Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 29

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 29
STREITA Grein eftir Eirík Örn Arnarson í sjálfu sér er ekkert nýtt við streitu. Við þekkjum hana öll. Við hlauputn á eftir strætisvagni og miss- um jafnvel af honum, þurfum að borga af lánum, rafmagni, síma o.fl. á réttum tíma, höfum fjárhags- áhyggjur, eða erfiðjeikar eru á heim- ili og vinnustað. Allir þessir þættir eru daglegt brauð, og valda streitu. Við komumst ekki hjá streitu, hún er hluti daglegs lífs, og hefur alltaf verið það. Viðbrögð líkamans Líkaminn bregst þannig við streitu, að orkuframleiðslan eykst, andardrátturinn verður hraðari, hjartað fer að slá örar og eykur strauminn af súrefnisríku blóði til líkamans. Vöðvarnir spennast til þess að takast á við þá hættu sem okkur finnst vofa yfir. Blóð- straumurinn til útlimanna eykst, en minnkar til innyflanna. Meltingar- starfsemin minnkar, og hættir um stundarsakir. Þannig er þurrkur í munni eitt af fyrstu einkennum spennu, blóðrennsli til höfuðsins eykst og heilastarfsemin örvast, til þess að skerpa eftirtekt okkar. Hendurnar kólna og blotna svo að átakið styrkist. Þessi viðbrögð líkamans eru rétt, þegar hætta vofir yfir, og við þurfum t.d. að hlaupa hraðar eða stökkva hærra en annars þyrfti. Þannig hefur þetta verið alla tíð. En á þessari öld hraðans er að heita má stöðugt eitt- hvað sem veldur slíkum við- brögðum, rétt eins og við séum í bráðri hættu hverja stund dagsins. Okkur seinkar á stefnumót, við bíð- um í biðröðum eða verðum vonsvik- in. Alltaf eru viðbrögðin þau sömu, svo það er auðskilið hvílíkt álag þetta er á líkamann. Við spennu dregur úr sársaukavið- brögðum líkamans. Þannig finnur íþróttamaður ekki mikið fyrir sárs- auka af meiðslum, sem hann kann að verða fyrir í hita leiksins. HEILBRIGÐISMAL/Siguiður Orn Brynjólfsson Streita hefur áhrif á heila og taugakerfi, (bæði miðtaugakerfið og sjálfvirka taugakerfið), og getur valdið vöðvaspennu. Þegar spennan sest í ennis- og hnakkavöðvana, leiðir hún oft til hins svonefnda spennuhöfuðverkjar, en aukin vöðva- spenna veldur einnig m.a. krampa og kippum í vöðvum. Sperrna í vöðvum Vöðvagigt eða vöðvabólga er al- geng hérlendis og stafar af of mikilli einhliða spennu, án slökunar þess á milli. Lesandinn getur sannprófað þýðingu vöðvaspennu með því að halda hnefunum fast krepptum smá- stund án þess að slaka á. Eftir nokkrar mínútur 'ar hann að verkja í vöðvana, og þv. meir sem lengra líður. Sýnir þetta glöggt, hve illa lík- aminn þolir stöðugt álag, honunt hæfir best að slaka á og spenna á víxl. Önnur áberandi afleiðing spennu er svefnleysi. Hver kannast ekki við andvökur, þegar eitthvað spennandi er í vændum eins og t.d. utanlands- ferð? Eina spennan sem er beinlínis sýnileg er spenna í tyggingavöðvum kjálkanna, sem hnyklast þegar menn spennast upp — og bíta á jaxlinn. Gnístran tanna í svefni er önnur áberandi afleiðing spennu. Stöðug vöðvaspenna í mjóhrygg, hálsi eða herðurn veldur fyrr eða síðar einhvers konar verkjum eða vöðvagigt. Vöðvarnir þola ekki lang- varandi hvíldarlaust álag. Það er al- geng skoðun, að vöðvagigt stafi af skökkum setustellingum og röngum aðferðum við að lyfta þungum hlut- um, og er það eflaust að einhverju leyti rétt. En hér skiptir mestu máli að skilja, að hin eiginlega orsök gigtarinnar er sífelld spenna í vöðv- unum. Þessi spenna kemur frá okkur sjálfum og er í mörgum tilfellum or- sök hinna skökku stellinga og röngu aðferða. A-mennimir Stundum hefur mönnurn verið skipt í tvo flokka: A-menn og B- menn. Samkvæmt þeirri skiptingu einkennast A-menn af því, að þeir eru óþolinmóðir og alltaf að flýta sér - og þó alltaf í hraki með tíma. Þeir eru með mörg járn í eldinum og þeim finnst tímanum illa varið til slökunar. A-menn niunu vera ákaf- lega framagjamir, en óeðlilega vinnu- samir og ætla sér meira en hægt er að koma í verk. Þessu atferli fylgir oft hár blóðþrýstingur, sem valdið getur hjarta- og æðasjúkdómum. Reykingar. óhófleg saltnotkun og of mikil blóðfita eru einnig alþekktir skaðvaldar, en þegar allir þessir þættir fara saman, eykur það auðvit- að hættuna stórlega. Samband hegð- unar A-manna og hækkaðs blóð- þrýstings er að ýmsu leyti óljóst, en þó bendir margt til að tengslin séu sterk. Ondunin Eitt helsta einkenni spenntra manna er hröð og óregluleg öndun. Stundum leiðir það til ástands, sem nefnt er „hyperventilation synd- rome“, og er þar um að ræða óeðli- lega tíðan og óreglulegan andar- drátt, sem í slæmum tilfellum getur valdið yfirliði. Oft í viku kemur ein- hver inn á Slysadeild Borgarspítal- ans af þessum sökum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1985 29

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.