Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 19

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 19
Minna af þessu Saltaðar og reyktar matvörur. Magakrabba- mein er tíðara þar sem mikið er borðað af nítrít- söltuðum mat. Borðum því frekar nýtt kjöt og nýjan fisk, en stillum í hóf neyslu á unnum vör- um svo sem pylsum, bjúgum, saltkjöti og hangikjöti. Fita. Fiturík fæða eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini í brjóstum, blöðruhálskirtli og ristli. Minnkum því fituna í fæðunni og veljum magrar kjöt- og mjólkurvör- ur, notum minni fitu við matargerð og smyrj- um brauðið minna. Sætindi og sykraðir svaladrykkir. Þessar vörur skemma tennurnar og gefa okkur lítið sem ekkert af nauðsynlegum næringarefnum - einungis hitaeiningar. Morgunverður Góðir dagar byrja vel. Flest fáum við okkur sjálfsagt í morgunsárið brauð eða einhvers konar korn með mjólk eða súrmjólk og jafnvel ávöxtum. Enda er þetta ágætur matur árla dags. En gætið þess að morgun- brauðið er hollara gróft, og þá helst sé það lítið smurt. Hafragrautur er sjálfsagt einhver hollasti en um leið ódýrasti morgunverður sem völ er á. Pó nýtur alls kyns tilbúið morgunkorn ef til vill meiri vinsælda, sér- staklega hjá börnum og unglingum. Margt af því er hollur matur, gerður úr grófmöluðu korni og sykraður í hófi. Aðrar tegundir eru síðri, bæði fínmalaðar og dí- sætar. Forðist að venja börnin á svo sætan mat! Ekki eru allir jafn lystugir snemma dags. Sé morg- unverðurinn lítill eða enginn er um að gera að taka með sér brauðbita í skólann eða vinnuna. Annars er Meira af þessu Grænmeti og ávextir veita okkur meðal ann- ars A- og C-vítamín sem virðast vernda líkam- ann gegn sumum tegundum krabbameina. í þessum fæðutegundum eru líka trefjaefni sem stuðla að heilbrigði í meltingarfærum og geta jafnvel minnkað líkur á krabbameinum í melt- ingarvegi. Gróft korn og kornmatur svo sem brauð, grjón, haframjöl og hveitiklíð eru fitulitlar mat- vörur sem hafa að geyma mikið af trefjaefnum auk margra nauðsynlegra næringarefna. Fiskur og fiskolíur gefa sérstakar fitusýrur sem virðast veita nokkra vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Auk þess er fiskur auðugur af mörgum nauðsynlegum næringarefnum. Magrar mjólkurvörur. í mjólkurvörum er mikið af nauðsynlegum næringarefnum, ekki síst kalki. Magrar mjólkurvörur eru jafn kalk- ríkar og þær feitu, en mun orkusnauðari. hætt við að sætabrauð eða jafnvel sælgæti seðji hungr- ið þegar líður á morguninn. Hddegisverður, heima eða heiman Það skiptir ekki meginmáli fyrir heilsuna hvort mat- urinn er heitur eða kaldur í hádeginu. Aðalatriðið er að borða nokkurn veginn reglulega, þrisvar eða fjór- um sinnum á dag. Brauð. Engin ástæða er til að gera lítið úr hollustu- gildi brauðmáltíða. En þá skiptir líka verulegu máli hvers konar álegg verður fyrir valinu, hvort brauðið er mikið eða lítið smurt og hvort brauðið er gróft eða fínt. Allt hefur þetta áhrif á hollustuna. Mikið og feitt álegg yfir þykkt smurðar brauðsneiðar er ein fiturík- HEILBRIGÐISMAL 3/1988 19

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.