bandaríkjunum og víðar sýnir að með því er hægt að fækka slysum verulega. -F- Ekkert tómahljóð Það eru 13 ársíðan Rauði kross íslands hóf rekstur söfnunarkassa, sem nú eru 170 um allt land, þar af 70 á höfuðborgarsvæðinu. Yfir 70% tekna félagsins koma frá söfnunarkössunum. Fyrstu sjö mánuði ársins 1985 var heildarveltan úr söfnunarkössunum um 29 milljónir króna. RKÍ fréltir 5185. HEILBRIGÐISMÁL 3/1985 1 3

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.