Heilbrigðismál - 01.09.1985, Síða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Síða 25
JARN Grein eftir Jám er eitt algengasta frumefnið á jörðinni, og er með einum eða öðrum hætti nauðsynlegt fyrir nán- ast allar lífverur, að því talið er. Járn er málmur sem kemur fyrir í tveimur gildum (tvígildur eða þrígildur). í fæðu manna er bæði tvígilt og þrígilt járn, auk járns sem er í lífrænum samböndum. Til lækninga er við inn- töku (töflur, mixtúrur) einungis not- að tvígilt járn. Heildarmagn járns í líkama manna er talið vera á bilinu 3-4 grömm og allt að því tveir þriðju hlutar þess eru bundnir í blóðrauða (hemóglóbíni). Það sem á vantar er bundið í forða í milta, blóðmerg og vöðvum. Járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða, er flytur súrefni frá lungum um líkamann. Pegar um járnblóðskort er að ræða. myndast ekki nægilega mikið af blóðrauða. Með járnskorti er einkum átt við tiltölulega vægan járnskort, þannig að blóðrauði sé ekki minni en eðli- legt er. Með járnblóðskorti er hins vegar átt við alvarlegan járnskort, þannig að vöntun verði á blóðrauða. Talið er að í daglegri fæðu manna sé að meðaltali 10-20 mg af járni. Er þetta þó nokkuð breytilegt eftir því hvort neytt er mikils af tiltölu- lega járnríkum fæðutegundum (lif- ur, kjöti, baunum, grænum jarðar- ávöxtum) eða mikils af járnsnauðum fæðutegundum (mjólkurafurðum, ýmsum jarðarávöxtum sem ekki bera grænan lit). Við venjulegar að- stæður frásogast frá þörmum einung- is 10% eða minna af járni úr fæðunni (1-1,5 mg). Ef járnskortur er í líkamanum frá- sogast járn þó hraðar, eða allt að fimm sinnum meira en venjulega. Ef járnbirgðir eru hins vegar miklar. Þórdísi Kristmundsdóttur og Þorkel Jóhannesson frásogast mun minna járn en venju- lega. Sýnt hefur verið fram á, að járn frásogast best eftir fyrstu inn- töku, en því verr sem járn er oftar tekið. Pannig er frásogi járns stýrt af þörfum líkamans. Talið er, að út- skilnaður á járni nerni venjulega um það bil 1 mg á dag. Af þessu sést, að járnbúskap manna eru þröngar skorður settar. Hjá konum á barneignaraldri tap- ast svo einnig járn í tíðablóði, en það er talið vera á bilinu 12—25 mg hverju sinni. Birgðajárn er að jafn- aði talsvert minna hjá konum en körlum og má því segja, að konur búi yfirleitt við vægan járnskort mið- að við karla. Meginorsök þessa er án efa áðurnefndar tíðablæðingar og barneignir (blóð í legköku og nafla- streng svo og blæðingar við fæð- ingu). Eftir 12. viku meðgöngu eykst járnþörf kvenna mjög. Er talið að þungaðar konur á síðari hluta með- göngu þurfi 3—5 mg af járni á dag. Þykir því nauðsynlegt að gefa þung- uðum konum járn á síðari hluta meðgöngu til þess að varna járn- blóðskorti og tryggja eðlilega blóð- rauðamyndun hjá fóstrinu. Við fæðingu verður óhjákvæmi- lega nokkur blóðmissir. A með- göngu og fyrst eftir fæðingu missa konur hins vegar ekki járn í tíða- blóði. Heildarjárntap við meðgöngu og fæðingu getur samt verið á bilinu 0,5-1 g. Þarf því að bæta þetta járn upp svo að sem minnst hætta verði á járnskorti. Börn hafa tiltölulega mikla þörf fyrir járn vegna vaxtar og þroska. Ungbörn hafa að vísu nokkurn járn- forða við fæðingu. Ungbarnamatur inniheldur oft lítið járn og þarf mjöl- matur, ætlaður ungbörnum, því að innihalda 10-15 mg af járni hver 100 g, til að tryggja að ekki verði skortur á járni. Hvað veldur járnskorti eða járn- blóðskorti? Orsakirnar eru vissulega margvíslegar. í stórum dráttum má þó segja, að járnskortur verði ann- ars vegar vegna þess að járn í fæðu er ekki nóg, vegna þarfa líkamans, og hins vegar vegna sérstakra að- stæðna (blæðinga. sundrunar rauðra blóðkorna, sýruleysis í maga, þarmasjúkdóma o.fl.). Fölvi í andliti, höfuðverkur, svimi. þreyta og vanlíðan eru algeng einkenni um járnblóðskort. Ef blóð- skorturinn verður eftir blæðingar þá koma þessi einkenni fljótlega í ljós. Ef blóðskorturinn verður smám saman, lagar líkaminn sig oft að hon- um. Einkennin koma þá fyrst fram þegar skorturinn er kominn á nokk- uð hátt stig. Þar sem einkennin eru HEILBRIGÐISMAl 3/1985 25

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.