Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 28

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 28
okkur greinilega hve þekkingin á hverjum tíma nær raunverulega skammt.4 Karakúlféð, 15 hrútar og 5 kindur, kom hingað árið 1933 frá virtri, þýskri búfjárræktarstofnun, sem hafði ræktað slíkt fé með mikl- um ágætum í 30 ár. Skepnunum fylgdu heilbrigðisvottorð og vott- orð um heilbrigði hjarðarinnar, sem þær komu úr. Samt flutti kara- kúlféð hingað fjóra skæða smit- sjúkdóma, votamæði, þurramæði, visnu og garanveiki. Garnaveiki (paratuberculosis) er skæður bakteríusjúkdómur í þörm- um sauðfjár og nautgripa. Bakter- ían, sem veldur garnaveiki, er lík berklabakteríu og lífsferill hennar svipaður. Votamæði, þurramæði og visna eru hæggengar veirusýk- ingar. Þurramæði og visnu hafði hvergi verið lýst áður en fræði- menn hér á landi, læknarnir Guð- mundur Gíslason og Björn Sig- urðsson, lýstu þeim og skilgreindu sem sérstaka sjúkdóma. Votamæði var þekkt erlendis, þó ekki í þýsku hjörðinni sem karakúlféð kom úr. Þannig geta veirur aðlagast að- stæðum sínum og búið í hýslum, án þess að valda þeim heilsutjóni. Um slíkt eru mörg dæmi. Vonandi á eyðniveiran eftir að sýna okkur enn eitt dæmið um slíka aðlögun, þegar hún fer að búa í mannfólk- inu kynslóð eftir kynslóð. Lungna- og lömunarsjúkdómar Rannsóknir á karakúlpestunum fjórum ásamt riðuveiki í sauðfé urðu grundvöllurinn að kenning- um Björns Sigurðssonar um hæg- gengar veirusýkingar, sem áður er getið. Votamæði og þurramæði eru lungnasjúkdómar, en visna og riða lömunarsjúkdómar. Votamæði (pul- monary adenomatosis) stafar af miklum, góðkynja æxlisvexti í lungum sýktrar kindar, og er smit- andi veirusjúkdómur. Veiran hefur ekki enn ræktast, en tekist hefur að sýkja heilbrigðar kindur með bakteríulausum vökva úr vota- mæðilungum. Hér sást aldrei ill- kynja æxlisvöxtur í votamæðilung- um, en slíkt hefur oft fundist í öðr- um löndum, sérstaklega í Perú. Þurramæði stafar af bandvefs- þykknun og bólgubreytingum í sýktum lungum. í visnuheilum finnast bólgubreytingar og skemmdir í hvítum slíðrum sem einangra taugaþræði. Riðusýkill veldur engum bólgubreytingum, heldur aðeins hrörnun í miðtauga- kerfi, og engri ónæmissvörun sem hægt er að finna með hefðbundn- um aðferðum. Riðusýkill hefur mörg önnur sérkenni, sem greina hann frá hefðbundnum veirum og hefur ekki ræktast. Örfáir, sjald- gæfir taugasjúkdómar í fólki stafa af sýklum skyldum riðusýkli. Er þar þekktastur sjúkdómurinn Kuru á Nýju-Guineu. Ekki er talið, að riðusýklar geti borist úr sauðfé í fólk. Rannsóknir á visnu og þurramæði Árin 1957-1958 tókst Birni Sig- urðssyni og samstarfsmönnum hans á Keldum að rækta veirur úr visnuheilum og þurramæðilung- um.5'6 Sýkingatilraunir með þessar nýræktuðu veirur leiddu í ljós að visna og þurramæði eru heilasjúk- dómur og lungnasjúkdómur, sem stafa af sömu veirusýkingunni, og veiran sýkir líka ónæmiskerfi kind- anna, bæði frumur í eitlum og milta. Veirur finnast árum saman í blóði og mænuvökva. Þær fara ekki yfir fylgju í lamb sýktrar kind- ar, en þær eru í mjólkinni og lamb- ið smitast þannig auðveldlega á Nýfætt karakúllamb. Gæra af ný- fæddum lömbum er notuð í dýr- mæta pelsa (persian lamb). fyrstu vikunum eftir fæðingu, ef móðirin er sjúk. Erfitt er að finna veirur í munnvatni, en þær vaxa úr flestum munrtvatnskirtlum sýktra kinda, ef reynt er að rækta veirur úr þeim. Erfitt er einnig að rækta veirur úr nefslími og slími úr sýkt- um lungum. Þurramæði og visna í íslensku sauðfé höguðu sér ekki eins og kynsjúkdómar. íslenskar sauðkindur lifa of fábreyttu kynlífi til þess að það geti skýrt útbreiðslu þurramæðiplágunnar. Tilraunir voru ekki gerðar til að rækta veirur úr sæði, en líklegt er að þær hefðu borið árangur eins og tilraunir á mörgum öðrum sýnum sem hafa í sér frumur. Þurramæði og visna bárust milli bæja og héraða, ef fé úr sýktum hjörðum var hýst með heilbrigðu fé. Oftast voru smitber- arnir ær og tíminn ekki fengitími. Fé smitaðist aldrei í sumarhögum eða í réttum. Líklegasta smitleið þurramæði og visnu er því úðasmit í fjárhúsum eða smit með slefu sýktrar kindar í vatnsílát eða hey. Við þetta bætist svo vel þekkt smit- leið með mjólk frá móður í lamb. Retroveirur Veiran sem veldur þurramæði og visnu er af veiruflokki, sem nefnist retroveirur. Retroveirur eru gamlar í náttúrunni og flestar vel aðlagaðar að hýsli sínum, þannig að miklu fleiri eru sýktir en þeir sem veikjast. Þær skiptast í þrjá undirflokka, onkoveirur, sem geta valdið krabbameinum, lentiveirur, eða hægu veirurnar, og spuma- veirur, froðuveirurnar. Visnu- þurramæðiveiran er fyrsta lentiveiran sem ræktaðist. Síðan hafa fundist lentiveirur sem valda blóðleysi í hestum, liðagigt í geitum, og síðast en ekki síst, eyðni í mönnum. Um uppruna eyðniveira eru tvær tilgátur. Önnur er sú, að vel aðlöguð mannaveira hafi breytt um erfðagerð og eðli, hin tilgátan er að eyðniveirur séu aðkomnar í mannheim úr öðru dýri, t.d. apa. Af eyðniveirum eru þegar þekktar tvær mismunandi ættir, upprunn- ar á mismunandi stöðum í Afríku. Þær eru nú kallaðar HIV 1 og HIV 2 (HIV: Human Immunodeficiency 28 HEILBRIGÐISMAL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.