Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 11
Jónasson Meðalaldur við greiningu krabbameins hjá körlum Eitlar Skjaldkirtill Blaðra Blöðruháls- Bris Nýru kirtill Lungu Ristill Húð 35 ár 40 ár 45 ár 50 ár 55 ár 60 ár 65 ár 70 ár 75 ár Meðalaldur við greiningu krabbameins er nú 66 ár Hefur hækkað meira hjá körlum en konum Er krabbamein sjúkdómur aldr- aðra? Já, en ekki eingöngu því að fólk getur fengið krabbamein á öll- um aldri þó líkurnar aukist eftir því sem aldurinn hækkar. Af þeim Islendingum sem greindust með krabbamein á árunum 1991-95, en það voru að meðaltali um 930 á ári, voru innan við 2% undir tvítugu, 6% á aldrinum frá tvítugu til fer- tugs, 21°/o frá fertugu til sextugs, 52% á aldrinum frá sextugu til átt- ræðs og 19% voru áttræðir eða eldri. Fleiri konur en karlar fá krabbamein á aldrinum frá 25 ára til 64 ára en síðan eiga karlar vinn- inginn. Úr gögnum Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands má sjá að meðalaldur karla við greiningu krabbameins er tæp 69 ár en meðal- aldur kvenna 64 ár. Síðasta aldar- fjórðung hefur meðalaldurinn hækkað um tæp fjögur ár hjá körl- um en rúmt ár hjá konum. Við þann samanburð er ekki tekið tillit til breytinga á aldursskiptingu þjóðarinnar. Blöðnihálskirtilskrnbbameiii er al- gengasta krabbamein íslenskra karla og er meðalaldur við grein- ingu þess 74 ár. Það er mjög fátítt fyrir fimmtugt, tíðnin eykst hratt fram undir áttrætt en stendur síðan nánast í stað. Meiri hækkun hjá körlum en konum á meðalaldri við greiningu krabbameins í heild má skýra að einhverju leyti með mikilli aukningu á blöðruhálskirtils- krabbameini undanfarna áratugi. Brjóstakrabbamein, sem er algeng- asta krabbamein kvenna, greinist fyrst um þrítugt, eykst til fimmtugs en tíðnin breytist lítið eftir það. Meðalaldur við greiningu er 61 ár. Lungnakrabbamein, sem nú er orð- ið næst algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum, finnst að jafn- aði ekki fyrr en liðið er á fertugs- aldur en tíðnin nær hámarki á átt- ræðisaldri. Meðalaldur karla sem fá þennan sjúkdóm er 68 ár en kon- urnar eru ári yngri. Leghálskrabbamein greinist að meðaltali við 50 ára aldur. Er það ótvíræður kostur að geta leitað skipulega að krabbameini sem leggst á svo ungar konur. Eistakrabbamein greinist í ungum körlum, flestir þeirra eru á aldrin- um frá tvítugu til fimmtugs og meðalaldurinn er aðeins 36 ár. A móti kemur að batahorfur eru orðnar mjög góðar og nær allir læknast. Skjaldkirtilskrabbamein virðist ekki herja á bæði kyn á sama aldri. Kon- urnar eru að meðaltali 55 ára þegar sjúkdómurinn greinist en karlarnir 69 ára. Sortuæxli í húð hjá konum grein- ast að meðaltali við 53 ára aldur en önnur húðkrabbamein heilum tveim áratugum síðar, við 73 ára aldur. Hjá körlum er munurinn minni eða fimmtán ár. Meðfylgjandi skýringarmyndir sýna meðalaldur við greiningu fimmtán algengustu krabbameina hjá körlum og konum. Af öðrum meinum má nefna að meðalaldur við greiningu Hodgkinssjúkdóms hjá körlum er aðeins 28 ár og 42 ár hjá konum. -jr. Meðalaldur við greiningu krabbameins hjá konum s Legháls Skjal ortuæxl dkirtil Eggja- stokkar Heili .egbolur Brjóst Eitlar nd Lur agörn gu Nýru Bri Hú Ris s 5 till Vlagi 35 ár 40 ár 45 ár 50 ár 55 ár 60 ár 65 ár 70 ár 75 ár HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.