Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 22
Á fjórða þúsund sjúkrarúm
Árið 1982 voru 3332 sjúkrarúm á
íslenskum sjúkrahúsum, sam-
kvæmt upplýsingum frá Land-
læknisembættinu. Með sjúkrahús-
um er átt við almenn sjúkrahús,
Landspítalinn er stærsta sjúkrahús
landsins. A pessari mynd af Landspít-
alalóðinni og nágrenni sést
kennsluhúsnæði læknadeildar og
tannlæknadeildar Háskólans neðst til
vinstri. Ofan Hringbrautar er kvenna-
deildin lengst til vinstri, síðan aðal-
bygging Landspítalans (frá 1930) með
viðbyggingum. Hægra megin við miðja
mynd er Hjúkrunarskólinn (brúnleitt
hús) og geðdeildin lengst til hægri.
Ofar á myndinni er Fæðingarheimili
Reykjavíkur og enn ofar sést Heilsu-
verndarstöðin.
geðsjúkrahús, hjúkrunarheimili,
endurhæfingarstofnanir og fæðing-
arheimili. Stærstu sjúkrahúsin eru
Landspítalinn, þar eru 585 rúm, og
Borgarspítalinn í Fossvogi, með um
270 rúm.
Sjúkrarúm eru mun fleiri nú en
var fyrir nokkrum áratugum. Árið
1930 voru 946 rúm á sjúkrahúsum.
Pað samsvarar 8,8 rúmum á hverja
þúsund landsmenn en hliðstæð
tala er nú 14,2 rúm.
Á almennum sjúkrahúsum
dvöldu árið 1982 um 43 þúsund
sjúklingar eða nær fimmti hver ís-
lendingur. Dvalartíminn var að
meðaltali 17 dagar.
Pað kostar nú frá 1090 kr. til 6630
kr. að dvelja í einn dag á sjúkra-
húsi, að mati daggjaldanefndar.
Ekki er við því að búast að
sjúkrarúmum fjölgi mikið á allra
næstu árum. Að vísu eru fjórar
hæðir B-álmu Borgarspítalans ófrá-
gengnar, en þar er gert ráð fyrir alls
116 rúmum. Hins vegar hafa fjár-
veitingar verið mjög takmarkaðar,
t.d. 3 milljónir króna á fjárlögum
þessa árs. Til sjúkrahúss og heilsu-
gæslustöðvar á ísafirði eru veittar
25,9 milljónir króna og 12,4 millj-
ónir til hliðstæðra stofnana á Sauð-
árkróki. Þetta eru stærstu fram-
kvæmdirnar á árinu að undanskil-
inni K-byggingu Landspítalans, en
til hennar eru veittar 52 milljónir
króna. Engin sjúkrarúm verða í
þeirri byggingu. Til tækjakaupa,
búnaðar og breytinga á vegum Rík-
isspítalanna eru 57 milljónir króna
á fjárlögum þessa árs.
-F-
22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986