Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 7
I r 2 1 Smitleiðir lifrarbólgu Lifrarbólga A: Smitast um meltingarveg eftir neyslu fæðu eða vökva sem mengaður er af völdum lifrarbólguveiru A. Lifrarbólga B: Smitast með blóði sýktu af völdum lifrarbólguveiru B, venjulega við kynmök, stungur eða blóðgjafir. Lifrarbólga D: Smitast með blóði sýktu af völdum lifrarbólguveiru D venjulega við kynmök, stungur eða blóðgjafir. Veiran veldur einungis sjúkdómi hjá þeim sem eru með lifrarbólguveiru B fyrir. Önnur smitandi lifrarbólga: Tvær mismunandi smitleiðir, annars vegar um meltingarveg og hins vegar með blóði. Það er því um að ræða tvo eða fleiri sjúkdóma í þessum flokki. að lifrarbólgur eru meðal algeng- ustu sjúkdóma í veröldinni og geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Einkenni lifrarbólgu eru svipuð í öllum þessum sjúkdómum. Sjúk- dómurinn byrjar yfirleitt með hita, kuldatilfinningu, höfuðverk, van- líðan, beinverkjum og stundum liðverkjum. Nokkrum dögum síðar fer að bera á ógleði, uppköstum, lystarleysi og verkjum í ofanverð- um kvið, hægra megin. í kjölfarið dökknar þvagið, hægðirnar lýsast, húðin og augnhvíturnar gulna. Oft eru þó einkennin mjög væg eða engin, einkum í ungum börnum. Hjá öðrum geta þau varað mánuð- um saman og einstaka sinnum get- ur lifrin skemmst svo mikið að sjúklingur missir meðvitund og jafnvel deyr. Lifrarbólga A er útbreidd um heim allan, einkum í suðlægum löndum og vanþróuðum ríkjum. Mælingar á mótefnum gegn lifrar- bólguveiru A sýna að verulega hef- ur dregið úr útbreiðslu sjúkdóms- ins á undanförnum áratugum á Vesturlöndum. Þannig er mjög fá- títt að finna einstaklinga hér á landi sem hafa smitast eftir 1950. Hins vegar er meira en annar hver íslendingur fæddur fyrir 1940 með mótefni gegn veirunni og þannig með merki um gamalt smit. Veiran skilst út með hægðum og getur þannig borist manna á milli einkum þar sem hreinlæti er ábóta- vant. Venjulega koma upp faraldr- ar þegar vatnsból og fæða saur- mengast. Þekkt dæmi eru um smit sem verður vegna neyslu á hráum skolpmenguðum skelfiski sem ræktaður er í sjó nálægt borgum suðrænna landa. Ekki er vafi á því að aukið hreinlæti er mikilvægasta ástæða þess að dregið hefur svo mjög úr tíðni sjúkdómsins hér- lendis og víða annars staðar. Að hinu er hins vegar að gæta að lang- flestir íslendinga sem fæddir eru eftir seinni heimsstyrjöldina hafa ekki mótefni gegn veirunni og geta því auðveldlega smitast af henni. Ekki er enn til bóluefni gegn sjúk- dómnum en ferðalangar sem leggja leið sína til suðrænna landa geta þó varið sig með því að fá sprautu með mótefnum, svoköll- uðum gammaglóbúlínum, sem innihalda mótefni gegn lifrarbólgu- veiru A. Ein slík sprauta veitir góða vörn í þrjá mánuði. Einnig er sjálfsagt að verja sig með því að forðast hráan mat, ógerilsneydda mjólk og mengað vatn. Lifrarbólga B er, eins og áður er getið, sjúkdómur sem smitast með blóði. Hann er einn af elstu og út- breiddustu sjúkdómum mann- kynsins. Faraldri af völdum lifrar- bólguveiru B var fyrst lýst meðal skipasmiða í Þýskalandi árið 1883, en þá var verið að bólusetja gegn kúabólu og bóluefnið var mengað af sýktu mannasermi. Síðar hefur smitun oft verið lýst við blóðgjafir og nálarstungur. Megin smitleið sjúkdómsins er þó talin vera við samfarir og þegar sýkt móðir smit- ar barn sitt við fæðingu. Gagnstætt Iifrarbólguveiru A getur lifrar- bólguveira B stundum tekið sér bólfestu í lifrinni og valdið viðvar- andi lifrarbólgu. Þannig getur sýktur einstaklingur smitað aðra árum saman án þess að vita af því. Lifrarbólga B er einnig alvarlegur sjúkdómur vegna þess að þeir sem fá viðvarandi lifrarbólgu geta feng- ið slæma lifrarskemmd sem endar Rafeindasmásjármynd af tveim lifrarbólguveirum af B-stofni. Veiran er flókin að byggingu og er sérkennileg að mörgu leyti. Hjúp- ur veirunnar losnar auðveldlega frá henni og finnst í blóði. HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.