Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 20
byggist á því að taka bláæð úr fót- legg og tengja hana frá aðalslagæð (aorta) og við kransæð utan á hjart- að þannig að blóðið geti runnið óhindrað fram hjá þrengingu eða stíflu í kransæðinni. Oft er tengt fram hjá þremur hindrunum eða fleiri. Æðabútarnir eru 10 til 20 sentimetra langir og nokkrir milli- metrar í þvermál. Hvað tekur aðgerðin langan tíma? Kransæðatengingarnar taka allt frá 20 mínútum og upp í tvo og hálfan tíma, en í heild tekur að- gerðin þrjá til fimm tíma. Hjartaaðgerðir eru nú orðnar mun al- gengari en fyrir einum áratug. Krans- æðaaðgerðum hefur fjölgað úr 5 árið 1975 í 114 árið 1985, og komust meira að segja upp í 166 árið 1984. Aðrar hjartaaðgerðir (m.a. vegna meðfæddra hjartagalla og lokugalla) eru 20—35 á ári. Ein kransæðaaðgerð kostar í Englandi um 200 þúsund krónur, fyrir utan ferðakostnað o.fl. Eru þetta dýrar aðgerðir? Fólki sem er í þessari aðstöðu finnst þetta ekki dýrt. Ég skal ekki Ieggja mat á kostnaðinn sem slík- an, en reiknað hefur verið út að aðgerðirnar verði ódýrari hér en í London. Það kostar þjóðfélagið líka veru- lega mikið að hafa fólk óvinnufært og inni á sjúkrahúsi oft á ári vegna veikinda sinna. Það er mikilvægt að fá sjúklinginn til aðgerðar áður en hann fær hjartaáfall, kransæð- arnar stíflast og ör myndast í hjarta- veggnum. Þeir sem fara nógu snemma í aðgerð hafa meiri mögu- leika en hinir að fá bót meina sinna og komast til vinnu á ný. Hve Iengi er sjúklingurinn frá vinnu eftir aðgerð? Yfirleitt er legutíminn um tvær vikur og sjúklingurinn getur oft far- ið að vinna eftir tvo til þrjá mánuði. HJARTAAÐGERÐiR 1969-1985 250-, 200- 150-1 19 19 19 19 19 19 19 19 70 72 74 76 78 80 82 84 ■ KRANS— ■ AÐRAR ÆÐA— HJARTA— ADGERÐIR AÐGERÐIR Er aðgerðin sem slík hættuleg? Dánartíðni í kransæðaaðgerð og á fyrsta mánuðinum eftir hana, er víðast um eða innan við 1%. Hjartaaðgerðir eru því ekki hættu- legri en margar aðrar stórar skurðaðgerðir, til dæmis aðgerðir á lungum eða stórum æðum. En er mikil hætta á sýkingum? Við allar aðgerðir er viss hætta á sýkingum, en hún er ekki meiri við kransæðaaðgerð en aðrar hreinar skurðaðgerðir. Aðbúnaður á íslenskum sjúkra- húsum er það góður að hér ætti að vera hægt að reikna með að sýkinga- hættan geti verið jafn lítil og best gerist erlendis, þar sem vel innan við 5% sjúklinganna fá sýkingu í einhverju formi eftir aðgerð. Við kransæðaaðgerðir er tengt fram hjá stífluðum æðum utan á hjartanu. Efst á myndinni eru meginæðarnar að og frá hjartanu. 20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.