Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Qupperneq 34
meir. Þetta kom skýrt fram í fram- angreindri rannsókn. Viðkvæm húð Atópía hefur það verið nefnt þegar saman fer nefofnæmi (t.d. gróðurofnæmi), astmi og exem. Þetta er algengur ættgengur kvilli. Einstaklingur getur haft eitt eða tvennt af þessu eða þetta allt, og nánir ættingjar hafa stundum ex- em, astma eða ofnæmiskvef. Oft hefur þetta fólk astma eða exem á barnsaldri en losnar við það með aldrinum. Astminn kemur þá gjarnan fram sem endurtekið lungnakvef við minnstu kvefpest- ir. Dæmigert er að exemið komi fram í andliti smábarna, en síðar í olnbogabótum, hnésbótum og víð- ar. Þetta fólk hefur oftast við- kvæmari húð en aðrir og þolir síð- ur ertingu. Það fær því oft exem á hendur þegar fullorðinsaldri er náð og komið er út í atvinnulífið. Stundum lítur þetta svo út sem ex- emið hafi byrjað á andliti og bol á barnsaldri, færst út á handleggi og endað á höndum þar sem það get- ur svo orðið mjög þrálátt - vegna viðvarandi ertingar. Rannsóknar- niðurstöður benda ekki til að þessu fólki sé hættara við að fá húðof- næmi en öðrum. Hins vegar er enginn vafi á því að meiri hætta er á að þetta fólk fái ofnæmi fyrir líf- rænu ryki og kemískum efnum í andrúmslofti, með viðbrögðum í nefi og lungum. Hér er því stór hópur fóks sem hefur góða ástæðu til að verja húð og nota vinnuvettl- inga og hanska. Bilað varnarkerfi Húðin er mikilvæg vörn gegn efnaálagi og sýklum. Tilraunir sýna að sjúk húð hleypir mun meira af efnum í gegnum sig en heil húð. Sýklar, þar með taldar veirur, eiga mun greiðari leið inn í og gegnum exembletti en heil- brigða húð. Slík húð þolir hanska og efnaálag verr en heilbrigð húð. Ekki borgar sig að draga lengi að leita læknis vegna exems á hönd- um. Nauðsynlegt er að reyna að grafast sem best fyrir um orsök þess til að leita megi fyrirbyggjandi leiða. Best er að byrja að nota hlífð- arhanska áður en húðin hefur orð- ið fyrir skaða. Helgi Guðbergsson læknir er sér- fræðingur í atvinnusjúkdómum. Hann er yfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Helgi hefur áður skrifað greinar í Heilbrigðismál: Reykingar og atvinna (1/1981). Loftslag í húsum hefur áhrif á h'ðan fólks (3/1986). Orsakir vöðvagigtar (2/1987). Þekkingarþraut - svör Sjá spurningar á bls. 15. 21. c. „Skökk gleraugu valda óþægindum, en aldrei skemmd- um á sjón," segir Guðmundur Björnsson augnlæknir í grein í Heilbrigðismálum. „Enginn get- ur hlotið skaða á augum vegna lélegrar birtu eða af gleraugna- notkun. Það eru eingöngu óþægindi í augum, þreyta og vanlíðan í höfði sem stafa af slíku en ekki varanleg mein- semd eða skerðing á sjón." 22. a. í atvinnuauglýsingum Ríkisspítala segir: „Þrjúþúsund sjötíu og fjórir starfsmenn óska eftir samstarfi við þig." 23. b. Þegar einhver varð fyrir því á löngu liðnum öldum að missa málið og lamast var sagt að guðirnir hefðu slegið hann. Þaðan er komið orðið „slag" sem ennþá er notað um sjúk- dóm með þessum einkennum. Sjúkdómsgreiningin er nefnd heilablæðing eða heilablóðfall. Þetta orð, slag, mun einnig not- að um hjartaslag. 24. c. í hverjum 100 grömmum af morgunkorni eru 383 hitaein- ingar (kcal), 270 he. í heilhveiti- brauði en aðeins 79 he. í kart- öflum. 25. a. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eru læknis- héruðin nú átta (að mestu leyti eins og kjördæmin) og aðeins einn héraðslæknir í hverju. Hins vegar eru læknisumdæmin fleiri og heilsugæslustöðvar enn fleiri eða um áttatíu. 26. b. Þetta eru einkenni járn- skorts, með eða án blóðleysis. 27. b. Það var laugardaginn 14. júní 1986 sem fyrsta hjartaað- gerðin hér á landi var gerð, á Landspítalanum. 28. c. Nikótínsýra (nicotinic acid, niacin) er ein tegund B- vítamíns og er í kjöti, lifur, hveitikími, mjólk, eggjum og geri. Skortur á nikótínsýru veld- ur húðkröm (pellagra). 29. c. Malaría (ísl.: mýrakalda) hlaut heiti sitt af því að hún var álitin stafa af vondu eða spilltu lofti (ítalska: mal aria). Breski læknirinn Ronald Ross sýndi hins vegar fram á það um síð- ustu aldamót að hún bærist með biti moskítóflugu (anopheles). 30.a. Hjúkrunarfélag íslands var stofnað árið 1919 og verður því 70 ára á næsta ári. - jr. Heimildir: 21. Guðmundur Björnsson: Sitt af hverju um sjón og gleraugu. Heilbrigðismál 1985, 33(4), 15-17. 23. Heilaslag. Fréttabréf um heilbrigðis- mál 1973, 21(2):7. 23. íslensk orðabók. Menningarsjóður 1983. 24. íslenskar næringarefnatöflur. Ólafur Reykdal tók saman. Reykjavík, júlí 1988. 25. Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 59/ 1983, 6. gr. 26. Sigmundur Magnússon: Járnskortur og afleiðingar hans. Fréttabréf um heil- brigðismál 1966, 14(4):13-17. 27. „Eins og nýtt líf," segir Valgeir G. Vilhjálmsson sem fór fyrstur í hjartaað- gerð hér á landi. Heilbrigðismál 1986, 34 (3):18. 28. Ensk-íslensk orðabók með alfræði- legu ívafi. Örn og örlygur, 1984. 29. Hreysti og sjúkdómar. Alfræðasafn AB. Benedikt Tómasson íslenskaði. Al- menna bókafélagið, 1966. 30. Hjúkrun, tímarit Hjúkrunarfélags ís- lands. 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.