Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 5
Frávikið
Sláturfélag Suðurlands
hlaut í haust viðurkenn-
ingu Matvæla- og nær-
ingarfræðingafélags Is-
lands, svonefnt Fjöregg,
„fyrir brautryðjendastarf
og vönduð vinnubrögð
við þróun neytenda-
vöru," eins og segir í
umsögn dómnefndar.
Þetta var í fjórða sinn
sem Fjöregginu var út-
hlutað. Aður hefur það
verið veitt Emmessís hf.,
Mjólkursamsölunni og
Manneldisráði. Myndin
sýnir verðlaunagripinn,
sem er unninn hjá Gler
í Bergvík.
íþróttir í
hreinu lofti
Á íþróttaþingi ÍSÍ í
október var samþykkt að
banna tóbaksnotkun í öll-
um íþróttahúsum og fé-
lagsheimilum sem tengj-
ast íþróttastarfi og
íþróttahreyfingunni.
Þingið fól íþróttabanda-
lögum, héraðssambönd-
um og sérsamböndum að
framfylgja þessari sam-
þykkt innan sinna vé-
banda.
Heilbrigðir
sjúklingar?
í frumvarpi til laga um
réttindi sjúklinga, sem
lagt var fram á Alþingi í
vor, eru skilgreiningar á
hugtökum sem fjallað er
um. Ein þeirra vekur sér-
staka athygli: „Sjúkling-
ur: Notandi heilbrigðis-
þjónustu, heilbrigður eða
sjúkur." I greinargerð
með frumvarpinu er ekki
að finna neinn rök-
stuðning fyrir þessari
framsetningu. Verður
heilbrigður maður að
sjúklingi við það eitt að
nota heilbrigðisþjónustu?
Er sama þó einungis sé
um að ræða forvarnir,
ráðgjöf eða ónæmisað-
gerð?
Heilbrigðisráðherra
hefur lýst því yfir að
frumvarpið verði lagt
fram á ný í haust. Fróð-
legt verður að sjá hvort
þessu ákvæði verður
breytt.
Meiri mjólk?
„Mjólk er góð" segir í
auglýsingunum þar sem
Islendingar eru hvattir til
að drekka tvö glös af
rnjólk á dag. En hvernig
stöndum við í saman-
burði við aðrar norrænar
þjóðir?
Skemmst er frá því að
segja að mjólkurdrykkja
Islendinga er meiri en hjá
þjóðum annars staðar á
Norðurlöndum. Og það
sem meira er: Við drekk-
um samt minna af létt-
mjólk og undanrennu en
hinar þjóðirnar. Norður-
landametið er því fitu-
mestu mjólkinni að
þakka.
Þetta má sjá í nýrri
norrænni tölfræðihand-
bók. Þar kemur einnig
fram að ostneysla Islend-
inga er minni en frænd-
þjóðanna en hins vegar
eigum við Norðurlanda-
met í kindakjötsneyslu.
Hver Islendingur borðar
um 30 kg af kindakjöti á
ári, Norðmenn koma
næstir með 6 kg en í Sví-
þjóð, Danmörku og Finn-
landi er neyslan um og
innan við 1 kg á mann á
ári.
Sagt
Kerfið varið
Við viljum styrkja heil-
brigðiskerfið, það verður
aldrei samkomulag hjá
íslensku þjóðinni að
veikja það kerfi á nokk-
urn hátt, en þetta verður
að gera á skynsamlegan
máta.
Ingibjörg Pálmadóttir
Iteilbrigðisráðherra.
Tíminn, 31. júilí 1996.
Hagur allra
Ég fæ ekki betur séð
en það sé hagur okkar
allra, jafnt bænda sem
neytenda, að efla lífræn-
an landbúnað því að öll
viljum við vernda um-
hverfið og helst bæta við
það og framleiða um leið
hollustu matvæli sem völ
er á á byggðu bóli.
Ólafur Dýrmimdsson
ráðiumitur.
Bændciblaðið, 33. ágúst 1996.
íslenskar landbúnaðar-
afurðir þykja bera af
öðrum.
Læknisfræðin var (og
er kannski) ákaflega
karlmiðuð, þar sem karl-
maðurinn var viðmiðið,
konan frávikið frá hinu
rétta og hormónar
kvenna þóttu þvælast
mikið fyrir í rannsókn-
um. Þetta hefur sem bet-
ur fer verið að breytast
og sem dæmi má nefna
að hér á landi hefur ver-
ið í gangi sérstök
kvennarannsókn á veg-
um Hjartaverndar sem
leitt hefur í ljós að
áhættuþættir vega mis-
þungt hjá konum og
körlum.
Kristín Ástgeirsdóttir alþingis-
maður. Húsfreyjan, 3. tbl. 1996.
Verð og
verðmæti
Nauðsynlegt er að
ræða kostnað heilbrigðis-
þjónustunnar á sann-
gjarnan hátt. Sparnaður
og endurtekinn niður-
skurður getur orðið dýr
þegar til lengri tíma er
litið. Framfarir og þróun
eru lykill að árang-
ursríkri meðferð, bættri
heilsu og betra lífi. Við
útreikninga á kostnaði
heilbrigðiskerfisins þarf
að taka tillit til allra
þátta. Og það má ekki
gleymast að þótt kostn-
aður við bætta heilsu og
betra líf sé mikilll og
verðið hátt - þá er verð-
mætið miklu meira.
Ásgeir Haraldsson prófessor.
Læknablaðið, september 1996.
Veröld vímu
Þegar fólk skynjar
fáránleikann og til-
gangsleysið í þessari
gerviveröld vímuefna þá
gerist það um leið
bindindissamara.
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir.
Alþýðtiblaðið, 2. ágúst 1996.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 5