Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 21
Louis Pasteur lést fyrir einni öld: Upphafsmaður gerilsneyðingar og ýmissa ónæmisaðgerða Grein eftir Vilhjám G. Skúlason Á síðastliðnu ári minntist hinn siðmenntaði heimur þess með ein- um eða öðrum hætti, að 100 ár voru liðin frá andláti eins mesta vísinda- og velgjörðarmanns, sem uppi hef- ur verið. Þessi maður er Frakkinn Louis Pasteur. Hann fæddist hinn 27. desember árið 1822 í litlum bæ í austurhiuta Frakklands, er Dole heitir. Faðir hans hafði verið lið- þjálfi í her Napóleons Bonaparte og þegar hann losnaði úr herþjónustu setti hann á stofn litla sútunar- verksmiðju. Pasteur komst því snemma í kynni við efnafræði, sem hann síðan valdi sér að ævistarfi. Pasteur eldri var hugsjónamaður sem mat minna veraldleg auðæfi en vegsemd mannlífsins. Þá eigin- leika er voru forsenda þessa lífsvið- horfs erfði Pasteur yngri frá honum í ríkum mæli. Fjölskyldan fluttist, þegar hann var ennþá ungur að aldri til Arbois, þar sem hann sótti barna- og unglingaskóla. Síðar stundaði hann nám í menntaskóla í Besancon og þaðan útskrifaðist hann með einkunnina „í meðal- lagi" í efnafræði. Listamaður á yngri árum Á unga aldri sýndi Pasteur mikla hæfileika til þess að teikna og mála. Vangamyndir af föður hans og móður, sem hann málaði 13 ára að aldri, sýna meistarahandbragð. Hann hélt áfram að teikna andlits- myndir af samborgurum sínum og skólasystkinum. Nítján ára að aldri hætti hann skyndilega að mála fyrir fullt og allt. Er talið að hann hafi gert það til þess að ekkert yrði til þess að keppa við vísindavinnu hans. Og í raun varð ekkert til þess. Þegar frá eru talin sumarleyfi, sem hann eyddi alltaf með fjölskyldu sinni í sveitinni, féll honum aldrei verk úr hendi. Hann stundaði ekkert tóm- stundagaman og hafði enga þekkta galla eða jafnvel veikleika. Hann er sennilega alúðarfyllsti þjónn sem vísindin hafa eignast. Doktorsgráða fyrir kristallafræði Árið 1843 innritaðist Louis Pa- steur í Ecole Normale Superieure í París. Þar lagði hann stund á efna- og eðlisfræði og á því sviði vann hann sína fyrstu sigra, en stærstu vísindaafrekin vann hann á sviði líf- fræði, lífefnafræði og læknisfræði. Pasteur aflaði sér í skóla mjög staðgóðrar fræðilegrar þekkingar og þess, sem er síst minna virði, vísindalegs aga. Enda þótt hann væri menntaður sem efnafræðingur skoraðist hann aldrei undan að taka að sér líffræðileg vísindaverk- efni vegna þess djúpstæða trausts, sem hann hafði á tilraunum, en á því sviði var hann meistari í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann taldi að enda þótt tilraunir myndu aldrei geta leyst alheimsgátuna gætu þær alltaf svarað ótvíræðum spurning- um á ótvíræðan hátt. Þess vegna vann hann sína stærstu sigra á sviðum sem hann hafði ekki numið í skóla. Árið 1847 hlaut Pasteur doktors- gráðu fyrir rannsóknir sínar á sviði kristallafræði. Sú gáta sem hann leysti, jók mjög á hróður hans sem vísindamanns, enda hafði lausn hennar vafist fyrir færustu vísinda- mönnum áratugum saman. Þó Pa- steur starfaði ekki lengi að þessum rannsóknum, urðu þær honum notadrjúgar við síðari líffræðirann- sóknir hans. I þágu iðnaðarins Árið 1848 var Pasteur skipaður prófessor í efnafræði við háskólann í Strassborg, en þar uppgötvaði hann meðal annars nýja aðferð til þess að aðskilja blöndu af ljósvirk- um efnum. Þar öðlaðist hann frek- ari viðurkenningu, heiður og jafn- vel verðlaun. Enda þótt hann not- aði það fé sem honum áskotnaðist þannig til þess að kaupa vísinda- tæki í vinnustofuna var vinnuað- staða hans ennþá mjög takmörkuð. Af þessum sökum þáði hann boð, sem honum var gert árið 1854, að gerast prófessor í efnafræði og for- stöðumaður vísindadeildar hins nýendurskipulagða háskóla í borg- inni Lille í Norður-Frakklandi. Það var áskilið að hann skyldi beina kennslu sinni og annarri starfsemi að verkefnum sem gætu gagnast iðnaðinum á svæðinu. Þær hug- myndir sem þróuðust með honurn á þessum árum höfðu mikil áhrif á hann það sem eftir var ævinnar. Fram að þessu hafði Pasteur ein- göngu verið fræðilegur vísinda- HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.