Heilbrigðismál - 01.09.1988, Page 14

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Page 14
HEILBRJGÐISMÁL / Jcmas Ragnarsso: Meðferð háþrýstings án lyfja Megrun, hreyfing, slökun og breyttar neysluvenjur geta haft áhrif á blóðþrýsting Grein eftir Snorra Pál Snorrason Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðferð háþrýstings með tilkomu virkari lyfja. Tekist hefur að draga mikið úr tíðni heilablóðfalls, hjartabilunar af völdum háþrýst- ings og nýrnaskemmda. Illvígur háþrýstingur sést æ sjaldnar og má eflaust þakka það lyfjameðferð á vægari stigum sjúkdómsins. Aætlað er að 70 til 80% fólks með háþrýsting sé með sjúkdóm- inn á lágu stigi, þ.e. neðri mörk á bilinu 90 til 104 mm Hg (millimetra þrýstingur á kvikasilfurssúlu). Þótt undarlegt megi virðast eru flestir einkennalausir þar til lyfjameðferð er hafin, en kvartanir af aukaverk- unum lyfja eru hins vegar allal- gengar, svo sem slen, þreyta, getu- leysi og fleira. Því ber að halda lyfjaskömmtum í lágmarki. Peirri skoðun vex nú fylgi að ekki eigi að gefa lyf við vægum háþrýstingi fyrr en reynt hefur verið að breyta lífsháttum í því skyni að lækka blóðþrýsting. Verður nú vikið nán- ar að þessum lífsháttabreytingum. Megrun. Háþrýstingur er um tvisvar sinnum algengari hjá of feitu fólki en fólki með eðlilegt holdafar. Blóðþrýstingur hækkar hjá flestum sem fitna og hann lækkar við megrun. Orsakasam- bandið er óljóst en talið er að magn blóðs sem hjartað dælir út í slag- æðakerfið aukist hlutfallslega meira en slagæðamótstaðan. Ekki er breytingin á blóðþrýstingi ein- göngu bundin við breytilegt salt- magn líkamans, sem þessu fylgir. Fyrir hvert kílógramm sem menn léttast má gera ráð fyrir 1 til 2 mm Hg lækkun á efri mörkum blóð- þrýstings. Þegar til lengdar lætur fitna margir aftur og dregur það úr gildi megrunar sem meðferðar við háþrýstingi. Matarsalt. Mikil saltneysla (NaCl) er samfara hárri h'ðni háþrýstings. Þegar dregið er úr saltneyslu lækkar blóðþrýstingur í mörgum tilfellum. .Þeir sem svara best þessari meðferð eru eldra fólk, fólk með mjög háan blóðþrýsting og fólk sem hefur litla virkni svo- nefnds renínaldósteróns. Það er natríumjónin sem hér er fyrst og fremst að verki. Nægilegt er að minnka saltneysluna niður í 75-100 mmol af natríum á dag (4-5 grömm af matarsalti, eða ein teskeið). Til að ná þessu takmarki þarf að sneiða hjá söltum mat og salta mat- inn ekki aukalega við matarborðið. Settar hafa verið fram kenningar um að kalíumneysla auki áhrif natríumskerðingar til lækkunar blóðþrýstings. Kann því að vera æskilegt að auka neyslu grænmetis og ávaxta. Hins vegar helst líkam- anum betur á kalíum þegar natrí- umneysla er takmörkuð. Fita og fitusýrur. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar með fitu- skert fæði við háþrýstingi, þannig að dregið var úr neyslu á mettaðri fitu og bætt við fæðið olíu með fjölómettuðum fitusýrum. Hefur náðst umtalsverð lækkun á blóð- þrýstingi með þessu móti. Trefjar. Dönsk rannsókn sýnir að með neyslu trefjaefna (7 g á dag) lækkaði blóðþrýstingur um 5 til 10 mm Hg. Áfengi. Afengisneysla sem fer fram úr 60 millilítrum á dag af hreinum vínanda (fimm til sex ein- faldir drykkir) hefur í för með sér hækkun á blóðþrýstingi. Er áætlað að áfengi sé orsök háþrýstings í allt að 10% tilfella í þeim löndum þar sem áfengisneysla er mest og því ein algengasta tegund af „læknan- legum háþrýstingi". Ekki er vitað með hvaða hætti áfengi veldur hækkuðum blóðþrýstingi. Áreynsla. Reglubundin líkams- þjálfun, svo sem göngur, skokk, hlaup og sund virðist lækka blóð- þrýsting. Vel þjálfað fólk hefur að öðru jöfnu lægri blóðþrýsting en óþjálfað kyrrsetufólk. Virkni streituþáttar sjálfvirka taugakerfis- ins er minni hjá þeim sem þjálfa sig reglulega og hafa gott líkams- þrek. Á það ef til vill þátt í lækkun blóðþrýstings. Áreynsla virðist einkum hafa áhrif á blóðþrýsting hjá fólki undir fertugsaldri. Slökun. Tilraunir með kerfis- bundna slökun sem lið í meðferð á háþrýstingi hafa sýnt verulegan ár- angur, en margir gefast fljótt upp við æfingarnar sem eru nokkuð tímafrekar. Almennrar þátttöku er því vart að vænta á þessu sviði við meðferð á háþrýstingi. Hins vegar er full ástæða til að benda fólki á að draga sem mest úr streitu, sem 14 HEILBRIGÐISMÁL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.