Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 33
Tómas Jónasson Til að efla baráttuna gegn krabbameini Samkvæmt lögum Krabbameinsfélags íslands, sem hafa verið lítið breytt frá stofnun þess fyrir 45 árum, er tilgangur félagsins að „styðja og efla í hvívetna bar- áttuna gegn krabbameini" svo sem með því að stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabba- meinsvarnir, efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga, beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi og styðja fram- farir í meðferð krabbameina og umönnun krabba- meinssjúklinga. Segja má að Krabbameinsfélagið hafi einkum helgað sig forvörnum gegn krabbameini en heilbrigðisþjónusta hins opinbera fáist að mestu leyti við meðferð sjúkdómsins. A aðalfund Krabbameinsfélags Islands, sem haldinn er í maímánuði ár hvert, koma fulltrúar aðildarfélag- anna, ræða um starf og stefnu félagsins og kjósa fimm- tán manna stjórn. Stjórnin kýs úr sínum hópi fimm manna framkvæmdastjórn til eins árs í senn. 1 henni eru nú: Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir, formaður, Sigurður Björnsson yfirlæknir, varaformaður, Ingi R. Helgason lögfræðingur, gjaldkeri, Sigríður Lister hjúkr- unarfræðingur, ritari, og Jónas Franklín læknir, með- stjórnandi. Fjármálaráð, Vísindaráð og stjórn Rann- sóknastofu eru ráðgefandi fyrir stjórn félagsins. Fram- kvæmdastjórnin fer með málefni í umboði stjórnar og ræður helstu starfsmenn. Dagleg starfsemi félagsins er þannig byggð upp að undir forstjóra heyra fjórir sviðsstjórar, en næstir þeim koma forstöðumenn starfsdeilda. Forstjóri félagsins er Guðrún Agnarsdóttir, sviðsstjóri almannatengslasviðs Vigdís Finnbogadóttir hefur verið vemdari Krabba- meinsfélags Islands í áratug. Hún ávarpar hér aðal- fundarfulltrúa sem boðnir voru til Bessastaða í vor. er Jónas Ragnarsson, sviðsstjóri leitarsviðs er Kristján Sigurðsson, sviðsstjóri stjórnunarsviðs er Olafur Viggó Sigurbergsson og sviðsstjóri vísindasviðs er Hrafn Tul- inius. Kjör í heiðursráð Krabbameinsfélagsins er æðsta við- urkenning sem félagið veitir. I ráðinu eru nú: Vigdís Finnbogadóttir, Gunnlaugur Snædal, Olafur Bjarnason, Ottó A. Michelsen, Tómas Arni Jónasson og Erlendur Einarsson. Tveir heiðursráðsmenn eru látnir, Davíð OI- afsson og Hjörtur Hjartarson, en hann sat í stjórn Krabbameinsfélags Islands í 35 ár. Góðar gjafir Á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands í vor var tilkynnt um tvær stórar gjafir, þær stærstu sem fé- lagið hefur fengið í 45 ára sögu sinni. Jóhann Vilmundarson, sem lést í september 1995, 74 ára að aldri, arfleiddi Krabbameinsfélag íslands að öllum eignum sínum. Um var að ræða íbúð, pen- inga og skuldabréf, samtals að verðmæti rúmar 32 milljónir króna. Jóhann var búsettur í Vestmanna- eyjum, vann lengst af sem verkamaður í Vinnslu- stöðinni og bjó í verbúð. Það vekur athygli að Jó- hann undirritaði erfðaskrána í október 1982 en í þeim mánuði var mikið fjallað um krabbamein, vegna þjóðarátaksins sem þá var efnt til. Jóhanni er lýst af vinnufélögum sem afskaplega ljúfum og góðum manni. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum en átti ættir að rekja til Rangárvallasýslu. Kristín Björnsdóttir, sem lést í október 1994, 85 ára að aldri, arfleiddi Krabbameinsfélag Islands og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra að stærstum hluta eigna sinna. I hlut Krabbameinsfélagsins komu rúmar 26 milljónir króna sem á að varðveita í sér- stökum sjóði sem ber nafn Kristínar. í erfðaskránni segir: „Það er vilji minn að Krabbameinsfélagið noti fé það sem það fær aðallega í þágu rannsókna á krabbameini í börnum og unglingum og til að- hlynningar krabbameinssjúkra barna." Kristín var fædd á Litlu-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu en starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1946 til 1967, þegar hún flutti til íslands. Það kom fram í máli formanns og gjaldkera Krabbameinsfélags íslands á aðalfundinum í vor að félagið metur mikils þessar góðu gjafir og þann hug til félagsins sem þær sýna. -F- HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.