Heilbrigðismál - 01.09.1985, Síða 21

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Síða 21
Hvernig getur þú hœtt? Ef þú hefur ákveðið að hætta að reykja, skiptir miklu máli, að þú ger- ir þér grein fyrir, hvers vegna þú vilt það. Ástæðurnar geta verið margvís- legar - varðað heilsu þína, fjárhag eða tillit til annarra, svo að dæmi séu nefnd. Reyndu að átta þig á því hvað það er í raun fáránlegt að stinga sígarettu upp í munninn og kveikja í endanum á henni. Þegar þetta er ljóst, hefurðu á höndum rök, sem sýna þér og sanna að þú hafir tekið skynsamlega ákvörðun: Rifjaðu þau upp fyrir þér aftur og aftur. Veldu síðan daginn Þú ættir að hætta reykingum í einni svipan. Það er auðveldasta og árangursríkasta leiðin þótt undarlegt megi virðast. Ef þú reynir að draga smám saman úr tóbaksneyslunni án þess að stefna á ákveðinn dag til að hætta alveg, er hætt við að þú farir fljótlega að reykja jafnmikið og áður. Það er mikilvægt að velja heppi- legan dag til að hætta að reykja. Þú ættir t.d. ekki að hætta á laugardegi ef þú ætlar út að skemmta þér um kvöldið. Þá gerðir þú þér óþarflega erfitt fyrir. Margir reykingamenn hafa notað tækifærið og hætt að reykja meðan þeir voru með kvef eða hálsbólgu. Hvað þarftu að forðast? Sérhver reykingamaður hefur sínar ákveðnu reykingavenjur, at- hafnir sem tengjast sígarettu náið og stundir þegar hún bragðast sérstak- lega vel. Hugleiddu reykingavenjur þfnar og reyndu að forðast það sem tor- veldar þér tóbaksbindindið. Fyrst um sinn er vert að forðast áfenga drykki, kaffi, te og kóladrykki, ef þessir drykkir auka þér löngun í tó- bak, sem búast má við. Drekktu í staðinn mjólk, undanrennu, ávaxta- safa eða vatn. Mikill vökvi skolar nikótíninu út úr líkamanum og flýtir fyrir því að þú klífir örðugasta hjall- ann. Sterkt krydd eykur tóbaks- löngun. Leitastu við að umgangast ekki um of fólk sem reykir. Sumir bjóða Hættum að reykja - heilsunnar vegna Ábendingar frá Krabbameinsfélaginu engum reykingamönnum heim til sín fyrstu tvær vikurnar. Það þarf mikinn styrk til að láta tóbakið ósnert ef menn, sern eru nýhættir að reykja, sitja heila kvöldstund með reykingafólki og skemmta sér. Þótt þú fáir þér ekki nema eina sígarettu er mikil hætta á að það leiði til að þú haldir áfram. Hvað getur hjálpað þér? Hafðu nóg fyrir stafni. Þú mátt ekki hafa of mikinn tíma til að hugsa um tóbak. Sestu ekki í þægilegan stól eftir matinn. Farðu frekar út að ganga og andaðu öðru hverju djúpt að þér. Þungt loft veikir viljastyrkinn en taugarnar róast ef þú andar djúpt að þér hreinu lofti. Betra er að borða lítið af einfaldri næringarríkri fæðu en yfir sig af tor- meltum mat. Ofát dregur mikið af blóði frá heilanum til meltingar- færanna en við það veikist viljinn um stund. Þú gætir þurft á öllum þínum viljastyrk að halda til að standast tóbakslöngunina. Gott ráð til að losna við mesta tóbakshungrið er að fá sér sykur- laust tyggigúmmi eða þá sveskju og sjúga steininn á eftir. Vatnsglas hef- ur líka góð áhrif. En gættu þín svo þú þurfir ekki að kljást við offitu í stað tóbaksins. Því ættirðu ekki að bæta þér upp tóbaksleysið með sæl- gætisáti eða aukabitum milli mála. Eitt er það sem þér finnst ef til vill kjánalegt en er í rauninni árangurs- ríkt. Búðu til litla setningu um það hve skynsamlegt það var að hætta að reykja. Skrifaðu hana á blað. Skrif- aðu hana eins oft og þú getur. Horfðu vel á hana og endurtaktu hana í huganum. Á þennan hátt hef- urðu áhrif á undirmeðvitund þína svo að hún vinnur fyrir þig og styrkir ákvörðun þína. Fyrstu dagana kann að vera að þér finnist ekki rétt að halda því mikið á lofti að þú hafir hætt að reykja. En farðu sem fyrst að tala um það. Talaðu við alla sem nenna að hlusta á þig, og segðu þeim frá því hve dásamlegt það er að reykja ekki lengur. Því meira sem þú talar um það, þeim mun meira styrkir þú þína eigin ákvörðun. Og ef þú talar við einhverja, sem eru einnig hættir að reykja, getið þið skipst á ráðum og reynslu. Hvað gerist þegar þú hœttir? Þrír af hverjum fjórum reykinga- mönnum fá fráhvarfseinkenni þegar þeir hætta að reykja. En þau standa sem betur fer ekki lengi. Fyrst í stað getur verið að þú verð- HEILBRIGÐISMAL 3/1985 21

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.