Heilbrigðismál - 01.09.1985, Page 19

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Page 19
ári hjá körlum en 0,9% hjá konum. Ef litið er til hinna norrænu land- anna er svipað uppi á teningnum. Sums staðar virðist hámarki hafa verið náð, en líkur benda til þess að því verði ekki náð hér á landi fyrr en eftir einn til tvo áratugi. Á öllum aldri. Tíðni sjúkdómsins er vaxandi í nær öllum aldurshópum. Meðalaldur við greiningu er 65 ár hjá konum og 66 ár hjá körlum. Síðustu fimm árin hefur lungna- krabbamein greinst hjá 93 íslend- ingum yngri en sextugum. Sá yngsti var rúmlega þrítugur. Mismunur milli kynja. Sé tíðni lungnakrabbameins á Islandi borin saman við tíðni sjúkdómsins annars staðar á Norðurlöndunum kemur í ljós að við höfum lægsta tíðni meðal karla en hins vegar hæstu tíðnina meðal kvenna 2-3. Hlutfallið konur/ karlar er 1/1,4 hér, en hlutfallið í Svíþjóð er 1/2,8 og 1/10 í Finnlandi. Athyglisverðar niðurstöður eru af lauslegri athugun á sjúkraskýrslum þeirra sem dáið hafa úr lungna- krabbameini á síðustu mánuðum, og voru til meðferðar á krabbameins- lækningadeild Landspítalans: Sjúk- lingarnir 24 höfðu allir reykt síga- rettur í áratugi. Karlarnir höfðu að jafnaði reykt í 43 ár (að meðaltali 340 kg af tóbaki) en konurnar í 39 ár (um 235 kg). Svo virðist því sem íslenskar konur þurfi að reykja minna en karlar til þess að fá lungna- krabbamein, en það má sennilega að einhverju leyti rekja til þess að konur reykja nær eingöngu síga- rettur (um það bil 99%) en karlar reykja annað tóbak í meira mæli (um það bil 70% þeirra reykja síga- rettur)4. Lifun. Undanfarin ár hafa læknar um allan heim reynt að bæta með- ferð lungnakrabbameins og auka þannig lífslíkur sjúklinga, en árangurinn hefur verið lítill. Hlut- fallslega læknast ekki inikið fleiri af lungnakrabbameini nú en fyrir þrjá- tíu árum. Þrír af hverjum fjórum sjúklingum deyja innan árs frá greiningu og aðeins 7-9% eru á lífi eftir fimm ár, og teljast læknaðir. Heldur fleiri en áður lifa í eitt ár frá greiningu og getur þar margt komið til, bætt heilsufar almennt, sjúkdóm- urinn greinist heldur fyrr og dálitlar framfarir í meðferð. Framfarir hafa orðið nokkrar í meðferð smáfrumu- krabbameins, en þriðjungur allra lungnakrabbameina hér á íslandi er af þeirri gerð2. Fyrir um það bil tíu árum lifðu sjúklingar með þennan sjúkdóm að meðaltali í fáeinar vik- ur, en með tiikomu nútíma krabba- meinslyfjameðferðir og geisla- meðferðar lifir allt að helmingur sjúklinganna a.m.k. í eitt ár eftir greiningu, og stöku læknast af sjúk- dómnum. Ógnvekjandi dánartölur. Arin 1979-83 dóu að meðaltali 33 ís- lenskir karlar á ári úr lungnakrabba- meini, eða fleiri en úr nokkru öðru krabbameini (31 úr magakrabba- meini og 24 úr krabbameini í blöðru- hálskirtli). Sömu ár dóu að jafnaði 30 konur úr lungnakrabbameini. Þar með er það orðið skæðasta krabba- meinið meðal kvenna (24 konur dóu á ári úr brjóstakrabbameini og 15 úr magakrabbameini). Sú staðreynd að yfir sextíu íslendingar deyja ár hvert úr lungnakrabbameini er ógn- vekjandi, og hlýtur að leiða til aukinnar baráttu gegn því sem vitað er að veldur þessum sjúkdómi í flest- um tilfellum, nefnilega tóbakinu. Reykingar sem banamein. Lungnakrabbamein er ekki eina krabbameinið sem tengt er reyk- ingum. í ítarlegri skýrslu frá banda- rískum heilbrigðisyfirvöldum 5 er tal- ið að 85% af dauðsfjöllum vegna lungnakrabbameins megi rekja til reykinga, 60% af krabbameini í munni og barkakýli, 55% af krabba- meini í vélinda og 35% af krabba- meini í þvagblöðru. Einnig eru tengsl milli reykinga og krabbameins í brisi. Landlæknisembættið hefur áætlað, meðal annars með hliðsjón af þessum tölum, að 70-80 ís- lendingar deyi árlega úr krabba- meinum vegna reykinga (eða einn af DANIR ÚR LUNGNAKRABBAMEINI 80-i 70 60- 50- FJÖLDI 40- KARLAR KONUR 19 19 19 19 19 19 19 19 19 19 19 19 19 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 AR HEILBRJGBISMAL 3/1985 19

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.