Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 17
þáttur í starfsemi allra röntgendeilda. Tækjabúnaður þarf að vera nýlegur og reglulegt viðhald er mikilvægt. Einna mestu varðar þó að starfsfólk sé vel menntað og áhugasamt um úrbætur. Geislavarnir ríkisins rannsaka geislaskammta sjúkl- inga og starfsfólks, hafa eftirlit með röntgentækjabún- aði og reyna að stuðla að aukinni menntun og bættum vinnubrögðum. Stofnunin veitir einnig fræðslu og leið- beiningar um geislavarnir. Geislavirk efni Árið 1896 uppgötvaði Henri Becquerel geislavirkni efna en 1898 uppgötvaði Marie S. Curie og maður hennar Pierre Curie geislavirka frumefnið radín (ra- dium). Það hefur lengi verið notað við geislalækningar. Geislavirk efni eru notuð til að kanna virkni og ástand líkamsvefja og líffæra. Ein slík rannsókn er í daglegu tali kölluð ísótóparannsókn eða ísótópaskann. Geislavirkt efni er valið með tilliti til hegðunar þess eft- ir að því hefur verið sprautað í sjúkling (eða gefið á annan hátt). Það safnast þá saman í ákveðnum líkams- vefjum eða líffærum. Dreifing efnisins er mæld og aðferðin unnið sér hefð í fæðingarfræðinni og í sjúk- dómsgreiningu í kviðarholi og slagæðum. Sífellt betri ómtæki gera kleift að sjá heilbrigð og sjúk líffæri mun betur en áður. Vert er að muna að rannsóknin er hættulaus enda notaðar hljóðbylgjur til myndgerðar- innar. Mikil þróun hefur orðið í tölvubúnaði gammamynda- véla en einnig eru að verða miklar framfarir í gerð þeirra burðarefna sem notuð eru til að flytja hinn geisl- andi ísótóp í marklíffærið. Þannig eru nú til burðarefni sem beinlínis eru tekin upp í sjúkum vef. Einnig er far- ið að nota þessa sérhæfðu eiginleika burðarefnanna til sjúkdómsmeðferðar, þar sem geislun eða lyfjagjöf er staðbundin, með flutningi í sjúk líffæri. Segulómrannsóknir hafa valdið byltingu í myndgrein- ingu og unnt er að skoða allan líkamann. Vefir sem voru ósýnilegir með öðrum aðferðum verða nú auð- sýnilegir. Má þar nefna heilastofn og mænu, brjósk og sinar. Rannsóknin er hættulaus og mun gera margar röntgenrannsóknir óþarfar. Unnt er að gera slagæða- myndatökur án þess að gefa skuggaefni. Segulóm- tæknin mun verða ódýrari þegar fram líða stundir, tækjabúnaður fyrirferðarminni og þegar er byrjað að nota segulómsjár við skurðaðgerðir. Því miður reynist sjaldan unnt að hætta með öllu einni aðferð þótt önnur komi fullkomnari. Það sem æv- inlega fylgir þó nýrri þróun í myndgreiningu eru tak- markaðri og þrengri ábendingar fyrir hverjar rann- sóknir og um leið markvissari sjúkdómsgreining. Úr grein sem Cuðmundur ]ón Elíasson röntgenlæknir skrifaði í Læknanemann, 1. tbl. 1996. Benda má á greinar í Heilbrigðismálum um segulómun (2/1992) og stafrænar röntgenmyndir (3/1995). skráð með myndavél sem nemur gammageislun frá efninu og skráir staðsetningu og magn í tölvu. Þannig er hægt að búa til beinaskannsmynd. Eins og við röntgenmyndatökur eru geislaskammtar sjúklinga mjög breytilegir eftir því hvað er verið að rannsaka. Áður en röntgenrannsókn hefst eða geisla- virkt efni er gefið fyrir ísótóparannsókn er mjög mikil- vægt að konur á barnseignaraldri láti lækni eða annað starfsfólk röntgendeildar vita ef þær eru eða kunna að vera barnshafandi. Geislalækningar I eina öld hafa röntgengeislun og geislavirk efni ver- ið notuð til að lækna góðkynja og illkynja sjúkdóma. Á nútíma geislameðferðardeild er notuð röntgen- geislun og geislavirk efni sem gefa allt að þúsund sinn- um meiri geislun en þarf við sjúkdómsgreiningu. Markmiðið er þá að drepa æxlisfrumur, án þess að að- liggjandi vefir verði fyrir teljandi skaða. Þetta er gert með því að beina röntgengeisla (t.d. frá línuhraðli) eða geisla frá geislavirku efni, með mikilli nákvæmni að æxlissvæðinu. Þar sem geislað er í skömmtum úr nokkrum áttum næst hámarksgeislun á æxlissvæðið en mun minni geislun á vefi umhverfis. Einnig er geisla- virkt efni í sérstöku hylki notað með því að koma því fyrir í sjúklingum, í æxlinu eða mjög nálægt æxlinu. Einnig má koma geislavirku efni sem næst æxlum með því að gefa það í æð og er það látið berast á réttan stað með blóðinu. Geislavarnir starfsfólks Starfsfólk röntgendeilda á ekki að þurfa að fá á sig geislun yfir ákveðnu marki. Það verður ætíð að vera á bakvið skerma eða nota blýsvuntur við störf sín. Fylgst er reglulega með geislaskömmtum sem starfsmenn verða fyrir við vinnu með jónandi geislun og geisla- skammtar hvers og eins eru skráðir. Geislaskammtar starfsmanna á sjúkrahúsum eru lágir miðað við leyfi- legt hámark, enda er unnið samkvæmt þeirri reglu að halda eigi allri geislun eins lítilli og mögulegt er. Segulómun Segulómun, eða „Magnetic Resonance Imaging", er mjög öflugt greiningartæki sem nýlega hefur bæst við búnað röntgendeilda. Þessi búnaður býr til sneiðmynd- ir af líkamanum á svipaðan hátt og tölvusneiðmynda- tækin en með töluvert frábrugðnum greiningarupplýs- ingum. I þessum búnaði er ekki notuð jónandi geislun og því er mun minni áhætta fyrir sjúkling henni sam- fara. Tæknin felst í samspili öflugs segulsviðs og út- varpsbylgja. Þegar sjúklingur hefur verið settur í segul- sviðið eru útvarpsbylgjur sendar á hann. Þegar slökkt er á útvarpsbylgjunum gefa sameindir í líkama sjúkl- ings frá sér merki sem er einkennandi fyrir byggingu þess. Merkin eru þá notuð til þess að kalla fram mynd af innviðum líkamans. Upplýsingar þessar komafrá Geislavörnum ríkisins. Aður Uafa birst upplýsingar í Heilbrigðismálum um Ijósalampa (1/ 1996). HEIIBRIGÐISMÁL 2/1996 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.