Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 11

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 11
HEILBRICÐISMÁL / JiWus RjRnarsson margvíslegar. Líkamlegir sjúkdóm- ar eiga oft stóran þátt í svefnleysi, þar má nefna verki sem fylgja gigt- arsjúkdómum og ýmiss konar taugasjúkdómum og einnig eftir- köst eftir lyfja- og áfengisnotkun. Svefnleysi er flokkað í fjóra að- alflokka: í fyrsta lagi er um að ræða starf- rænt svefnleysi sem er af sálrænum toga og ekki tengist líkamlegum orsökum. í öðru lagi er rætt um utanaðkom- andi svefnleysi, sem getur stafað af inntöku lyfja eða neyslu áfengis, af sjúkdómum eða af umhverfisþátt- um sem hindra svefn. í þriðja lagi er eiginlegt svefrileysi sem tengist svefnsjúkdómum. Þannig er t.d. um svefnstol sem er sjúkdómur sem kemur fram á barnsaldri og varir venjulega allt lífið. Þeir sem þannig er háttað um eiga alla tíð í erfiðleikum með svefn og hafa af því margvísleg óþægindi ólíkt þeim sem eru skammsvæfir og þurfa lítið að sofa, en vakna hvíldir að morgni. Annað dæmi um eiginlegt svefnleysi eru svokölluð „svefnlæti" sem geta t.d. verið vöðvakippir í svefni, tannagnrst, martraðir og margt fleira, en þessir þættir trufla venju- lega svefn. Þriðja dæmi um eigin- legt svefnleysi er svokallað „rit- rækt" svefnleysi, en það eru svefn- sjúkdómar sem eingöngu er hægt að greina með heilariti. Þá koma fyrir ýmis fyrirbæri á svefnriti sem gefa vísbendingu um að svefn sé sjúklegur. Einn þessara sjúkdóma er svokallað „alfa-delta" svefnleysi sem kemur gjarnan fram hjá fólki sem hefur misnotað áfengi eða lyf og er oft vandamál fyrsta árið eftir að menn hætta að drekka. Sjúk- dómurinn lýsir sér sem óeðlileg vöðvaspenna í djúpum svefni og veldur því að fólk vaknar með eymsli í vöðvum og fær gjarnan vöðvabólgur. í fjórða lagi er svo svefnleysi af öðrum orsökum, þar má nefna svefnleysi sem tengist geðsjúk- dómum og árvöku sem fylgir þunglyndissjúkdómi. Síðan getur svefnleysið verið tengt brenglun á svefntíma, t.d. vegna vaktavinnu eða vegna líkamlegra þátta sem brengla tímaskyn heilans. Loks má nefna það svefnleysi sem fólk álítur sjálft vera vanda- mál, en aðrir telja ekki vera fyrir hendi. Þetta er stundum kallað huglægt svefnleysi. Sjúklingurinn virðist sofa nógu lengi, og stund- um rúmlega það, en staðhæfir sjálfur að hann sofi aldrei neitt. Hér er ekki endilega átt við að farið sé með rangt mál, heldur getur verið að svefn sé svo grunnur og óendurnærandi að hann skynjist ekki sem raunverulegur svefn. Svefnleysi er flókið vandamál sem tengist ýmsum innstu þáttum mannlegrar tilveru. Enn sem kom- ið er hafa læknar sinnt þessu vandamáli alltof lítið. Meðferð hef- ur lengst af verið lyfjameðferð, sem oftast er gagnslítil eða gagns- laus ein sér. Þegar tillit er tekið til hversu algengt svefnleysi er hlýtur að koma að því að farið verði að fjalla um þetta vandamál af meiri festu en hingað til hefur verið gert. Svefnleysi er ekki aðeins skortur á svefni heldur einnig skortur á viðunandi líðan að loknum næt- ursvefni. Dr. Helgi Kristbjarnarson læknir er sérfræðingur í taugalífeðlisfræði og geðlækningum. Hann starfar á Geð- deild Landspttalans. Grein þessi er að miklu leyti samhljóða grein sem birtist í tímaritinu Geðhjálp, 1/1988. HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.