Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 34
lega, að búa sem best að þessum sjúklingum utan stofnana. Alzheimer sjúkdómur er ólækn- andi en hægt er að hafa áhrif á gang hans. Hið sama gildir um marga aðra sjúkdóma eins og syk- ursýki, kransæðakölkun og lungnaþembu. Mikið gagn er hægt að gera með því að lækna eða draga úr fylgikvillum sjúkdómsins, t.d. geðrænum einkennum. Sérhæfð lyf, sem beinast að sjúkdómnum sjálfum, hafa því miður ekki borið mikinn árangur enn sem komið er. Sum þeirra virðast þó gera eitthvert gagn. Sem dæmi má nefna að ung- ur íslenskur heilaskurðlæknir, Þór- ir Ragnarsson, sem starfar við sjúkrahús í Boston, hefur ásamt öðrum gert tilraunir með að koma lyfi, skyldu asetýlkólíni inn í heila sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm um plastslöngu, Iíkt og notað er við svokallaðan vatnsheila. Rannsókn- ir á þessari aðferð eru á byrjunar- stigi og lofa fyrstu niðurstöður góðu. Stuðningur við aðstandendur og þekking á sjúkdómnum kemur að mestu gagni, en til þess að vel sé þarf sérhæfður vinnuhópur með virk tengsl við stofnunarþjónustu, að vera reiðubúinn að sinna þörf- um þeirra. Þar sem best er staðið Með sérstakri sneiðmyndatækni (PET- scati) sést að hin sködduðu svæði heilans hjá Alzheimersjúklingi nýta ekki geisla- virkan sykur (vinstri mytid). Til sam- anburðar sést eðlileg nýting sykurs hjá heilbrigðum manni (hægri mynd). að þessum málum meðal ná- grannaþjóða okkar hefur sérhæfð- um deildum verið komið á fót innan geðlæknisfræðinnar, svo- nefndum öldrunargeðdeildum. Þessar deildir starfa í nánum tengslum við öldrunarlækninga- deildir, heilsugæslustöðvar, félags- lega þjónustu og dvalarstofnanir fyrir aldraða. Þarfir Alzheimer sjúklinga eru sérstakar og þeir eiga oft ekki samleið með öðrum sjúkl- ingahópum. Sýnt hefur verið fram á að sérhæfing á sviði hjúkrunar og sálarfræði getur oft skilað góðum árangri í meðferð þeirra. Til þess að nýting fjármuna sé sem best er þjónusta öldrunargeðlæknisfræð- innar höfð svæðisbundin líkt og lög um málefni fatlaðra á íslandi gera ráð fyrir. Með því móti er hægt að skipuleggja kraftana betur og meta árangur starfsins. Samantekt. Alzheimer sjúk- dómur er algengur og tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Þótt sjúkdómurinn sé ólæknandi þarfn- ast hann nákvæmrar rannsóknar og fjölþættrar meðferðar. Sjúkling- um verður ekki sinnt sómasamlega nema með sérhæfðu vinnuteymi með getu til úrlausna á sviði læknis- og félagslegrar þjónustu, innan sem utan stofnana. Velferð sjúklings er oftast í því fólgin að gera honum kleift að dveljast sem lengst á eigin heimili. Það hefur hins vegar í för með sér mikið álag á aðstandendur. Til þess að létta þær byrðar þurfa aðstandendur að hafa aðgang að sem bestri ráðgjöf og hægt verður að vera að veita skjóta og raunhæfa aðstoð þegar þörf krefur. Samfélagsleg ábyrgð er mikil og heildarkostnaður verður því meiri sem sérhæfing og skipu- lag heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu á þessu sviðum er minni. Alzheimer sjúkdómur hefur verið kallaður „hinn þögli faraldur". Tíðnitölur eru sambærilegar við tölur um faraldra og sjúkdómurinn er „þögull" vegna þess að sjúkling- arnir kvarta ekki sjálfir og aðstand- endur hafa sjúkdóm sinna nánustu ekki í hámælum. Oft vita heilbrigð- isstarfsmenn ekki nóg um sjúk- dóminn og sjaldnast er sjúkdóms- ins getið sem raunverulegrar dán- arorsakar. Miklar vonir eru, bundnar við samtök aðstandenda Alzheimer sjúklinga á íslandi sem stofnuð voru haustið 1985. Nauðsynlegt verður að skipuleggja heilbrigðis- og félagslega þjónustu fyrir Alz- heimer sjúklinga á sama hátt og gert er fyrir aðra sjúklinga. ílarefni og heimildir: Ársæll Jónsson og Þór Halldórsson: Mat á vistunarþörf aldraðra sjúkra í heimahús- um. Læknablaðið 1979, 65:239-243. Ársæll Jónsson og Jónas Hallgrímsson: Comparative disease patterns in the elder- ly and the very old. Læknablaðið 1983, fylgirit 16:92-99. Ársæll Jónsson, Sigurveig H. Sigurð- ardóttir, Skúli G. Johnsen og Guðjón Magnússon: Assessment of longstay pati- ents age 70 years and older in general and psychiatric hospitals in Reykjavík. Lækna- blaðið 1983, fylgirit 16:197-199. Guðsteinn Þengilsson og Ársæll Jóns- son: Innlagnir af félagslegum ástæðum á öldrunarlækningadeild. Læknablaðið 1983, 69:266-271. Hallgrímur Magnússon: Geðsjúkdómar eldra fólks, algengi, gangur og h'ðni inn- lagna. Læknablaðið 1983, fylgirit 17:55-58. Hallgrímur Magnússon: Er sjúklingum með elliglöp sinnt sem skyldi á íslandi? Morgunblaðið 8. nóv. 1985 bls. 24-25. Hildur Einarsdóttir: Alzheimer-veikin. Mesta ógn ellinnar. Morgunblaðið 23. nóv. 1984 bls. 26. V. A. Porsman o. fl. (ritstj.): Alzheimer's disease. Danish Medical Bulletin, 1985, 32, Suppl 1: 1-111. M. Roth, L. L. Iversen (ritstj.): Alz- heimer's disease and related disorders. British Medical BuIIetin, 1986, 42:1:1-116. Arsæll Jórtsson er sérfræðingur í lyflækningum með öldrunarlækn- ingar sem undirgrein. Hann er læknir á lyflækningadeild Borgar- spítalans. 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.