Heilbrigðismál - 01.09.1988, Side 5

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Side 5
HEILBRJGÐISMÁL / Ljósmyndannn (Jóhannes Long) Bílbelti í aftursætum - barnanna vegna Grein eftir Jónas Ragnarsson Góð reynsla af skyldunotkun ör- yggisbelta í framsætum bifreiða vekur þá spurningu hvort ekki sé orðið tímabært að lögleiða notkun belta í aftursætum. Virðist full ástæða til þess þegar haft er í huga að ár hvert slasast hérlendis að öll- um líkindum um tvö hundruð far- þegar í aftursætum bifreiða, þar af um fimmtíu börn.1 Notkun bflbelta fyrir börn í aft- ursætum er lögboðin í nokkrum löndum, þar á meðal í Hollandi, Kanada, Astralíu, Nýja Sjálandi og í nokkrum fylkjum Bandaríkj- anna.2,3 í Vestur-Þýskalandi er skyldunotkun belta fyrir alla far- þega í aftursætum, en sektar- ákvæði skortir.4 Svipuð ákvæði munu gilda í Noregi og Svíþjóð, en sektum er beitt þar. Á það hefur verið bent2 að eng- um dytti í hug að flytja egg óvarin í aftursætum, en margir aka þó með börn sín óbundin. Börnum er mjög hætt við árekstur ef þau eru ekki bundin, þau eru léttari en fullorðn- ir og þeytast því oft í framrúðuna og slasast á andliti. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum notkunar bflbelta eða bflstóla á slysatíðni barna sem sitja í aftursætum bifreiða. í norskri rannsókn kom í ljós að 90% af börnum sem voru óbundin slöi- uðust við umferðarslys en einung- is 20% þeirra sem voru bundin.5 Breskar og bandarískar rannsóknir sýna að með réttri notkun bflstóla og bflbelta sé unnt að draga úr hættu á alvarlegum slysum meðal barna um 50-90%.2-6 Á sama tíma og notkun bílbelta í framsætum hefur aukist úr 45% í 90% hér á landi á síðustu tveim ár- um hefur notkun bílbelta í aftur- sætum einnig aukist. Fyrir tveim árum voru 5% fullorðinna farþega í aftursætum með beltin spennt en 45% nú í sumar, samkvæmt könn- un Umferðarráðs og lögreglu. Nú er einnig orðið algengara en áður að börn séu í bflstólum, fyrir tveim árum var hlutfallið 32% en er nú orðið 44%. í gildandi reglum um gerð og búnað ökutækja er þess ekki kraf- ist að bflbelti séu í aftursætum bif- reiða. Þrátt fyrir það eru slík belti í þrem af hverjum fjórum bflum, samkvæmt áðurnefndri umferðar- könnun. Nú munu þessar reglur vera í endurskoðun. Þess má geta að góð rúllubelti í aftursæti eru fá- anleg í flesta bfla og kosta álíka mikið og ein hraðasekt. Samkvæmt framansögðu er ástæða fyrir löggjafarvaldið að huga að breytingu íslensku um- ferðarlaganna til að lögbinda notk- un bflbelta í aftursætum. Ný könn- un á vegum Heilbrigðismála sýnir að 88% aðspurðra eru hlynntir slík- um ráðstöfunum (sjá töflu). Svip- aðar niðurstöður hafa fengist er- lendis.2 Reynslan sýnir að sektará- kvæði eru nauðsynleg til að árangur náist. Læknisfræðileg rök mæla með þessari breytingu - og það fyrr en síðar. Með því að auka notkun barnastóla og bflbelta í aft- ursætum er hægt að fækka alvar- legum slysum í umferðinni hér um marga tugi á ári. Tilvitmnir: 1. Bjarni Torfason: Umferöarslysin og af- leiðingar þeirra. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1984 nr. 1. 2. Daphne Gloag: Changing the law on children in cars. British Medical Journal, 1987, 295:1082. 3. Alexander C. Wagenaar o. fl.: Effects of child restraint laws on traffic fatalities in el- even states. The Journal of Trauma, 1987, 27(7):726-732. 4. Ernst A. Marburger o. fl.: Seat belt legis- lation and seat belt effectiveness in The Federal Republic of Germany. The Journal of Trauma, 1987, 27(7):703-705. 5. Barnaslys. Bflbeltin geta bjargað. Heil- brigðismál, 1983, 31(3):14. 6. Alexander C. Wagenaaro. fl.: Preventing injuries to children through compulsory auto- mobile safety seat use. Pediatrics, 1986, 78(4), 662-672. Jónas Ragmrsson er ritstjóri Heil- brigöismála. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) skyldunotkun bílbelta í aftursætum? Könnun Hagvangs fyrir tímaritið Heilbrigðismál í september 1988. Svör 1087 þátttakenda (af 1159) sem tóku afstöðu. Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Allir, 15-79 ára ! \. 88% 12% Karlar 82» 18% Konur 94% Wó% 15-19 ára . . I ,.".H L... Í85% 15% 20-29 ára s. 81% 19% 30-39 ára 94% 6% 40 19 ára L;........... ; 88% 12% 50-59 ára ifítLÁÁ...;. 90% 10% 60-69 ára 88% 12% 70-79 ára 95% 5% íbúar á höfuðborgarsvæðinu 88% 12% íbúar í þéttbýli úti á landi 88% 12% íbúar í dreifbýli V .... 89% 11% HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 5

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.