Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 26

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 26
svo ósérhæf, eru þau oft talin stafa af öðrum orsökum, t.d vinnuálagi, taugaspennu. Oft er ekki tekið eftir einkennum blóðskorts hjá börnum og öldruðum. Venjulega má greina járnblóðskort með því að mæla magn blóðrauða í blóði. Til lækninga er járn oftast notað í formi taflna eða mixtúru til inntöku, en í völdum tilvikum í formi stungu- lyfs. Ýmis járnsölt eru notuð við járnblóðskorti, t.d. járntartrat, járnfúmarat, járnglúkonat, járn- laktat og járnsúlfat. Segja má, að öll þessi járnsölt séu jafngild til lækn- inga. Hér á landi og á Norður- löndum hefur þó járntartrat verið notað mest. Einnig eru til járntöflur með frangúla, en frangúla er hægða- losandi lyf, sem kemur í veg fyrir hæðatregðu, en það er algeng hjá- verkun við inntöku járns. Hin ýmsu járnsölt kunna að fara misvel í maga og þess vegna er reynandi að skipta um járnsalt, finni sjúklingur fyrir óþægindum. Skoðanir eru allmjög skiptar á því, hvernig beri að standa að járn- gjöf. Fyrrum hneigðust menn frem- ur að því að gefa stóra skammta og gefa járn með mat. Var þetta gert til þess að draga úr hjáverkunum. í Ijósi þeirrar vitneskju, að matur í maga getur með ýmsum hætti dregið úr frásogi járns, þykir nú betri leið að gefa járn milli mála og í Iitlum skömmtum. Ef þessi leið er farin, má ætla, að við járnblóðskort frásog- ist í byrjun allt að því 30—40% járns og það venjulega án þess, að hlutað- eigandi verði fyrir umtalsverðum hjáverkunum. Við fyrirbyggjandi járngjöf (m.a. þungaðar konur) nægir oftast ein járntartrattafla (um 56 mg af járni) á dag. Ef um járn- blóðskort er að ræða, má taka 2-4 töflur á dag eftir atvikum. Ekki er þó ráðlegt að taka meira en eina töflu af járntartrati fjórum sinnum á dag. Við slíkan skammt munu 20— 30% allra einstaklinga kvarta um einkenni frá meltingarfærum. Til að tryggja að járnforði líkam- ans sé hæfilega mikill, er talið rétt að halda járnmeðferð áfram í um það bil þrjá mánuði eftir að blóðrauða- gildið hefur náð eðlilegum mörkum. Við áframhaldandi blæðingar eða af öðrum ástæðum getur þó verið nauðsynlegt að halda járngjöf áfram lengur. Algengustu hjáverkanir eftir töku járntaflna eru ógleði og hægða- tregða eða niðurgangur. Tíðni hjá- verkana minnkar ef byrjað er á litl- um skammti, sem er smám saman aukinn. Matur í maga dregur úr hjá- verkunum járns, en samtímis er hætta á að frásog járns minnki að mun. Járnsölt geta valdið mislitun á tönnum en það á einkum við um 26 HEILBRIGÐISMÁL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.