Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 4

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 4
HEILBRIGÐISMÁL / Ragnar Jónasson Flýttu þér hægt! Gamla latneska máltækið „fest- ina lente" eða flýttu þér hægt er sí- gilt og á víða við í lífi okkar. Slys eru vafalaust víðtækasta heilbrigðisvandamál okkar í dag, á þann veg, að þau snerta fleiri landsmenn en önnur áföll sem verða á heilsu þeirra. Nærri lætur að árlega deyi 80-90 manns af slys- um og aðeins hjartasjúkdómar, heilablóðfall og krabbamein eru al- gengari dámarmein meðal íslend- inga. Fjöldi þeirra sem slasast og lifa af er að sjálfsögðu margfalt meiri en þeirra sem látast og sést það best á því að árlega koma milli 40 og 50 þúsund manns á slysa- deild Borgarspítalans eina saman, en margir þeirra auðvitað vegna minni háttar áverka. Áætlað hefur verið að milli 60 og 70 þúsund ís- lendingar, eða þriðji til fjórði hver, slasist árlega. Þar eru þó aðeins taldir þeir sem koma til læknis- meðferðar og ekki þeir sem búa um sín sár sjálfir eða sjá um með- ferðina á annan hátt. Og tölur benda til þess að slysum fjölgi stöðugt, en banaslysum hefur þó fækkað. Fjórir stærstu flokkar slysa eru umferðarslys, vinnuslys, heima- slys og íþróttaslýs. Áðdraganda umferðarslysa má oft rekja til hrað- aksturs. Sennilega gegnir svipuðu máli með mörg önnur slys, að fólk hefur haft of mikinn hraða í eigin athöfnum eða í meðferð tækja og þannig orðið sér eða öðrum að voða. Margir átta sig ekki á því að stilla þarf hraða í hóf þegar skortir kunnáttu eða reynslu. Sama er að segja um þreytu, andlega og lík- amlega, ölvun og áhrif deyfandi lyfja, að heilsu er hætta búin þegar hugur og hönd fylgjast ekki að. f ávarpi sínu til Islendinga í til- efni nýrra umferðalaga hvatti for- seti okkar, Vigdís Finnbogadóttir, til þess að við ætluðum okkur nóg- an tíma í umferðinni. Hún benti á að þorri slysa og óhappa stöfuðu af því að við værum ekki með hug- ann við það sem við værum að gera og mætum aðstæður rangt. Öllum liði betur sem væru ekki í kapphlaupi við tímann og okkur lægi ekki alltaf eins mikið á og við héldum. Orð forsetans eiga jafnt við um aðrar athafnir okkar og eru sannar- lega orð í tíma töluð. Við erum allt- of oft að flýta okkur hvort sem er í starfi, á heimili eða í frístundum og metum aðstæður rangt. En hvers vegna þessi flýtir og hraði, sem við stundum ráðum ekki við? Ekki er hægt að finna einn sökudólg, því við erum öll samsek, en hvert á sinn hátt. Við rekum hvert annað áfram og unn- um sjálfum okkur og öðrum lítillar hvíldar. Fjölmiðlar hamast á okkur með ábendingum og hvatningu um nauðsyn aukins hraða í æði og athöfnum. Frægt dæmi um áherslu þá sem lögð er á hraða eru bif- reiðaauglýsingar, þar sem spyrnu- kraftur og hraðakstur á malbiki og vegleysum er sýndur með öllum þess glæsileik. Fólki liggur mikið á að komast milli staða, vegir eru styttir og brýr byggðar um árósa og firði. Okkur er talin trú um að bið og hægagangur sé af hinu illa. Óþol- inmæði skín af andlitum þeirra sem bíða eftir afgreiðslu. Þótt flest- ir finni þetta hjá sér er lítið um eðlileg gagnviðbrögð með beitingu slökunar og þolinmæði og gerð tímaáætlana þar sem gert er ráð fyrir eðlilegum töfum og bið. Streitan, sem leiðir af því að halda ekki gerða áætlun, að verða öðrum til tafar eða hafa það á til- finningunni að aðrir séu að leggja stein í götu manns, raskar rökréttri hugsun og réttum viðbrögðum og er mikill slysavaldur. Við eigum að læra að þekkja þennan slysavald og síðan snúast gegn honum á réttan hátt. Með þessum orðum er ekki verið að mæla seinagangi bót né hamla gegn eðlilegum hraða og framförum, heldur er verið að benda á að rétt væri að hafa í huga gamla rómverska málsháttinn sem er fyrirsögn þessa leiðara og það, að sjaldan er flas til fagnaðar. Jónas Hallgrímsson, prófessor. 4 HEILBRIGÐISMAL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.