Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 5
Heilbrigðisþ j ónustan er mikið notuð, ódýr og talin vera góð Islendingar virðast ánægðir með þá heilbrígðisþjónustu sem hér býðst, samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði fyrír Landlæknis- embættið í febrúar 1985, en niður- stöður hennar hafa nú verið birtar. Spurt var um samskipti við heil- brígðisþjónustu á ýmsum sviðum á þriggja mánaða tímabili skömmu fyrír könnunina og fengust svör frá 785 manns á aldrinum 18—70 ára. Heilsugæsla mikið notuð. Heimilislæknaþjónusta og heilsu- gæsla eru meginstoðir heilbrigðis- þjónustu. Hennar leituðu 36% þátttakenda í könnuninni á einum ársfjórðungi vegna sjálfra sín. Á sama tíma leituðu 15% til sérfræð- inga á stofu og 2% til vaktlækna. Pað vekur athygli að 19% að- spurðra fóru til tannlækna á þessu tímabili, 6% á göngudeildir sjúkra- húsa og 4% til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Um 5% íbúa höfuð- borgarsvæðisins fóru á slysadeild Borgarspítalans á tímabilinu. Munur á kynjum. Auk eigin þarfa voru þátttakendur spurðir um leitun þeirra til heilbrigðisþjón- ustunnar vegna barna og annarra. Pá kom fram að 25% höfðu leitað til heimilislækna eða lækna á heilsugæslustöð vegna barna sinna og 9% vegna annarra. Á þriggja mánaða tímabili fyrir könnunina höfðu 76% aðspurðra haft sam- skipti við heilbrigðisþjónustu vegna sjálfra sín, barna eða ann- arra. Konur sóttu heilbrigðisþjón- ustu í ríkara mæli en karlar (85% á móti 67%). Heildarfjöldi samskipta jafngilti því að hver einstaklingur hefði notað þessa þjónustu 1,8 sinnum á tímabilinu. Góð þjónusta. Af þeim sem notuðu heilbrigðisþjónustu á þessu þriggja mánaða tímabili töldu 61% hana vera mjög góða, 24% góða og 6% sæmilega. Hins vegar fannst 5% að þjónustu væri ábótavant og 3% mjög ábótavant. Tannlækna- þjónusta fékk einna besta dóma en slysadeildarþjónusta versta. LyQaneysla. Um sjö af hverjum tíu þátttakendum í könnuninni höfðu á þrem mánuðum notað lyf úr lyfjabúð og álíka stór hópur hafði notað vítamín, steinefni eða náttúrumeðul. Yfir 36% aðspurðra Frá Heilsugæslunni í Garðabæ. höfðu notað lyf samkvæmt lyfseðli og virtust hlutfallslega fleiri eldri en yngri nota slik lyf. Um 35% höfðu notað lyf sem keypt voru í lyfjabúð án lyfseðils. Hlutfallslega fleiri konur en karlar notuðu lyf. Spurt var hversu oft fólk hefði leitað til þeirra er stunda nudd, svæðanudd, huglækningar, grasa- lækningar, náttúrulækningar, jóga eða innhverfa íhugun. Um 10% þeirra sem spurðir voru höfðu not- að þessa þjónustu einu sinni eða oftar á tímabilinu, þar af hafði helmingur farið í nudd (sjúkra- nudd). Á sama tíma leituðu þrír af hverjum fjórum almennrar heil- brigðisþjónustu, eins og áður sagði. Tennurnar dýrar. Loks var spurt um útgjöld til heilbrigðis- þjónustu. Að meðaltali virðist hvert heimili verja innan við eitt þúsund krónum í læknisþjónustu á þriggja mánaða tímabili, svipaðri upphæð í lyfjakostnað (vítamín meðtalin) en á þriðja þúsund krón- um til tannlækninga. Mánaðarút- gjöld til þessara þátta voru þannig um 1500 krónur (á verðlagi í febrú- ar 1985), en það munu hafa verið um 3% af mánaðartekjum heimilis á þeim tíma. Margt athyglisvert. „Pessi könnun gefur mjög mikilsverðar upplýsingar um heilbrigðisþjónust- una utan sjúkrahúsa og það vekur sérstaka athygli hvað þessi hluti heilbrigðisþjónustunnar fær góða dóma hjá almenningi", sagði Guð- jón Magnússon aðstoðarland- læknir þegar leitað var álits hans á niðurstöðum þessarar könnunar. Hann sagði síðan að lyfjaneysla væri mjög mikil og gæfi svo sannar- lega tilefni til meiri og ítarlegri rannsókna. „Reyndar vitum við frá öðrunr athugunum að notkun sýklalyfja hér á landi er miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum og fer vaxandi ár frá ári." Varðandi útgjaldahliðina sagði aðstoðarland- Iæknir: „Niðurstöðurnar undir- strika að tannlæknaþjónustan er stærsti hluti heilbrigðisútgjalda al- mennings en jafnframt að í heild er heilbrigðisþjónustan ódýr enda þótt kostnaðinum sé misskipt og hann falli jafnan þyngst á þá sem minnst efni hafa". -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.