Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 8
Sigfús Eymundsson (Þjóðminjasafnið) Gamalt Náttúrubörn Sjómennirnir eiga meira af óveikluðum náttúrukröftum heldur en allar aðrar stéttir hér í bæ til samans. Þeir eru eins og kjarngott og kostamikið land, lítt yrkt, en líka lítt spillt af mannahöndum. Og þessi eilífa barátta við hafið, hið voldugasta og feg- ursta af öllu sem til er á þessari jörð, gefur sjó- mönnunum meira þol- gæði en flestum öðrum mönnum og gerir þeirra líf alveg samvaxið náttúr- unni. Gestur Pálsson skáld (f. 1852, d. 1891). Lífið í Reykjavík, 1888. Spekingar Spekingslegir menn eru sjaldan miklir spek- ingar. Lærdómur og mannvit ávinnst einungis með persónulegri athug- un, rannsókn og íhugun. Símon Jóhannes Ágústsson prófessor (f. 1904, d. 1976). HelgafeH, 1943. Fallvaltleiki lífsins Þér sem standið enn á lifandi manna landi í æskublóma lífsins, minn- ist lífsins fallvaltleika, verið ei latir í því sem þér eigið að gera, vinnið meðan guð gefur yður daginn því nóttin kemur þá enginn fær aðhafst. Naumur er tíminn en mikið er að vinna, því er ei tímann burt að gefa. Gleymið ei heldur var- hygðinni, þeirri dyggð sem varðhaldsengill vor eður betri maður alla- jafna brýnir fyrir oss þar sem vér erum staddir innan um svo miklar hættur í þessum heimi bæði til lífs og sálar. Full- treyst engu, hvorki heilsu, kröftum, vitsmun- um né lífsstundum. Jón Jónsson lcktor Bessa- staðaskóla (f. 1777, d. 1860). Mannfundir, 1954. Með höfði og höndum Læknirinn verður að hugsa sér fyrirfram allan gang aðgerðarinnar, að svo miklu leyti sem unnt er, að minnsta kosti sé hann óvanur, og hversu mæta skuli öllum fyrir- sjáanlegum erfiðleikum. Hann þarf að sjá í hug- anum alla aðgerðina frá byrjun til enda, þó að sjaldnast geti hann séð við öllu. Þess vegna er líka sagt að handlæknis- aðgerðir séu frekar gerðar með höfðinu en höndun- um, og er mikið til í því. Guðmundur Hanncsson prófcssor (f. 1866, d. 1946). Skagfirsk fræði, 1945. Þessi mynd af sjúkling- um á Landakotsspítala í byrjun aldarinnar var notuð á frímerki sem gefið var út í haust í til- efni af því að hundrað ár eru frá upphafi starfs St. Jósepssystra hér á landi. Æviskeiðin Gamalt fólk trúir öllu. Miðaldra fólk efast um allt. Ungt fólk veit allt. Oscar Wilde rithöfundur (f. 1854, d. 1900). Iðunn, 1937. Traust Það hefur ótrúlega mikið að segja fyrir sjúkl- inginn að vita að læknir- inn gefi hann ekki upp á bátinn, hvað sem á bjátar. Bjarni Snæbjörnsson læknir (f. 1889, d. 1970). Læknar segja frá, 1970. Reynsluvísindi Sá sem hafnar reynslu hinna eldri og telur ný- tísku aðferðir hinar einu réttu blekkir bæði sjálfan sig og aðra. Hippokrates (f. 460 f. Kr„ d. 377 f. Kr.). Læknablaðið, 1972. Heilbrigður maður á margar óskir, sjúkur aðeins eina Indverskt spakmœll Hamingja er að eiga nóg í sjálfum sér Aristóteles Eitt er að hljóta, annað að njóta Málsháttur Meðlœtið afhjúpar lestina, mótlœtið dyggðirnar Francls Bacon 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.