Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 28
Aðildarfélög Aðild að Krabbameinsfélagi Islands eiga 24 svæðafélög og 5 stuðningshópar sjúklinga. Fé- lögin voru stofnuð á árunum frá 1949 til 1987, flest svæðafélögin í lok sjöunda áratugarins í þeim tilgangi að skipuleggja krabbameinsleit á sínu starfssvæði. A Suðvesturlandi eru þrjú félög, Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Suðurnesja, öll mjög virk. A Vesturlandi eru fjögur félög. Krabbameins- félag Akraness og nágrennis og Krabbameinsfé- lag Borgarfjarðar hafa starfað af krafti en starf Krabbameinsfélags Snæfellinga og Krabba- meinsfélags Breiðfirðinga hefur legið niðri um skeið. Á Vestfjörðum eru þrjú félög. Til stendur að blása nýju lífi í starf Krabbameinsfélags Barða- strandarsýslu og Krabbameinsfélags Isafjarðar- sýslna. Þá hefur Krabbameinsfélag Strandasýslu tekið þátt í ákveðnum verkefnum. Á Norðurlandi eru sex öflug félög, Krabba- meinsfélag Hvammstangalæknishéraðs, Krabba- meinsfélag Austur-Húnavatnssýslu, Krabba- meinsfélag Skagafjarðar, Krabbameinsfélag Siglufjarðar, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis og Krabbameinsfélag Suður-Þingey- inga. Auk þess hefur Krabbameinsfélag Norð- Austurlands starfað með hléum. Á Austurlandi eru þrjú félög. Krabbameinsfé- lag Austfjarða, Krabbameinsfélag Fljótsdalshér- aðs og Borgarfjarðar eystri og Krabbameinsfélag Suð-Austurlands. Þau eru öll starfandi. Á Suðurlandi eru þrjú félög, Krabbameinsfé- lag Vestur-Skaftafellssýslu, Krabbameinsfélag Rangárvallasýslu, sem endurvakið var fyrir þrem árum, og Krabbameinsfélag Árnessýslu. Enn eitt félag tilheyrir þessum landshluta, Krabbavörn Vestmannaeyjum, sem er eitt af elstu félögunum. Samhjálp kvenna eru elstu samhjálparsamtök krabbameinssjúklinga, stofnuð 1978. Þau að- stoða konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. Tveim árum síðar voru Stómasamtök Islands stofnuð, en í þeim er fólk sem hefur gengist undir stómaaðgerðir. Sama ár var Ný rödd stofnuð en það eru samtök raddbandalausra. Árið 1983 er stofnár Samhjálpar foreldra, en þau samtök hafa nú náið samstarf við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrir níu árum voru síðan stofnuð samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra - Styrkur. Flest þessi samtök halda fræðslufundi mánaðarlega yfir veturinn. Félagsmenn í aðildarfélögum Krabbameinsfé- lags Islands eru um tíu þúsund. 1986 • Efnt var til „Þjóðarátaks gegn krabbameini - þín vegna" í apríl og var ágóðanum meðal annars varið til aukinna rannsókna og stuðnings við krabbameins- sjúklinga. • Á aðalfundi fengu fjórir stuðningshópar krabba- meinssjúklinga formlega aðild að Krabbameinsfélagi Islands. • Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, gerðist vernd- ari Krabbameinsfélags Islands á 35 ára afmæli félags- ins. Jafnframt var hún kjörin, fyrst allra, í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins. • Hafin var forkönnun vegna leitar að krabbameini í ristli og endaþarmi. Ekki varð framhald á þessu verk- efni. 1987 • Heimahlynning fyrir krabbameinssjúklinga hófst. Jafnframt var skipulega farið að veita upplýsingar og ráðgjöf. • Starfsemi Krabbameinsfélags íslands var skipt í fjög- ur svið: Almannatengslasvið, leitarsvið, stjórnunarsvið og vísindasvið. • I júlí staðfesti ríkistjórnin samning við Krabbameins- félag Islands um skipulega leit að krabbameini í leg- hálsi og brjóstum. 1988 • Rannsóknastofa Krabbameinsfélas Islands í sam- einda- og frumulíffræði var formlega tekin í notkun. Stofan er tengd nafni Vigdísar Finnbogadóttur. Lögð er áhersla á rannsóknir á brjóstakrabbameini. • Efnt var til Heilsuhlaups Krabbameinsfélngsins í fyrsta sinn. • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis réð starfsmann til að annast fræðslu o. fl. Síðar voru starfs- menn ráðnir á Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesj- um. • Fyrsti formannafundur Krabbameinsfélagsins var haldinn í október. Síðan hafa þeir verið haldnir árlega. • Úthlutað var í fyrsta skipti styrkjum úr Rannsókna- sjóði Krabbameinsfélagsins. 1989 • Starfsmannafélagið Sókn ákvað að greiða kostnað fé- lagsmanna sinna af krabbameinsleit. Síðan hafa mörg önnur stéttarfélög gert hið sama. • Kristján Jóhannsson, Nathalia Rom, Cecare Alfieri og Sinfóníuhljómsveit íslands efndu til óperutónleika til styrktar krabbameinsrannsóknum. • Krabbameinsbókin var gefin út, en undirtitill hennar var: „Bók um sjúkdóm sem oft læknast og má læra að lifa með." • Merkjasala var hafin að nýju, einkum til styrktar svæðafélögum og stuðningshópum. • Starf Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins var aukið í sólarhringsþjónustu, með stuðningi Rauða krossins. 28 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.