Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 7
A Arinu hófust framkvæmdir við svo- nefnda K-byggingu Landspítalans, en hún mun kosta fullgerð um 800 millj- ónir króna. að hjartaskurðlækningum hér- lendis. Hluti starfsfólks ráðinn og samið við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð um þjálfun þess. Landssamtök hjartasjúklinga efndu til fjársöfnunar til tækja- kaupa í væntanlega hjartaskurð- deild. JÚLÍ Þrennir þríburar. Á þriggja mánaða tímabili fæddust þrisvar sinnum þríburar hér á landi, og mun það einsdæmi. ÁGÚST Heilsugæslan í höfn. Flestir heilsugæslulæknar landsins höfðu sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Samningar náðust á síðustu stundu. Hafnarbúðir falar. Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkti að leita samninga við ríkissjóð um sölu Hafnarbúða. Landakotsspítali mun nota húsið fyrir langlegusjúkl- inga. Miklar blaðadeilur höfðu orð- ið um málið. SEPTEMBER Arfgengt æðamein. Haldin var alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um arfgengan sjúkdóm vegna mynd- unar amyloid-efna í miðtaugakerfi. Blá böð. Landlæknisembættið hóf rannsókn á lækningamætti jarðsjávarvatns í Bláa lóninu við Svartsengi, en talið hafði verið að böðun í lóninu hefði jákvæð áhrif á psoriasis. Berklahæli með breytt verk- efni. Minnst var 75 ára afmælis Víf- ilsstaðahælisins, sem áður hýsti berklasjúklinga en nú einkum lungnasjúklinga, m.a. af völdum reykinga. OKTÓBER Hefðbundin heilsugæsla. Hætt við umdeild áform um að bjóða út rekstur heilsugæslustöðv- ar í Drápuhlíð í Reykjavík. NÓVEMBER Alnæmi sem dánarorsök. Blaðafregnir hermdu að fyrsti ís- lenski sjúklingurinn hefði látist af völdum alnæmis. DESEMBER Aukin leit. Hafinn undirbún- ingar leitar að krabbameini í neðri hluta meltingarvegar. Árið sem AIDS kom til íslands í lok mars var frá því sagt í dag- blöðum að mótefni AIDS-veiru hefðu í fyrsta sinn greinst í blóð- sýni Islendings. Þar með virtist staðfest að þessi sjúkdómur, sem leiðarhöfundur DV sagði að væri „að ýmsu leyti verri en svarti dauði", væri kominn til landsins. Heilbrigðisyfirvöld kynntu að- gerðir gegn útbreiðslu sjúkdómsins í maí, og á miðju sumri gaf Land- læknisembættið út fræðsluritið „Al- næmi, spurningar og svör", sem dreift var í 20.000 eintökum. Síðar á árinu var dreift fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Deilur stóðu um það hvar rann- sóknir á þessum sjúkdómi ættu að fara fram. Á fjárlögum, sem sam- þykkt voru í desember, var veitt heimild til að kaupa hús í þessu skyni. I september var komið á fót upp- lýsingaþjónustu um alnæmi. Mótefnamælingar á áhættusýn- um hófust á Borgarspítalanum í október. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisyfirvalda munu 17 Islend- ingar hafa greinst með alnæmi á mismunandi stigum árið 1985. Einn lést á árinu, einn var með veruleg forstigseinkenni í árslok, sjö með væg forstigseinkenni og átta með mótefni veirunnar í blóði. -jr. AlDS-veiran, sem nefnd er „Hutnan T-Lymphotropic Virus 111", lítur svona út í rafeindasmásjá. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.