Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 23
Krabbamein hjá börnum: Lífshorfur hafa batnað Grein eftir Jóhann Heiöar Jóhannsson og Guðmund K. Jónmundsson Óhætt er að fullyrða að engir sjúkdómar valdi jafn miklum ugg hjá fólki og illkynja æxli, öðru nafni krabbamein. I hugum flestra eru krabbamein tengd langvarandi og kvalafullum veikindum og vísum dauða um aldur fram. Þetta á jafnt við um krabbamein hjá börnum sem fullorðnum. Að mörgu leyti er þessi hræðsla réttmæt. Óttinn er þó oft mestur vegna óvissunnar um lífshorfur. Fræðsla um krabba- mein er því mikilvæg, bæði til að draga úr órökrænni, lamandi hræðslu og vonleysi, og eins til þess að benda á að hægt er að beina kröftunum skynsamlega í baráttu gegn miklum vágesti. Vaxandi vitneskja um eðli krabbameina, og framfarir á sviði greiningar og með- ferðar, gefa ástæðu til bjartsýni. Illkynja æxli hjá börnum eru fá- tíð, en dánartíðni vegna þeirra er hlutfallslega há. Næst á eftir slys- um eru krabbamein algengasta dánarorsök barna og unglinga. Hér á landi greinast nú krabbamein hjá átta börnum á ári (meðaltal áranna 1975-84), þar af er rúmur helming- ur hvítblæði og heilaæxli (sjá töflu á næstu síðu). Til samanburðar má nefna að alls greinast um 640 krabbamein hjá fullorðnum íslend- Lifutt (survival) þeirra barna sem feng- ið hafa krabbamein hefur gjörbreyst á síðustu árum hér á landi sem erlendis. Um 24% þeirra barna sem fcngu krabbamein á árunum 1955-59 lifðu a.m.k. í eitt ár, en 90% þeirra barna sem fengu sjúkdóminn árin 1980—84 hafa lifað svo lengi. Oft er talið að þeir séu læknaðir sem lifa í fimtn ár eða lengur frá því að krabbamein var greint. Miðað við það læknuðust 14% þeirra barna sem fengu krabbamein 1955 -59 en 48% þeirra sem greindust með sjúkdóminn tveim áratugum síðar, 1975— 79. Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbamcinsfélagsins. ingum á ári (meðaltal áranna 1975— 84). Orsakir krabbameina eru ekki nema að litlu leyti þekktar. Margt bendir til þess.að erfðir skipti meira rnáli í æxlismyndun hjá börnum en fullorðnum, því að ýmiss konar erfðasjúkdómum, litningagöllum og vansköpnuðum fylgir aukin hætta á æxlismyndun. Ein ástæða þess, að umhverfið er ekki talið skipta eins miklu máli og erfðir varðandi barnaæxli, er sú að sumir ytri orsakaþættir hjá fullorðnum þurfa að verka árum eða áratugum saman áður en æxli myndast. Þá er þekkt að krabbamein finnist í ný- fæddum börnum. Umhverfisþættir verða þó ekki útilokaðir sem orsakir krabbameina hjá börnum. Svonefnd Epstein- Barr veira er talin valda eitilæxlum í afríkönskum börnum, kjarnorku- geislun getur valdið hvítblæði, röntgengeislun illkynja æxli í skjaldkirtli og grunur leikur á að ýmis Iyf sem mæður hafa tekið á meðgöngu geti valdið krabbameini í börnunum. Dæmi um það síð- asttalda er notkun lyfsins „diethyl- stilbestrol" til að koma í veg fyrir fósturlát. Pað hefur leitt til krabba- meins í leggöngum hjá stúlkubörn- um mæðra sem notuðu þetta lyf á meðgöngu. Engin slík krabbamein hafa þó fundist meðal íslendinga. Meðferð krabbameina er bæði sérhæfð og ósérhæfð. Sérhæfð krabbameinsmeðferð stefnir að því að eyða æxlisvef. Þannig er ýmist beitt skurðaðgerðum til þess að fjarlægja krabbameinið eða notuð eru lyf og geislar sem deyða æxlis- frumur eða draga úr vexti þeirra. LIFUN BARNA SEM HAFA FENGIÐ KRABBAMEIN A LIFI EFTIR 1 AR A LIFI EFTIR 5 AR i 1 AR (REIKNUÐ STEFNA) ' 5 AR (reiknuð STEFNA) GREININGARAR HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.