Heilbrigðismál - 01.09.1988, Page 33

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Page 33
HEILSUVERNDARSTÖÐIN / Helgi Gudbergs Stundum er hægt aö hætta aö nota efnið, nota annað í staðinn, hindra að efnið komist í snertingu við húðina o.s.frv. Það einkennir ofnæmi að ekki er beint samband milli þess magns af efni, sem snertir húð (eða slímhúð) og viðbragða, en viðbrögðin eru þó venjulega meiri eftir því sem stærri skammtur af efninu snertir húð- ina. í sumum tilvikum getur lítið áreiti framkallað mikla svörun. Ör- fáar sameindir af efni geta til dæm- is smogið í gegn um hanska og valdið útbrotum ef viðkomandi er með ofnæmi fyrir efninu. Engir hanskar eru nefnilega fullkomlega þéttir. Þetta gæti í fljótu bragði virst vera ofnæmi fyrir hönskum. Ofnæmi fxjrir hönskum Stundum heldur fólk að það sé með ofnæmi fyrir hönskum þegar það fær útbrot undan hönskum sem í rauninni orsakast af ertingu, t.d. af dufti sem sett er í hanskana til að auðvelda notkun þeirra. Slíkt getur verið jafn hvimleitt og raun- verulegt ofnæmi. Sem betur fer er völ á fleiri gerðum af hönskum. Er t.d. reynandi að prófa hanska með engu dufti í svona tilvikum. Sumir fá ofnæmi fyrir gúmmíi. Ýmis efni sem notuð eru í gúmmí, eins og efni sem hindra oxun þess og stuðla þannig að því að varan haldi sér, geta valdið ofnæmi. Gúmmíhanskaofnæmi er því ekki sjaldgæft. Ofnæmi fyrir þeim efn- um sem eru í plasthönskum er sjaldgæfara. Því lengur og þeim mun oftar sem fólk þarf að nota gúmmíhanska þeim mun algeng- ara er að það fái ofnæmi fyrir gúm- míi. Leður, þó ekki ljóst leður, gefur frá sér sexgilt króm. Króm er í þessu formi nokkuð gjarnt á að valda ofnæmi. Menn fá það yfir- leitt ekki við notkun á fóðruðum leðurfatnaði, skóm og hönskum. Það getur þó komið fyrir til dæmis þegar menn svitna mikið eða blotna og nota vinnuvettlinga sem eru með leðri á slitflötum. Einnig er hægt að fá krómofnæmi vegna álags annarra efna er innihalda króm, svo sem af blautri stein- steypu. Eftir að það er komið getur lítið áreiti eins og af leðurhanska eða eldspýtnastokk í buxnavasa dugað til að espa upp exem við snertingu. Orsök ofnæmisexems sést venjulega ekki af útbreiðslu útbrot- anna en útbrot af hönskum eru þó oft einkennandi, með því að þau eru gjarnan mest áberandi á þeim stöðum, sem hanskarnir þrýsta að, svo sem ofarlega á handarbaki, gjarnan bogadregið fram til beggja hliða. Hóprannsókn Fyrir tveimur árum var gerð lær- dómsrík rannsókn á múrurum á vegum Atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar og Vinnueftirlits ríkisins. Múrarar, eins og margar aðrar starfsstéttir, nota ýmis efni sem eru ertandi fyr- ir húðina og geta valdið ofnæmi. T.d. er blaut steypa lútur og getur ert og jafnvel brennt húð við snert- ingu. Hún inniheldur einnig málmana króm og kóbalt, sem valdið geta ofnæmi. Hendur múr- ara verða líka fyrir beinum núningi af verkfærum og hlutum sem þeir nota. Margir múrarar nota vinnu- vettlinga en aðrir ekki. Múrarar nota gjarnan gúmmíhanska þegar- þeir leggja í gólf og stundum við aðra steypuvinnu. Algengt er að þeir noti gúmmíhanska þegar þeir fúga flísalagnir. Þetta þýðir að notkun hanska og vettlinga í þess- um hópi er veruleg. Þeir nota hanskana frekar lengi í einu en ekki mjög títt. Tíminn sem snert- ingin varir skiptir verulegu máli. Þá skiptir einnig máli hve oft skipt er um hanska og hvort menn ná að svitna verulega undir hönskunum. Niðurstöður sýndu að ofnæmi fyr- ir krómi og öðrum efnum var mjög algengt en einnig að tíundi hver múrari var með ofnæmi fyrir gúmmíi. Mjög margir múraranna höfðu fengið annað hvort vott af ertingarexemi eða ofnæmisexemi. Þrátt fyrir það voru fáir sem liðu verulega fyrir þetta vandamál að staðaldri eða höfðu orðið að hætta vegna þess. Margir þeirra höfðu einfaldlega lært á þetta og kunnu að sneiða hjá því álagi sem húðin þoldi ekki. Ekki er sama um hvaða efni er að ræða. Epoxíefni vekja oft ofnæmi. Útbrotin geta komið í andlitið þótt maður merki ekki að snerting hafi' átt sér stað. Þeir sem fá ofnæmi fyrir epoxíefnum geta venjulega ekki komið nálægt þeim Lengst til vinstri eru hanskar úr plasti (einnota) og bómullar- hanskar sem nota má undir gúmmíhanska. f miðju eru fjöl- nota gúmmíhanski (bleikur) og plasthanski (grænn). Til hægri eru einnota hanskar úr plasti og gúmmíi. HEILBRIGÐISMAL 3/1988 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.