Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 31
Alzheimer sjúkdómur - alvarleg elliglöp Grein eftir Arsæl Jónsson Til skamms tíma var álitið næsta eðlilegt að aldrað fólk væri „kalk- að". Nú er orðið ljóst að það er eðlilegt að aldrað fólk haldi and- legum kröftum og þegar sjúkdóm- ar framkalla svonefnd elliglöp þá er í fæstum tilvikum um æðakölkun að ræða. Alzheimer sjúkdómur er al- gengastur þeirra sjúkdóma sem valda elliglöpum. Ekki eru þó allir svo ýkja gamlir sem fá þennan sjúkdóm og fyrsti sjúklingurinn, sem þýski læknirinn Alois Alz- heimer lýsti árið 1906, var rúmlega fimmtug kona. Sjúkdómur kon- unnar lýsti sér með vaxandi minnisleysi og áttunarleysi sem að lokum leiddi til dauða hennar. Við krufningu kom í ljós að heilinn var rýr, taugafrumum í honum hafði fækkað og víða fundust svonefndar elliskellur (senile plaques), og í mörgum taugafrumunum sáust taugakönglar (neurofibrillary tang- les). Þessum breytingum hafði áður verið lýst meðal háaldraðs fólks en í þá daga var sú skoðun meir ríkjandi en nú að margir alvar- legir sjúkdómar meðal aldraðs fólks væru „eðlileg" afleiðing ell- innar og ættu ekki að teljast til eiginlegra sjúkdóma. Grein AIz- heimers um samskonar breytingar hjá miðaldra konu vakti því mikla athygli og varð sjúkdómurinn síð- an tengdur nafni hans. Um algengi þessa sjúkdóms var þó ekki mikið vitað fyrr en árið 1968 er breskir læknar lýstu sömu breytingum og Alzheimer hafði gert í heilum hjá helmingi fólks sem lést með alvarleg elliglöp. Hjá aðeins 12% þessa fólks mátti rekja elliglöpin til æðasjúkdóma, einkum æðakölkunar. Arið 1975 leiddu hliðstæðar rannsóknir í Bandaríkj- unum til sömu niðurstöðu. Alz- heimer sjúkdómurinn er nú talinn vera fjórða til fimmta algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn er langvinnur og eiga því margir um sárt að binda vegna hans. Alzheimer sjúkdómur er talinn ein meginorsök þess að fólk kvíðir fyrir ellinni eða hræðist hana. Að verða „kalkaður" og háð- ur öðrum með alla hjálp er lítið tilhlökkunarefni að loknu ævistarfi. Greining á Alzheimer sjúkdómi í lifandi lífi er byggð á líkum, þ.e. gangi sjúkdómsins, sem venjulega ágerist jafnt og þétt, og að und- angenginni nákvæmri læknisrann- sókn til að útiloka aðra sjúkdóma. Rannsóknin felst í almennri læknis- skoðun, minnisprófun, blóðrann- sókn, röntgenmyndatöku af heila Dagdeild fyrir aldrað fólk með einkenni um elliglöp (m.a. vegna Alzheimer sjúkdóms) tekur til starfa að Flókagötu 53 í Reykjavík í vor á vegum Múlabæj- ar, þjónustumiðstöðvar aldraðra. (með sneiðmyndatæki) og heilarit- un. Útiloka þarf fjölmarga aðra sjúkdóma sem geta valdið elli- glöpum, eins og getið var í upp- hafi. Oft er sjúkdómsgreiningin ekki örugg og fæst stundum ekki staðfest fyrr en eftir krufningu. En jafnvel heilarannsókn eftir dauða er annmörkum háð vegna þess að elliskellur og taugakönglar finnast oft í heila fólks sem í lifanda lífi bar engin merki elliglapa. Það sem máli skiptir er fjöldi þessara skemmda og staðsetning þeirra í heilanum. Sérhæfðar rannsóknir á heila, til könnunar á orsökum elli- glapa, eru nú gerðar á Rann- sóknastofu Háskólans á vegum prófessors Hannesar Blöndal. Þessi vandkvæði á nákvæmri sjúkdómsgreiningu valda læknum og vísindamönnum miklum erfið- leikum við rannsóknir og meðferð sjúklinga. Alzheimer sjúkdómur hefur ekki fundist hjá dýrum og ekki er hægt að framkalla hann með góðu móti hjá tilraunadýrum. Tíðni elliglapa á Islandi hefur verið rannsökuð af Hallgrími Magnússyni lækni og prófessor Tómasi Helgasyni. Eru niðurstöður þeirra svipaðar og fundist hafa meðal annarra vestrænna þjóða. Væg og erfið elliglöp fundust hjá 10% 75 ára íslendinga, 17% þeirra sem voru 81 árs og hjá tæpum 30% þeirra sem voru 87 ára. Ef mið er tekið af breskum og bandarískum rannsóknum má ætla að Alzheimer sjúkdómur hafi verið orsök elli- glapa hjá helmingi þessara sjúk- linga. í könnun á langlegusjúk- lingum eldri en 70 ára á almennum sjúkradeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík í maí 1981 kom í ljós að einungis þriðjungur hópsins hafði ekki merki um elliglöp. Þriðjungur sjúklinga sem lagðir voru inn á Öldrunarlækningadeild Landspít- HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.