Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 34
gæta sérstaklega að fólk sofni ekki við slökunina vegna þess að þá er hún gagnslaus. Maður þarf að læra að slaka á og vera afslappaður við venjulegar kringumstæður, geta beitt slökun hvar og hvenær sem er. Öll slökunarkerfi byggjast að mestu á réttri öndun. Það er ekki nóg að leggjast upp í sófa, láta fara vel um sig og horfa á sjónvarpið. Það getur verið streitu- vekjandi þáttur á skjánum. Fólk þarf að læra einhverja slökunarað- ferð. Þekktasta aðferðin sem notuð er við meðferð nefnist kerfisbundin slökun, önnur nefnist „autogen“- slökun. Jóga og innhverf íhugun eru einnig gömul slökunarkerfi. Þriðja ráðið er að temja sér leikni í ákveðinni framkomu. Þetta má gera með því að taka virkan þátt í félagsstarfi eða sækja námskeið í ræðumennsku. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir þá sem vilja verða öruggari í framkomu. Fjórða ráðið er að bæta samskipti sín við aðra, með því að temja sér að leysa skynsamlega úr vandamálum. Það er mjög áberandi, að við hugs- um ekki rökrétt, þegar við spenn- umst upp, sjáum hlutina ekki í réttu Ijósi, og tökum lítið mark á öðrum. Við teljum okkur trú um að ástandið sé verra en það er í raun og veru. Fimmta ráðið er að leita leiða til að gera lífið ánægjulegt. Það er á okkar valdi að hafa áhrif á það. Við eigum ekki sífellt að gera kröfur um að aðrir geri það. Rétt viðbrögð Þegar kvíði og spenna gera vart við sig er mikilvægt að átta sig á því að líkamlegu áhrifin eru í mörgum tilfellum skaðlaus. Jafnvel þó okkur finnist við standa á brauðfótum þá er það bara ímyndun og missum ekki fótanna. Við þurfum að hætta að láta kvíð- ann hlaðast upp og beina frekar at- hyglinni frá hjartslættinum, öld- unni, og að því sem er að gerast í umhverfinu. Einkenni kvíða og spennu fjara fljótt út, með réttum viðbrögðum sem hægt er að læra. Okkur hættir til að rifja upp það sem miður hefur farið, en það er mikilvægara að minnast fyrst og fremst þess sem vel hefur gengið. Gerðu heimilið að griðarstað þar sem þú hvílist og nýtur lífsins. Njóttu matarins og taktu þér góðan tíma í að borða og borðaðu helst hollan mat. Reyndu að hlusta, án þess að grípa frammí þegar fólk talar við þig. Hinum spennta hættir til að botna setningar viðmælandans. Farðu í frí sem er ekki of skipu- lagt. Hlífðu þér við þeim sem fara í taugarnar á þér, og gerðu helst ekki það sem þér finnst vekja hjá þér spennu. Þetta er þitt líf Við ráðum því að miklu leyti sjálf hvernig okkur líður, setjum þau markmið sem við viljum ná, og ráðum tíma okkar að verulegu leyti sjálf. Látum ekki streituna eyði- leggja líf okkar. Helstu heimildir: 1. Bakal D A: Psychology and medicine. London, Tavistock Publication, 1979. 2. Bcnson H, Allen R L: I Iow much stress is too much? Harvard Business Rcview 1980;58(5):86-93. 3. Eiríkur Örn Arnarson: Streita og fyrir- byggjandi aðgeröir (fjölrit). Rcykjavík, Vcrslunarmannafclag Rcykjavíkur, 1983. 4. Friedman M, Roscnman RH: Associat- ion of specific overt behaviour pattern with blood and cardiovascular findings. JAMA 1959;169:1286-96. 5. Holmcs TH, Ranc RH: The social rca- djustmcnt rating scalc. J Psychosom Res 1967;11:213-8. 6. Ingibjörg Sigmundsdóttir: Könnun á hcilsufari félagsmanna V.R. 10.-25. ágúst 1981 (fjölrit). Reykjavík, Vcrslunar- mannafélag Rcykjavíkur 1982. 7. Leigh D: If divorce don't get you, the ncw job will. Thc Sunday Timcs Magazine 1972;Nov 27:90-1. 8. Vinnuvcrndarhópurinn: Aðbúnaður og heilsufar. Reykjavík, ýmis verkalýðsfélög, 1981. 9. Woolfolk RL, Richardson FC: Strcss, sanity and survival. New York, Signct, 1978. Dr. Eiríkur Örn Arnarson nam klíníska sálarfræði í Bretlandi, starf- aði síðan á geðdeild Landspítalans en er nú yfirsálfræðingur geðdeildar Borgarspítalans og kennir jafnframt við Háskóla íslands. Áður hafa birst greinar eftir sama höfund í þessu tímariti: Svefnleysi, úrræði án lyfja, 3/1981. Megrun og matarvenjur, 2/1984. Fælni, óbærilegur ótti, 3/1984. 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.