Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Blaðsíða 18
Hvað er heilbrigði? Grein eftir Vilhjálm Árnason Óvarlega er farið með heilbrigðishugtak- ið. Oft er það notað þannig að mörkin verða óskýr bæði á milli heilbrigðis og hamingju og á milli heilbrigðis og mann- kosta. Fyrri ruglandinn á sér meðal annars rætur í frægri skilgreiningu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar frá 1946: „Þann skilning verður að leggja í hugtakið heil- brigði að maður sé ekki aðeins laus við sjúkdóm eða önnur vanheilindi heldur að hann njóti fullkominnar andlegrar, líkam- legrar og félagslegrar vellíðanar.'' Erfitt er að átta sig á skýrri merkingu þessarar hug- myndar, en þó virðist ljóst að hún standi nær hamingju en heilbrigði. Með þessu er ég ekki að segja að heilsa og vellíðan séu ótengd. Heilbrigði skilar sér í líkamlegri og andlegri vellíðan, en félagsleg vellíðan veit ég ekki hvað er. Þessi víðtæka skilgreining greinir á engan hátt á milli þess sem er mönnum skaðlegt og hins sem veldur þeim óþægindum eða vanlíðan. Þar með er hún gagnslaus viðmiðun fyrir starf heil- brigðisstétta. Það er ekki hlutverk þeirra að gera fólk hamingjusamt, heldur að draga úr böli sem stafar af sjúkdómum, fötlun eða slysum, og þegar best lætur að fyrir- bygg)a það. Það er í verkahring heilbrigðisstétta að vinna gegn þeim þáttum sem skaða heilsu manna, en ekki að berjast við þau margvís- legu fyrirbæri sem kunna að valda fólki óþægindum eða vanlíðan. Sorg fylgir til dæmis oft djúpstæð vanlíðan, en hún er fjarri því að vera sjúkleg; öðru nær: það er heilbrigðismerki að finna til við ástvina- missi og fráleitt væri að heilbrigðisstéttir gripu inn í slíkt ferli í því skyni að stilla kvalirnar. Það er líka fráleitt að líta á það sem óheilbrigt ástand að svíða undan fé- lagslegu ranglæti. „Félagsleg vellíðan" er því ekki bara óljóst hugtak, heldur beinlín- is varasamt í þessu samhengi. Það er óumdeilanlegt að heilbrigði ræðst af líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum, en ekki er þar með sagt að hún sé samsuða þessara þátta. Þessu tvennu á ekki að rugla saman. Heilbrigði mín er ásigkomulag mitt til líkama og sálar, en ekki þeir margvíslegu þættir sem hafa áhrif þar á. Heilbrigði er ekki einungis háð fé- lagslegu umhverfi heldur einnig persónu- legum lífsháttum hvers einstaklings, til- finningalífi hans og skapgerð. Raunar má færa rök fyrir því að menn verði öðru Það er ekki hlutverk heil- brigðisstétta að gera fólk ham- ingjusamt, heldur að draga úr böli sem stafar af sjúk- dómum, fötlun eða slysum. Stundum virð- ist vera innfalið í hugmyndinni um heilbrigða manneskju að hún sé ábyrg og áreiðanleg, gjaf- mild og glað- lynd, ef ekki beinlínis skemmtileg. fremur að huga að sálinni ætli þeir að stuðla að líkamlegri heilsu. „Heilsa fylgir hófi," segir máltækið. Nú er hófsemi ein af höfuðdygðunum og það kann að eiga sinn þátt í því að mönn- um hættir til að leggja að jöfnu heilbrigði og mannkosti. Það er þó ekki síður vara- samt en að rugla saman heilbrigði og ham- ingju. Þegar við tölum um heilbrigða manneskju höfum við tilhneigingu til að •leggja mun víðari skilning í það en æski- legt er. Þannig virðist það stundum vera innfalið í hugmyndinni um heilbrigða manneskju að hún sé ábyrg og áreiðanleg, gjafmild og glaðlynd, ef ekki beinlínis skemmtileg. Heilbrigði er þá gert að eins konar fyrirmyndarhugmynd um heil- steypta manneskju. Hættan sem þessu fylgir er að farið sé að meta öll frávik frá þessari fyrirmynd sem óheilbrigð og sjúk- leg. Þar með er farið að „sjúkdómsvæða" svið mannlífsins sem lýtur í raun öðrum lögmálum. Lykilhugtök hins siðferðilega lífs eru frelsi og ábyrgð sem fela í sér möguleika manna til að ráða sér sjálfir og bæta líf sitt. Sjúkdómur er aftur á móti ástand sem menn ráða ekki við. Þetta virðast mér vera þýðingarmikil rök fyrir því að þrengja heilbrigðishugtakið. 18 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.