Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 8
Reykingar kvenna líkjast farsótt Grein eftir Svein Magnússon Nýlega er Iiðinn svonefndur kvennaáratugur, og margt hefur áunnist í baráttumálum kvenna. Á þessum áratug hefur hins vegar komið betur í ijós en áður að reykingar kvenna eru að verða, eða eru jafnvel þegar orðnar, eitt stærsta heilsufarslega vandamál þeirra. Reykingar kvenna urðu algengar 20 til 30 árum síðar en reykingar karla. Heimsstyrjaldirnar tvær voru vaxtartímar reykinga karla. Fljótlega upp úr 1950 fóru tóbaks- framleiðendur að beina auglýsing- um sínum að konum. Þær voru hinn óunni markaður. Afleiðingar þess eru nú, 30 árum síðar, að koma í ljós, hver annarri ömur- legri. Fyrstu merki faraldurs reykinga- tengdra sjúkdóma meðal kvenna eru að gera vart við sig. í nýlegri grein í Heilbrigðismálum kom fram að lungnakrabbamein er það krabbamein sem veldur oftast dauða meðai íslenskra kvenna og að nú deyja um 30 konur á ári úr því. Tengsl lungnakrabbameins og reykinga eru óyggjandi, og í áður- nefndri grein kemur fram að konur þurfa iíklega ekki að reykja eins mikið og karlar til að fá sjúkdóm- inn. íslenskar konur hafa nú hæsta dánartíðni úr lungnakrabbameini í heiminum. Árið 1983 dóu 26 konur af hverjum 100.000, úr lungna- krabbameini á íslandi, sem er miklu hærra en í nágrannalöndun- um, t.d. var sambærileg tala 8 í Sviþjóð, 7 í Noregi og 6 í Finnlandi. Ymsar nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að konum er ekki hlíft við neinum þeim sjúkdómum sem reykingar leiða af sér hjá körlum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Sýnt hefur verið fram á að konur sem reykja á meðgöngutíma fæða léttari börn en þær sem reykja ekki. Munar þar að meðaltali tæplega einni mörk (250 g), sem getur skipt miklu máli fyrir barnið. Hætta á fósturláti, fósturdauða og nýbura- dauða eykst í réttu hlutfalli við það hve móðirin reykir mikið. Sjúkleg afbrigði í meðgöngu og fæðingu eru mun algengari hjá konum sem reykja, en þeim sem reykja ekki. Má þar nefna blæðingar á með- göngu, losun fylgju áður en fæðing hefst, fyrirstæða fylgju, legvatns- leka og fæðingu fyrir tímann. Öll þessi afbrigði eru fóstri og móður hættuleg. Fæðingareitrun hjá konu sem reykir er mun hættulegri en hjá konu sem ekki reykir. Líkur benda eindregið til að börn reyk- Þannig voru sígarettur auglýstar í ís- lenskurn tímaritum fyrir fimmtán árum. í texta pessarar auglýsingar stóð: „Góðar stundir bera keim af ..... langar sígarettur í mjúkum pökkum eða hörðum". Skyldu stundir reykinga- fólksins enn vera góðar? 8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.